Orkuleysi og kyrrstaða Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 16. mars 2023 09:00 Þegar ég hóf afskipti af stjórnmálum ung var slagorðið í mínu fyrsta prófkjöri “Öll mál eru fjölskyldumál”. Mér þykir þessi orð enn ná nokkuð vel utan um hvernig ég nálgast pólitík, þó svo að síðan séu liðin mörg ár. Því þegar vel er að gáð þá liggja flestir þræðir sem viðkoma pólitík með einum eða öðrum hætti til fjölskyldunnar - í eins víðri túlkun og hugsast getur. Efnahagur, heilbrigðiskerfið, samgöngur, frelsi, jafnrétti, neytendur, umhverfið, auðlindirnar og auðvitað, orkan. Í liðinni viku fór fram aðalfundur Landsvirkjunar og Iðnþing Samtaka iðnaðarins. Rauði þráðurinn á fundinum var að kallað var eftir skýrri afstöðu ríkisstjórnarinnar í lykilmálum er varða orkuöflun. Forstjóri Landsvirkjunar kallaði sérstaklega eftir skýrri sýn frá stjórnvöldum um hversu mikið mætti virkja og benti einu sinni sem oftar á að orkukerfið okkar sé svo gott sem fulllestað. Fyrirtækið sé af þeim sökum þegar farið að hafna sterkum og spennandi verkefnum sem t.d. snúa að orkuskiptum. Á sama tíma berast slæmar fréttir um að olíunotkun á Íslandi nái nýjum hæðum á þessu ári! Og það sex árum eftir að núverandi ríkisstjórn setti sér háleitt, en óútfært og ófjármagnað, markmið um full orkuskipti. Og tæplega tveimur árum eftir að hún flýtti umræddu markmiði frá árinu 2050 til ársins 2040. Samt gerist ekkert. Kyrrstaða er svarið. Enn og aftur. Orkuskipti eru fjölskyldumál Mikilvægt er að horfast í augu við þá staðreynd að raforkukerfið er uppselt. Full ástæða er til þess að hafa áhyggjur af orkuöryggi íslenskra fjölskyldna. Um leið er samkeppnishæfni þjóðarinnar og loftslagsmarkmiðum teflt í tvísýnu. Af hverju er það fjölskyldumál? Fyrir íslensk heimili er ekki forsvaranlegt að bjóða upp á meiri olíunotkun með tilheyrandi áhrifum á umhverfið og hugsanlegar skammtanir á raforku. Við þessu þarf að bregðast. Orkuöryggi skiptir líka máli fyrir heimilisbókhaldið. Ef venjuleg, íslensk heimili og fyrirtæki geta gengið að orkunni vísri á stöðugu verði sem stenst erlendum keppinautum snúning mun það spara þeim fjármuni, auk þess sem umhverfið nýtur góðs af. Í orði en ekki á borði Góðu fréttirnar eru þær að orkuöryggi felst ekki einvörðungu í aukinni orkuvinnslu heldur einnig í fjölbreyttari kostum, á borð við vindorku. Slæmu fréttirnar eru þær að ríkisstjórnin virðist ekki ráða við verkefnið og engar leikreglur á þessu sviði með gegnsæi og almannahag að leiðarljósi hafa litið dagsins ljós. Þrátt fyrir sex ár af þessari ríkisstjórn. Ríkisstjórn kyrrstöðuflokkanna skilar nefnilega enn og aftur auðu í risastóru máli og er fyrirmunað að setja skýran ramma utan um mikilvæga vindorkuuppbyggingu í landinu. Störukeppnin við ríkisstjórnarborðið stendur framþróun fyrir þrifum og vinnur gegn því markmiði um að auðlindir okkar skili hámarks ávinningi fyrir fjölskyldurnar í landinu. Viðreisn hefur alla tíð tekið undir áferðarfalleg markmið stjórnarinnar um orkuskipti og grænan hagvöxt. Meinið er að þeim er ekki fylgt eftir. Við þurfum aðgerðir, hagræna hvata og skýrar leikreglur um orkuöflun og um hvernig við losnum við innflutning á einni milljón tonna af bensíni og olíu á ári. Grófar áætlanir benda til þess að það kalli á tvöföldun núverandi raforkuvinnslu. Svo ekki sé minnst á græna atvinnuuppbyggingu eins og hátækni- og hugbúnaðartækni, aukna grænmetisframleiðslu og landeldi. Eftirspurnin og tækifærin eru sannarlega til staðar, en framboðið af raforku ekki. Landsvirkjun er nauðbeygð til að hafna verkefnum sem gætu flýtt fyrir orkuskiptum, stuðlað að atvinnuuppbyggingu, hjálpað okkur í baráttunni gegn loftslagsvánni og svo mætti áfram telja. Og ríkisstjórnin tekur svo sem alveg undir. En bara í orði, en ekki á borði. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég hóf afskipti af stjórnmálum ung var slagorðið í mínu fyrsta prófkjöri “Öll mál eru fjölskyldumál”. Mér þykir þessi orð enn ná nokkuð vel utan um hvernig ég nálgast pólitík, þó svo að síðan séu liðin mörg ár. Því þegar vel er að gáð þá liggja flestir þræðir sem viðkoma pólitík með einum eða öðrum hætti til fjölskyldunnar - í eins víðri túlkun og hugsast getur. Efnahagur, heilbrigðiskerfið, samgöngur, frelsi, jafnrétti, neytendur, umhverfið, auðlindirnar og auðvitað, orkan. Í liðinni viku fór fram aðalfundur Landsvirkjunar og Iðnþing Samtaka iðnaðarins. Rauði þráðurinn á fundinum var að kallað var eftir skýrri afstöðu ríkisstjórnarinnar í lykilmálum er varða orkuöflun. Forstjóri Landsvirkjunar kallaði sérstaklega eftir skýrri sýn frá stjórnvöldum um hversu mikið mætti virkja og benti einu sinni sem oftar á að orkukerfið okkar sé svo gott sem fulllestað. Fyrirtækið sé af þeim sökum þegar farið að hafna sterkum og spennandi verkefnum sem t.d. snúa að orkuskiptum. Á sama tíma berast slæmar fréttir um að olíunotkun á Íslandi nái nýjum hæðum á þessu ári! Og það sex árum eftir að núverandi ríkisstjórn setti sér háleitt, en óútfært og ófjármagnað, markmið um full orkuskipti. Og tæplega tveimur árum eftir að hún flýtti umræddu markmiði frá árinu 2050 til ársins 2040. Samt gerist ekkert. Kyrrstaða er svarið. Enn og aftur. Orkuskipti eru fjölskyldumál Mikilvægt er að horfast í augu við þá staðreynd að raforkukerfið er uppselt. Full ástæða er til þess að hafa áhyggjur af orkuöryggi íslenskra fjölskyldna. Um leið er samkeppnishæfni þjóðarinnar og loftslagsmarkmiðum teflt í tvísýnu. Af hverju er það fjölskyldumál? Fyrir íslensk heimili er ekki forsvaranlegt að bjóða upp á meiri olíunotkun með tilheyrandi áhrifum á umhverfið og hugsanlegar skammtanir á raforku. Við þessu þarf að bregðast. Orkuöryggi skiptir líka máli fyrir heimilisbókhaldið. Ef venjuleg, íslensk heimili og fyrirtæki geta gengið að orkunni vísri á stöðugu verði sem stenst erlendum keppinautum snúning mun það spara þeim fjármuni, auk þess sem umhverfið nýtur góðs af. Í orði en ekki á borði Góðu fréttirnar eru þær að orkuöryggi felst ekki einvörðungu í aukinni orkuvinnslu heldur einnig í fjölbreyttari kostum, á borð við vindorku. Slæmu fréttirnar eru þær að ríkisstjórnin virðist ekki ráða við verkefnið og engar leikreglur á þessu sviði með gegnsæi og almannahag að leiðarljósi hafa litið dagsins ljós. Þrátt fyrir sex ár af þessari ríkisstjórn. Ríkisstjórn kyrrstöðuflokkanna skilar nefnilega enn og aftur auðu í risastóru máli og er fyrirmunað að setja skýran ramma utan um mikilvæga vindorkuuppbyggingu í landinu. Störukeppnin við ríkisstjórnarborðið stendur framþróun fyrir þrifum og vinnur gegn því markmiði um að auðlindir okkar skili hámarks ávinningi fyrir fjölskyldurnar í landinu. Viðreisn hefur alla tíð tekið undir áferðarfalleg markmið stjórnarinnar um orkuskipti og grænan hagvöxt. Meinið er að þeim er ekki fylgt eftir. Við þurfum aðgerðir, hagræna hvata og skýrar leikreglur um orkuöflun og um hvernig við losnum við innflutning á einni milljón tonna af bensíni og olíu á ári. Grófar áætlanir benda til þess að það kalli á tvöföldun núverandi raforkuvinnslu. Svo ekki sé minnst á græna atvinnuuppbyggingu eins og hátækni- og hugbúnaðartækni, aukna grænmetisframleiðslu og landeldi. Eftirspurnin og tækifærin eru sannarlega til staðar, en framboðið af raforku ekki. Landsvirkjun er nauðbeygð til að hafna verkefnum sem gætu flýtt fyrir orkuskiptum, stuðlað að atvinnuuppbyggingu, hjálpað okkur í baráttunni gegn loftslagsvánni og svo mætti áfram telja. Og ríkisstjórnin tekur svo sem alveg undir. En bara í orði, en ekki á borði. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar