Rykið dustað af gömlum ESB greinum Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 13. mars 2023 07:30 Ég hef lúmskt gaman af því þegar ESB-sinnar koma aðild að sambandinu í umræðuna við og við. Ég get enda iðulega dustað rykið af gömlum greinum og ræðum til að svara endurteknum málflutningi þeirra. Ef til vill ætti ég þó ekki að gefa það upp í fyrirsögninni. Undanfarið hafa ESB-sinnar tengt umræðuna um aðildarumsókn við efnahagsstöðuna, Þegar stríð brast á í Evrópu var það notað sem ný átylla – nú væru öryggis- og varnarhagsmunir undir. Sem er ótrúlegur málflutningur með tilliti til samhengisins við framferði forystumanna Evrópusambandsins. Þeir sem stuðluðu að því að álfan varð háð Rússlandi um orku og settu kíkinn yfir blinda augað, jafnvel eftir að Rússar hernámu Krímskaga. Ég ritaði grein í Fréttablaðið í vikunni og setti fram samanburð á efnahagsstöðunni hér og í ESB. Í þessari grein langar mig að blanda mér stuttlega í nýleg skrif Ingibjargar Isaksen, þingkonu Framsóknar, og hins vegar formanns Viðreisnar í Reykjavík um ,,Evrópusambandsdrauginn“. Fátt kemur á óvart í málflutningi ESB-sinnans úr Viðreisn. Það voru kannski helst útleggingar hans varðandi nýjar hugmyndir ESB um losunarheimildir í flugi. Það mál er nefnilega gott dæmi um það hvað hagsmunagæslan í EES-samstarfinu er gríðarlega mikilvæg og að enginn gætir okkar nema við sjálf. Aðild að ESB jafngildir því sannarlega ekki að tekið sé sjálfkrafa tillit til aðstæðna aðildarríkja hverju sinni heldur fer þar fram svipuð hagsmunagæsla. Munurinn er sá að aðildarríki ESB geta tekið ákvarðanir með atkvæðagreiðslu þar sem afl atkvæða kann að fara gegn hagsmunum aðildarríkis, en tilskipun eins og sú sem hér um ræðir verður ekki tekin upp í EES-samninginn nema með samþykki Íslands. Ákvarðanatökuborðið fræga Formaður Viðreisnar í Reykjavík minnist auðvitað á hlut Íslendinga við ákvarðanatökuborðið fræga í ESB. Þetta ímyndaða borð er bara til í hugum fáeinna íslenskra stjórnmálamanna. Málflutningurinn veikist stöðugt eftir því sem lýðræðishallinn í ESB eykst. Þar sem sífellt lengra er gengið í kröfum um að afmá vald þjóðríkja og myndun eiginlegs sambandsríkis. Raunar svo langt að markmið um sambandsríkið ESB er orðað berum orðum í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Þýskalands. Það er erfitt að selja Íslendingum þá hugmynd að þeir eigi að framselja vald frá lýðræðislega kjörnu Alþingi og ríkisstjórn til yfirþjóðlegra valdastofnana ESB í skiptum fyrir 6 þingsæti af yfir 700 á þingi sambandsins. Einróma samþykki við ákvarðanatöku í ráðherraráði ESB, valdamestu stofnun sambandsins, heyrir svo nánast sögunni til. Á til að mynda ekki við um sjávarútvegs- og orkumál. Þá fer vægi ríkja innan ráðsins eftir íbúafjölda þeirra sem þýðir að fjölmennustu ríki sambandsins, Þýskaland, Frakkland, Ítalía og Spánn, gnæfa yfir önnur ríki ESB. ESB-sinninn þykist svo ekki skilja fullyrðingu Ingibjargar að með inngöngu í ESB glötuðum við yfirráðum yfir ákveðnum málaflokkum. Nú, eða hann þekkir bara ekki ESB reglurnar. Hver veit? Við hefðum að hans sögn meiri áhrif á ESB-löggjöfina við aðild en við gerum nú. Hann skautar þarna léttilega fram hjá þeirri mikilvægu staðreynd að við inngöngu í ESB þyrftum við að innleiða hér löggjöf um allt sem EES-samningurinn undanskilur. Og það er heilmikið, m.a. sameiginlega sjávarútvegsstefnu ESB. Stefnan er víðtæk, en fiskveiðistefna Íslands er að mestu leyti í ósamræmi við reglur sambandsins, svo notast sé við orðalag framkvæmdastjórnar þess frá 2013. Þar hafa „sjónarmið okkar“ ekkert vægi. Árangurslausar ESB-viðræður Formaðurinn fullyrðir að við getum ekki vitað hver áhrifin yrðu af aðild að ESB þar sem aðildarviðræður Íslands hefðu ekki farið „sinn eðlilega farveg“. Hann hlýtur þó að vita að eftir fjögurra ára fjár- og mannaflafrekar aðildarviðræður hafði ekki enn verið snert á flóknustu köflum ESB-samningsins, þ.m.t. landbúnaðar- og sjávarútvegskaflanum. Það var nú allur árangurinn. Ef til vill þótti ekki um mikið að semja, enda óumdeilt að við inngöngu í ESB þyrfti Íslands að gangast undir hina sameiginlegu sjávarútvegsstefnu. Engar varanlegar undanþágur nokkurn tímann verið veittar frá henni. Gjaldið sem Íslendingar þyrftu að greiða fyrir aðild að ESB væri m.a. aðgangur og yfirráð yfir fiskimiðum okkar. Einhverjum þykir það greinilega lítilvægt. Hagsmunum okkar best borgið utan Evrópusambandsins Það er gott að hafa það skjalfest að það sé engin töfralausn að ganga í ESB og taka upp evru. Svo það sé sagt, gætu ýmsir kostir hugsanlega fylgt aðild að ESB þótt lítið fari fyrir að þeir séu rökstuddir. En hagsmunir og réttindi sem við myndum tapa vega miklu þyngra en kostirnir. Um kröfu formanns Viðreisnar í Reykjavík um ESB-kosningu vil ég segja að hér fóru fram kosningar fyrir 1,5 ári síðan. Fyrir þær settu nokkrir flokkar ESB aðild á oddinn og niðurstaða þeirra kosninga var skýr: ESB-sinnar fengu áheyrn rétt rúmlega fjórðungs kjósenda samtals. Er ekki bara best að taka mark á úrslitum þingkosninganna? Vilji kjósenda er skýr og vilji meirihluta Alþingis er skýr. Hagsmunum okkar er best borgið utan Evrópusambandsins. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Utanríkismál Evrópusambandið Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Ég hef lúmskt gaman af því þegar ESB-sinnar koma aðild að sambandinu í umræðuna við og við. Ég get enda iðulega dustað rykið af gömlum greinum og ræðum til að svara endurteknum málflutningi þeirra. Ef til vill ætti ég þó ekki að gefa það upp í fyrirsögninni. Undanfarið hafa ESB-sinnar tengt umræðuna um aðildarumsókn við efnahagsstöðuna, Þegar stríð brast á í Evrópu var það notað sem ný átylla – nú væru öryggis- og varnarhagsmunir undir. Sem er ótrúlegur málflutningur með tilliti til samhengisins við framferði forystumanna Evrópusambandsins. Þeir sem stuðluðu að því að álfan varð háð Rússlandi um orku og settu kíkinn yfir blinda augað, jafnvel eftir að Rússar hernámu Krímskaga. Ég ritaði grein í Fréttablaðið í vikunni og setti fram samanburð á efnahagsstöðunni hér og í ESB. Í þessari grein langar mig að blanda mér stuttlega í nýleg skrif Ingibjargar Isaksen, þingkonu Framsóknar, og hins vegar formanns Viðreisnar í Reykjavík um ,,Evrópusambandsdrauginn“. Fátt kemur á óvart í málflutningi ESB-sinnans úr Viðreisn. Það voru kannski helst útleggingar hans varðandi nýjar hugmyndir ESB um losunarheimildir í flugi. Það mál er nefnilega gott dæmi um það hvað hagsmunagæslan í EES-samstarfinu er gríðarlega mikilvæg og að enginn gætir okkar nema við sjálf. Aðild að ESB jafngildir því sannarlega ekki að tekið sé sjálfkrafa tillit til aðstæðna aðildarríkja hverju sinni heldur fer þar fram svipuð hagsmunagæsla. Munurinn er sá að aðildarríki ESB geta tekið ákvarðanir með atkvæðagreiðslu þar sem afl atkvæða kann að fara gegn hagsmunum aðildarríkis, en tilskipun eins og sú sem hér um ræðir verður ekki tekin upp í EES-samninginn nema með samþykki Íslands. Ákvarðanatökuborðið fræga Formaður Viðreisnar í Reykjavík minnist auðvitað á hlut Íslendinga við ákvarðanatökuborðið fræga í ESB. Þetta ímyndaða borð er bara til í hugum fáeinna íslenskra stjórnmálamanna. Málflutningurinn veikist stöðugt eftir því sem lýðræðishallinn í ESB eykst. Þar sem sífellt lengra er gengið í kröfum um að afmá vald þjóðríkja og myndun eiginlegs sambandsríkis. Raunar svo langt að markmið um sambandsríkið ESB er orðað berum orðum í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Þýskalands. Það er erfitt að selja Íslendingum þá hugmynd að þeir eigi að framselja vald frá lýðræðislega kjörnu Alþingi og ríkisstjórn til yfirþjóðlegra valdastofnana ESB í skiptum fyrir 6 þingsæti af yfir 700 á þingi sambandsins. Einróma samþykki við ákvarðanatöku í ráðherraráði ESB, valdamestu stofnun sambandsins, heyrir svo nánast sögunni til. Á til að mynda ekki við um sjávarútvegs- og orkumál. Þá fer vægi ríkja innan ráðsins eftir íbúafjölda þeirra sem þýðir að fjölmennustu ríki sambandsins, Þýskaland, Frakkland, Ítalía og Spánn, gnæfa yfir önnur ríki ESB. ESB-sinninn þykist svo ekki skilja fullyrðingu Ingibjargar að með inngöngu í ESB glötuðum við yfirráðum yfir ákveðnum málaflokkum. Nú, eða hann þekkir bara ekki ESB reglurnar. Hver veit? Við hefðum að hans sögn meiri áhrif á ESB-löggjöfina við aðild en við gerum nú. Hann skautar þarna léttilega fram hjá þeirri mikilvægu staðreynd að við inngöngu í ESB þyrftum við að innleiða hér löggjöf um allt sem EES-samningurinn undanskilur. Og það er heilmikið, m.a. sameiginlega sjávarútvegsstefnu ESB. Stefnan er víðtæk, en fiskveiðistefna Íslands er að mestu leyti í ósamræmi við reglur sambandsins, svo notast sé við orðalag framkvæmdastjórnar þess frá 2013. Þar hafa „sjónarmið okkar“ ekkert vægi. Árangurslausar ESB-viðræður Formaðurinn fullyrðir að við getum ekki vitað hver áhrifin yrðu af aðild að ESB þar sem aðildarviðræður Íslands hefðu ekki farið „sinn eðlilega farveg“. Hann hlýtur þó að vita að eftir fjögurra ára fjár- og mannaflafrekar aðildarviðræður hafði ekki enn verið snert á flóknustu köflum ESB-samningsins, þ.m.t. landbúnaðar- og sjávarútvegskaflanum. Það var nú allur árangurinn. Ef til vill þótti ekki um mikið að semja, enda óumdeilt að við inngöngu í ESB þyrfti Íslands að gangast undir hina sameiginlegu sjávarútvegsstefnu. Engar varanlegar undanþágur nokkurn tímann verið veittar frá henni. Gjaldið sem Íslendingar þyrftu að greiða fyrir aðild að ESB væri m.a. aðgangur og yfirráð yfir fiskimiðum okkar. Einhverjum þykir það greinilega lítilvægt. Hagsmunum okkar best borgið utan Evrópusambandsins Það er gott að hafa það skjalfest að það sé engin töfralausn að ganga í ESB og taka upp evru. Svo það sé sagt, gætu ýmsir kostir hugsanlega fylgt aðild að ESB þótt lítið fari fyrir að þeir séu rökstuddir. En hagsmunir og réttindi sem við myndum tapa vega miklu þyngra en kostirnir. Um kröfu formanns Viðreisnar í Reykjavík um ESB-kosningu vil ég segja að hér fóru fram kosningar fyrir 1,5 ári síðan. Fyrir þær settu nokkrir flokkar ESB aðild á oddinn og niðurstaða þeirra kosninga var skýr: ESB-sinnar fengu áheyrn rétt rúmlega fjórðungs kjósenda samtals. Er ekki bara best að taka mark á úrslitum þingkosninganna? Vilji kjósenda er skýr og vilji meirihluta Alþingis er skýr. Hagsmunum okkar er best borgið utan Evrópusambandsins. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun