Tvöfalt Ísland Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 27. mars 2023 17:01 Næstu dagar munu hafa úrslitaáhrif á stöðu efnahagsmála hér á landi, en þá kemur ríkisstjórnin til með að leggja fram og ræða þýðingarmikla fjármálaáætlun á þinginu. Forsætisráðherra hefur látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að sameining stofnana sé yfirvofandi, hætt verði við framkvæmdir og skattar hækkaðir sem viðbragð við tólftu stýrivaxtahækkun Seðlabankans. Viðreisn hefur lengi talað fyrir því að grípa þurfi í taumana varðandi útgjaldaaukningu hins opinbera sem nú á væntanlega að draga til baka í einhverri mynd. Við getum því ekki annað en verið jákvæð gagnvart því að loksins sé verið að bregðast við. En það er annað og stærra mál sem ríkisstjórnin forðast að horfast í augu við. Hvers vegna eru vextir á Íslandi tvöfalt hærri en í nágrannalöndunum þó að verðbólgustigið sé svipað? Forsætisráðherra sagði við fyrirspurn frá mér fyrr í vetur að þetta skýrðist af stærra samhengi. Ítarlegri greining fékkst ekki. Ekki jafnt gefið Eftir nýjustu vaxtahækkun Seðlabankans verður þessi spurning sífellt áleitnari. Það er ekki hægt að skella skuldinni á bankann. Því svarið leynist í þeim pólitíska veruleika að vaxtaákvarðanir hans ná aðeins til hluta hagkerfisins. Það er pólitísk ákvörðun að um þriðjungur hagkerfisins hefur heimild til að taka lán í erlendum gjaldmiðlum og greiða þar af leiðandi helmingi lægri vexti en aðrir og það er pólitísk ákvörðun að halda almenningi og minni fyrirtækjum föstum í krónuhagkerfi. Á sínum tíma tók ég þátt í því að greiða fyrir löggjöf, sem heimilaði útflutningsfyrirtækjum að nota erlenda gjaldmiðla í reikningshaldi sínu sem greiddi götur þeirra til að geta tekið lán í erlendum gjaldmiðlum. Þessu fylgir margfalt hagræði fyrir fyrirtækin. Þau geta notað gjaldmiðil, sem mælir raunverulega verðmætasköpun og samkeppnisstöðu. Gjaldmiðil sem aðrir þekkja og viðurkenna, því það gleymist oft í umræðunni að við erum eina þjóðin í heiminum sem notar íslensku krónuna og íslenskur almenningur borgar þá sérstöðu dýru verði. Þegar Seðlabankinn hækkar vexti tvöfalt meira en í Evrópu þurfa einstaklingar og flest lítil og meðalstór fyrirtæki að bera þær byrðar sem má með réttu nefna krónuskatt, meðan útflutningsfyrirtækin sleppa. Þetta misrétti er ein af ástæðunum fyrir því að ég hef alltaf viljað stíga skrefið til fulls og tryggja öllum, ekki bara útflutningsfyrirtækjum, sömu aðstöðu. Tvöfalt kerfi Efnahagsstefnan á að miða að því að tryggja sem besta samkeppnisstöðu allra - einstaklinga og fyrirtækja. Það var því vissulega skref í rétta átt þegar útflutningsfyrirtækin gátu bæði tekið lán í erlendum gjaldmiðlum og notað þá í sínum viðskiptum. Satt best að segja gat ég ekki ímyndað mér, þegar heimildin fyrir útflutningsfyrirtækin var opnuð, að hér yrði mynduð ríkisstjórn sem segði í stjórnarsáttmála að það væri andstætt hagsmunum Íslands að allir sætu við sama borð að þessu leyti. Það er ekki land jafnra tækifæri sem skiptir vaxtabyrðinni með þessum hætti. Þar sem þyngstu byrðarnar eru lagðar á þau sem minnsta getu hafa en mun léttari byrðar á þau sem betur standa. Þetta þarf ekki að vera svona. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Alþingi Íslenska krónan Efnahagsmál Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Sjá meira
Næstu dagar munu hafa úrslitaáhrif á stöðu efnahagsmála hér á landi, en þá kemur ríkisstjórnin til með að leggja fram og ræða þýðingarmikla fjármálaáætlun á þinginu. Forsætisráðherra hefur látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að sameining stofnana sé yfirvofandi, hætt verði við framkvæmdir og skattar hækkaðir sem viðbragð við tólftu stýrivaxtahækkun Seðlabankans. Viðreisn hefur lengi talað fyrir því að grípa þurfi í taumana varðandi útgjaldaaukningu hins opinbera sem nú á væntanlega að draga til baka í einhverri mynd. Við getum því ekki annað en verið jákvæð gagnvart því að loksins sé verið að bregðast við. En það er annað og stærra mál sem ríkisstjórnin forðast að horfast í augu við. Hvers vegna eru vextir á Íslandi tvöfalt hærri en í nágrannalöndunum þó að verðbólgustigið sé svipað? Forsætisráðherra sagði við fyrirspurn frá mér fyrr í vetur að þetta skýrðist af stærra samhengi. Ítarlegri greining fékkst ekki. Ekki jafnt gefið Eftir nýjustu vaxtahækkun Seðlabankans verður þessi spurning sífellt áleitnari. Það er ekki hægt að skella skuldinni á bankann. Því svarið leynist í þeim pólitíska veruleika að vaxtaákvarðanir hans ná aðeins til hluta hagkerfisins. Það er pólitísk ákvörðun að um þriðjungur hagkerfisins hefur heimild til að taka lán í erlendum gjaldmiðlum og greiða þar af leiðandi helmingi lægri vexti en aðrir og það er pólitísk ákvörðun að halda almenningi og minni fyrirtækjum föstum í krónuhagkerfi. Á sínum tíma tók ég þátt í því að greiða fyrir löggjöf, sem heimilaði útflutningsfyrirtækjum að nota erlenda gjaldmiðla í reikningshaldi sínu sem greiddi götur þeirra til að geta tekið lán í erlendum gjaldmiðlum. Þessu fylgir margfalt hagræði fyrir fyrirtækin. Þau geta notað gjaldmiðil, sem mælir raunverulega verðmætasköpun og samkeppnisstöðu. Gjaldmiðil sem aðrir þekkja og viðurkenna, því það gleymist oft í umræðunni að við erum eina þjóðin í heiminum sem notar íslensku krónuna og íslenskur almenningur borgar þá sérstöðu dýru verði. Þegar Seðlabankinn hækkar vexti tvöfalt meira en í Evrópu þurfa einstaklingar og flest lítil og meðalstór fyrirtæki að bera þær byrðar sem má með réttu nefna krónuskatt, meðan útflutningsfyrirtækin sleppa. Þetta misrétti er ein af ástæðunum fyrir því að ég hef alltaf viljað stíga skrefið til fulls og tryggja öllum, ekki bara útflutningsfyrirtækjum, sömu aðstöðu. Tvöfalt kerfi Efnahagsstefnan á að miða að því að tryggja sem besta samkeppnisstöðu allra - einstaklinga og fyrirtækja. Það var því vissulega skref í rétta átt þegar útflutningsfyrirtækin gátu bæði tekið lán í erlendum gjaldmiðlum og notað þá í sínum viðskiptum. Satt best að segja gat ég ekki ímyndað mér, þegar heimildin fyrir útflutningsfyrirtækin var opnuð, að hér yrði mynduð ríkisstjórn sem segði í stjórnarsáttmála að það væri andstætt hagsmunum Íslands að allir sætu við sama borð að þessu leyti. Það er ekki land jafnra tækifæri sem skiptir vaxtabyrðinni með þessum hætti. Þar sem þyngstu byrðarnar eru lagðar á þau sem minnsta getu hafa en mun léttari byrðar á þau sem betur standa. Þetta þarf ekki að vera svona. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun