Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Skoðanagreinar eftir kjörna fulltrúa á Alþingi og í sveitarstjórnum.

Fréttamynd

Verndum uppljóstrara

Reykjavíkurborg er metnaðarfull þegar kemur að vernd uppljóstrara og gengur enn lengra en ný lög um vernd uppljóstrara kveða á um við breytingu verklags.

Skoðun
Fréttamynd

Borgin eflir sálfræði- og talmeinaþjónustu í skólum

Grímurnar eru að falla niður en það mun taka nokkurn tíma að vinna úr eftirköstum heimsfaraldursins. Eitt af því sem við höfum tekið eftir hjá Reykjavíkurborg er aukin eftirspurn eftir sálfræðiþjónustu í skólum vegna tilfinningavanda barna og ungmenna. Á tímabilinu frá 1. janúar 2020 til 1. maí á þessu ári jókst til muna fjöldi þeirra barna sem bíða eftir skólaþjónustu vegna tilfinningalegra erfiðleika, úr 28 börnum í 122 börn. Við vitum líka að kvíði og einmanaleiki jókst hjá unglingunum okkar á tímum Covid. Þá hefur bið eftir þjónustu talmeinafræðinga lengst.

Skoðun
Fréttamynd

Hvar er afsökunarbeiðnin, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir?

Að kunna að biðjast afsökunar er eiginleiki sem talinn er virðingarverður í siðmenntuðu samfélagi. Fólk sem er öruggt í eigin skinni gengst iðulega við mistökum sínum og biður hlutaðeigandi aðila afsökunar. Þetta er talið svo mikilvægt að reynt er að kenna börnum þessa háttsemi strax á unga aldri.

Skoðun
Fréttamynd

Störf án stað­setningar: næsta skref

Í dag skrifaði ég undir samning við Sigtún – Þróunarfélag um mikilvægt tilraunaverkefni sem felst í því að byggja upp vinnustofu, einskonar klasa, í gamla Landsbankahúsinu á Selfossi.

Skoðun
Fréttamynd

Þegar sumir eru jafnari en aðrir

Nýjustu fréttir af vendingum í Ásmundarsalarmálinu gefa ákaflega áhugaverða sýn af viðhorfi æðstu ráðamanna til hlutverks lögregluyfirvalda.

Skoðun
Fréttamynd

Tæki­færi til breytinga

Alþingi hefur nú lokið störfum þetta árið og þingmenn eru farnir á heimaslóð til þess að undirbúa kosningarnar í haust. Flestir flokkar hafa komið fram með lista með örfáum undantekningum þó. Mismunandi aðferðum hefur verið beitt við uppstillingu á lista og sitt sýnist hverjum um þær.

Skoðun
Fréttamynd

Kynslóðakapallinn verður að ganga upp

Árið 2016 birti The Guardian greinaröð um það sem var kallað „fordæmalaus kynslóðaójöfnuður“ á Vesturlöndum. Aldamótakynslóðin, fólk fætt á tímabilinu 1980 til 1995, stendur mun verr að vígi fjárhagslega í samanburði við aðra aldurshópa heldur en fyrri kynslóðir gerðu á yngri árum.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað eiga veiði­gjöldin að vera há?

Upphæð veiðigjalds hefur um langt skeið verið þrætuepli manna á meðal. Er það of lágt eða er það of hátt? Það er erfitt að segja án þess að hafa mælistiku sem hægt er að sammælast um.

Skoðun
Fréttamynd

Ryðjum heima­til­búnum hindrunum úr vegi

Öflugt atvinnulíf eykur velsæld - þetta vitum við. Við vitum einnig að óstöðugleiki, íþyngjandi skattbyrði, flókið regluverk og aðrar kvaðir hamla blómlegu atvinnulífi og koma niður á lífskjörum okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Stend með strand­veiðum!

Efling sjávarbyggða landsins er mér afar hugleikin. Hef ég sem formaður atvinnuveganefndar unnið að eflingu Strandveiðikerfisins með þverpólitískri samstöðu innan atvinnuveganefndar á þessu kjörtímabili.

Skoðun
Fréttamynd

Útvistun ábyrgðar

Sömu kjör fyrir sömu störf eru einkunnarorð í jafnlaunastefnu borgarinnar. Það nær greinilega ekki til starfsfólks Strætó bs. þar sem réttindi og kjör vagnstjóra eru ólík eftir því hvaða fyrirtæki ræður þau til starfa.

Skoðun
Fréttamynd

Hættum að rífast og byrjum að vinna

Álag á samgöngukerfið á Íslandi hefur aukist mikið á síðasta áratug en sérfræðingar hafa nú greint flæði umferðar, skipulags- og uppbyggingaráætlanir og lagt fram heildaráætlun sem birtist í höfuðborgarsáttmálanum sem öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu ásamt ríkinu.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað eru 3 ár í lífi barns?

Lærdómur heimsfaraldurs er að saman vegnar okkur betur. Samstaða og samkennd einkenndu viðbrögð þjóðar í upphafi heimsfaraldurs og ríkir enn í baráttunni við heimsfaraldurinn. Í því farsæla samstarfi sem Þórólfur, Alma og þeirra teymi átti við Kára og allt hans teymi truflaði það ekki ríkisstjórnina að fulltrúar opinbera kerfisins og fulltrúar einkaframtaksins unnu saman að því verkefni að verja heilbrigði þjóðarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Fals­frelsi ríkis­stjórnarinnar

Það segir sitt um arfleið ríkisstjórnar VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar að það eru ekki verk hennar sem eru minnistæðust heldur brostin fyrirheit. Það sem ekki varð.

Skoðun
Fréttamynd

Á­skorun til fyrir­­­tækja landsins

Það eru þúsundir landsmanna að sækja um auglýst störf um þessar mundir. Því miður örlar á því að fyrirtæki hafi ekki fyrir því að svara fólki. Það að fá engin viðbrögð við áhuga sínum á starfi er niðurbrjótandi og dregur kraftinn úr atvinnuleitendum.

Skoðun
Fréttamynd

Tækifærin í Brexit?

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra var ekki lengi að stökkva til eftir formlega útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og lýsa því yfir að hún „skapi mikil sóknartækifæri fyrir Íslendinga“.

Skoðun
Fréttamynd

Hvenær er ég gömul?

Það er ljóst að þjóðin er að eldast í árum og sífellt fleiri tilheyra hópi eldri borgara á blaði án þess að upplifa sig sem slíka. Það er augljóst að þessi ört stækkandi hópur er ekki mjög einsleitur, lífsskoðanir sem og heilsa mismunandi og því er löngu orðið tímabært að horfa til einstaklingsmiðaðrar þjónustu fyrir þennan fjölbreytta hóp.

Skoðun
Fréttamynd

Hvers eiga veikir að gjalda?

Fréttir af ákvörðun stjórnenda Domus Medica um lokun ætti að vekja fólk til umhugsunar um hvernig betur má stjórna heilbrigðismálum hér á landi. Stutt er síðan fréttir bárust af því að tugur lækna á bráðamóttökunni ákvað að flytja sig annað og í stefnir að bráðamóttakan verði með undir lágmarksmönnun í allt sumar, sem er orðinn árlegur vandi.

Skoðun
Fréttamynd

Rot­högg ríkis­stjórnarinnar á heil­brigðis­kerfið

Jæja, þar kom að því. Með samstilltu átaki sínu tókst ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, VG og Framsóknar að stöðva starfsemi sérfræðinga í Domus Medica. Það er eitthvað sem meiri háttar áföllum og erfiðleikum, þar með talið hruninu 2008, tókst ekki að gera.

Skoðun
Fréttamynd

Hötuðust en best?

Það eru ekki margar atvinnugreinar þar sem árangur í loftslagmálum, verðmætasköpun fyrir samfélagið, samfélagsleg ábyrgð og gott nýsköpunarumhverfi fara hönd í hönd. Það er þó ein atvinnugrein þar sem Íslendingar fara fremstir í flokki og eru fyrirmynd annarra þjóða.

Skoðun
Fréttamynd

Bið­lista­stjóri ríkisins

Undir þessari ríkisstjórn hefur opinberum störfum fjölgað um 8000 eða um tvö þúsund störf á ári samkvæmt tölum Hagstofunnar. Ef árangurinn væri sjáanlegur hjá ríkinu í formi betri þjónustu og öflugri velferð væri vart hægt að mæla því mót.

Skoðun
Fréttamynd

Starfs­vett­vangur barnanna okkar er ekki til í dag

Mörg af stærstu fyrirtækjum dagsins í dag voru ekki til fyrir 10 árum en það eru m.a. fyrirtæki á sviði tækni og stafrænna lausna. Miklar líkur eru á að starfsvettvangur barna okkar í framtíðinni sé ekki til í dag.

Skoðun
Fréttamynd

Ég óska engum þess að vera uppi á á­huga­verðum tímum

„Ég óska engum þess að vera uppi á áhugaverðum tímum“ sagði vitur maður hér einu sinni og við lifum svo sannarlega á áhugaverðum tímum. Við stöndum í anddyri þriðju byltingar mannkynsins, tæknibyltingarinnar, heimurinn verður ekki áhugaverðari en það.

Skoðun
Fréttamynd

Venjulegt fólk

Venjulegt fólk langar að starfrækja skóla og njóta jafnræðis gagnvart skólum í eigu ríkis og borgar.

Skoðun
Fréttamynd

Veitt þjónusta skiptir meira máli en formið

Ég vissi það svo sem að ég myndi klóra einhverjum samfylkingarjafnaðarmanninum öfugt þegar ég í grein bar saman hlutfallslegan fjölda einkarekinna heilsugæslustöðva í Svíþjóð og á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Það er meiriháttar mál að lenda upp á kant við þá

Óhætt er að segja að nýleg ummæli Seðlabankastjóra hafi vakið sterk viðbrögð í samfélaginu. Ekki vegna þess að þar væru sett fram sérstök ný sannindi heldur frekar vegna þess þunga sem því fylgir að Seðlabankastjóri staðfesti skilning og upplifun almennings.

Skoðun
Fréttamynd

Að vera sænskur jafnaðar­maður eða ís­lenskur

Ég horfi gjarnan til Svíþjóðar þegar ég leita mér fyrirmynda. Svíþjóð er ríki sem lengi hefur verið stjórnað af jafnaðarmönnum og þeirra stefna hefur verið mér leiðarljós á þeirri leið sem ég hef reynt að feta á mínum pólitíska slóða.

Skoðun