Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Flokkurinn hans Gunnars Smára?

Á Visir.is í gær tekur gamall vinnufélagi Gunnars Smára Egilssonar við hann viðtal. Er þetta nokk langt viðtal og prýða viðtalið hvorki fleiri né færri en 16 portrait myndir af viðfangsefninu. Þar mærir gamli vinnufélaginn Gunnar í hástert sem fer yfir feril sinn í fjölmiðlum. Ber þar á góma Samstöðina, upphaf hennar og framtíð. Þar vil ég aðeins staldra við.

Skoðun
Fréttamynd

Raf­orku­verð: Stórnotendur og al­menningur

Eitt af þingmálunum sem liggja fyrir Alþingi nú er breyting á raforkulögum þar sem innleiða á hátternisreglur í raforkuviðskiptum. Tilgangur slíkra reglna er að koma í veg fyrir óeðlileg áhrif aðila á markaði á verðmyndun raforku

Skoðun
Fréttamynd

Hætt við að hækka ekki skatta á al­menning

Ríkisstjórnin ætlar að setja sveitarfélögum skilyrði: Annað hvort hækkið þið skatta á laun íbúanna ykkar í hæsta mögulega útsvar skv. lögum eða sætið skerðingum á framlögum úr Jöfnunarsjóði.

Skoðun
Fréttamynd

Segir á­sakanir kjaft­æði og í­hugar meið­yrða­mál

Ný stjórn Sósíalistaflokks Íslands hefur sakað fyrrverandi framkvæmdastjórn flokksins um að hafa tæmt sjóði flokksins og hlaupa með þá burt. Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar, segir ásakanirnar kjaftæði og íhugar að höfða meiðyrðamál gegn nýrri stjórn.

Innlent
Fréttamynd

„Þurfum að huga að for­vörnum“

Heilbrigðisráðherra segir áform um lagasetningu er varðar heildstæða löggjöf fyrir tóbaks- og nikótínvörur fyrst og fremst sett fram til að vernda börn og ungmenni. 

Innlent
Fréttamynd

Skattafíkn í skjóli rétt­lætis: Tímavélin stillt á 2012

Sagan endurtekur sig, svo mikið er víst. Eftir eitt gott ár í sjávarútvegi og vinstri stjórnin rýkur til og vill tvöfalda veiðigjöld með þeim rökum að um „leiðréttingu“ sé að ræða. Réttlæti, sanngirni og sameiginlegar auðlindir eru frasar sem hljóma vel í ræðum, en þegar betur er að gáð virðist þetta vera nákvæmlega sama viðbragð og árið 2012: skyndileg skattahækkun í kjölfar góðrar afkomu, án tillits til þess hve sveiflukennd atvinnugreinin er.

Skoðun
Fréttamynd

Hver borgar brúsann?

Ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Efni frumvarpsins varðar svokallaða víxlverkun. Verði frumvarpið að lögum verður lífeyrissjóðum óheimilt að taka tillit til greiðslna frá Tryggingastofnun ríkisins við útreikning örorkulífeyris.

Skoðun
Fréttamynd

Veiðigjöld ekki á dag­skrá þingfundar í dag

Frumvarp um veiðigjöld er ekki á dagskrá þingfundar sem hófst á Alþingi nú klukkan tíu. Þingfundi var ítrekað frestað síðdegis í gær og í gærkvöldi á meðan þingflokksformenn funduðu þar sem leitað er leiða til að semja um þinglok. 

Innlent
Fréttamynd

Hvar er auðlindarentan?

Stjórnarliðar, með forsætisráðherra og atvinnuvegaráðherra í fararbroddi, vísa ítrekað til svonefndrar auðlindarentu í sjávarútvegi. Á mannamáli er auðlindarenta skilgreind sem sá umframhagnaður sem myndast við nýtingu takmarkaðra auðlinda. Í þessum pistli ætlum við að reyna að finna auðlindarentu í sjávarútvegi.

Skoðun
Fréttamynd

Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr hús­næðinu

Ný stjórn Sósíalistaflokks Íslands hefur sent tölvupóst til félaga þar sem fullyrt er að fyrrverandi framkvæmdastjórn flokksins hyggist tæma algerlega sjóði flokksins og hlaupa með þá burt. Einnig vilji hún rukka nýja stjórn afturvirkt um endurreiknað markaðsverð leigu fyrir húsnæði flokksins, og krefjist þess að ný stjórn rými húsnæðið fyrir 15. júlí næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Mið­flokkurinn – Rödd skyn­seminnar í borginni

„Þetta eru ekki ósanngjarnar kröfur. Þetta eru hóflegar, réttlátar og eðlilegar væntingar.“ Venjulegir íbúar borgarinnar hafa því miður setið á hakanum, ekki síst ungt fólk sem er að koma sér af stað í lífinu.

Skoðun
Fréttamynd

Á­fram frestað meðan for­menn funda

Þingflokksformenn hafa fundað eftir hádegi í dag í viðræðum stjórnarflokkanna við stjórnarandstöðuna um þinglok. Þingfundi var frestað um klukkustund á þriðja tímanum og svo aftur um eina og hálfa klukkustund.

Innlent
Fréttamynd

Þing­menn ekki svo heppnir að fá tvö­föld laun

Samkvæmt vef Alþingis eru þingmenn með á bilinu þrjár til fimm milljónir króna í laun á mánuði. Fjármála- og rekstrarstjóri Alþingis segir þingmenn þó ekki svo heppna að vera komnir á tvöföld laun, heldur hafi launin verið færð inn á vefinn tvöföld fyrir mistök.

Innlent
Fréttamynd

Standa saman gegn „ó­skiljan­legri“ ósk Vega­gerðarinnar

Bæjarstjóri á Akureyri getur ekki ímyndað sér annað en að öll bæjarstjórn leggist gegn tillögu Vegagerðarinnar um að fjarlægja hjartalöguð umferðarljós í bænum. Fulltrúi í skipulagsráði bæjarins segir sín fyrstu viðbrögð hafa verið að henda tillögunni í ruslið.

Innlent
Fréttamynd

Helgi leiðir nefnd um at­vinnu­mál í Norðurþingi

Helgi Valberg Jensson verður formaður starfshóps forsætisráðherra sem vinnur að kortlagningu á stöðu atvinnumála í Norðurþingi. Tilkynnt hefur verið um tímabundna rekstrarstöðvun kísilvers PCC á Bakka frá miðjum júlí. Málið var rætt á fundi ríkisstjórnarinnar í dag.

Innlent
Fréttamynd

Enn ó­vissa um þing­lok

Algjör óvissa er enn um hvenær Alþingi nær að ljúka störfum. Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis segir mörg mál bíða afgreiðslu en veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar er aftur á dagskrá þingsins í dag.

Innlent
Fréttamynd

Tölum um stóra valdaframsalsmálið

Talað hefur verið um það að bókun 35 sé ekki nógu gott heiti þegar rætt er um frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, um að lögfestur verði forgangur innleidds regluverks frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn gagnvart íslenzkri löggjöf þó málið snúist sannarlega um umrædda bókun við samninginn.

Skoðun
Fréttamynd

Byggir á viðskiptamódeli banda­rískrar trúboðsstöðvar

Gunnar Smári Egilsson er eldhugi, hann býr yfir óvenju miklum sannfæringarkrafti. Hann er kjaftfor og lætur menn ekki eiga neitt inni hjá sér. Um það eru mörg dæmi, hann til að mynda hefur lent í heiftarlegum illdeilum við þá sem halda úti hægrisinnuðum hlaðvörpum, svo sem Stefán Einar Stefánsson.

Lífið