Fáum peningana aftur heim Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson skrifa 26. mars 2023 10:00 Það er sorgleg staðreynd að staða heimilanna í landinu þarf ekki að vera jafn slæm og raun ber vitni. Það er ekki hægt að kenna verðbólgunni um hana. Staða heimilanna er slæm af því að það hefur verið ákveðið að hún skuli vera slæm. Það er ekki flóknara en svo að um það hefur verið tekin meðvituð ákvörðun. Vaxtahækkanir eru ekki lögmál í verðbólgu. Það getur vel verið að þær virki stundum en það fer þá líka alveg eftir því hvað veldur verðbólgunni hverju sinni. Það er alveg ljóst að vaxtahækkanir eru ekki að virka núna, því nú þegar er búið að gera tólf tilraunir og árangurinn er lítill sem enginn. Það var reyndar algjörlega fyrirséð því hækkun húsnæðiskostnaðar heimila á Íslandi mun augljóslega ekki hafa áhrif á hækkandi vöruverð út í heimi, hvort sem það stafar af Covid eða stríði í Úkraínu og þess vegna er ámælisvert, svo ekki sé kveðið sterkar að orði, að Seðlabankinn skuli halda áfram á þessari glötunarbraut. Flest heimili myndu ráða við 10% verðbólgu. 10% verðbólga þýðir 10.000 króna hækkun á útgjöldum hafi þau verið 100.000 á mánuði og 50.000 hafi útgjöld vegna matarkaupa og annarra nauðsynja verið 500.000. Flest heimili eru sennilega einhversstaðar þarna á milli með sín mánaðarlegu útgjöld og gætu, ef þetta væri þeim ofviða, gripið til sparnaðarráða eins og að kaupa ódýrar inn og sleppa einhverjum „lúxus“, minnkað akstur og bakað pizzurnar heima í stað þess að panta, svo einhver dæmi séu tekin. Öðru máli gegnir um húsnæðiskostnað. Hann er ein stór blokk í heimilisbókhaldinu sem annað hvort er greiddur eða ekki. Þar er ekkert hægt að hagræða og engir afslættir veittir. Heimili sem stendur frammi fyrir 30.000 króna hækkun útgjalda vegna verðbólgu, þarf núna að auki að horfast í augu við 150.000 – 250.000 króna hækkun útgjalda á hverjum mánuði vegna húsnæðiskostnaðar. Kaldhæðni málsins er sú að sá kostnaður er að sögn lagður á heimilið til að bjarga því undan 30.000 króna kostnaðaraukanum, svo fáránleg röksemdafærsla sem það nú er. Seðlabankinn hefur tífaldað vexti Þegar Seðlabankinn hóf vaxtahækkunarfylliríið sitt, voru stýrivextir hans 0,75%. Þeir eru núna tíu sinnum hærri, eða 7,5%. Á þeim tíma voru vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum u.þ.b. 3% þannig að vaxtagreiðslur af 40 milljón króna láni voru 100.000 krónur á mánuði. Núna er a.m.k. einn banki búin að boða hækkun upp í 9% og hinir munu væntanlega fylgja fljótlega í kjölfarið. 9% vextir á 40 milljón króna láni eru 300.000 krónur á mánuði og á 50 milljón króna láni hafa vaxtagreiðslur þá farið úr 125.000 krónum á mánuði upp í 375.000 krónur. Þetta ráða venjuleg heimili ekki við nema í mjög skamman tíma. Um það þarf ekki að deila og hártoganir fjármálaráðherra og Seðlabankastjóra um „sterka stöðu heimilanna“ sem „ráða vel við þetta“ eru í besta falli hlægilegar enda litaðar af einhvers konar raunveruleikafirringu sem erfitt er að skilja, hvað þá réttlæta. Það er því miður fyrirsjáanlegt að þetta ástand er langvarandi því jafnvel þó Seðlabankinn myndi byrja að lækka vexti á næsta vaxtadegi er ljóst að það mun taka mánuði ef ekki ár, að koma vöxtum aftur niður í viðráðanlega tölu. Við þurfum því að finna aðrar lausnir en stýrivaxtahækkanir. Skilum peningunum aftur „heim“ Í einfaldri mynd beitir Seðlabankinn stýrivöxtum í verðbólgu til að draga úr því fjármagni sem heimilin hafa þannig að þau eyði minna svo að verðbólga minnki. En það er hægt að minnka ráðstöfunarfé heimilanna með öðrum hætti, þannig að það renni ekki bara beint í yfirfullar fjárhirslur bankanna, engum til gagns, heldur komi heimilunum sjálfum að gagni þó síðar verði. Það er nefnilega alls ekki ásættanlegt að fjármálastofnanir hagnist á verðbólgu, ekki síst vegna þess að þær geta haft gríðarleg áhrif á hana hvort sem er með aðgerðum sínum eða aðgerðaleysi. Tillaga okkar er því sú að ríkisstjórnin setji lög um að taka tímabundið upp þrepaskiptann skyldusparnað til að slá á einkaneyslu. Það er frumskilyrði að þessi skyldusparnaður væri þrepaskiptur, sem myndi þýða að þeir sem mest hafa og viðhalda þenslunni, myndu spara mest og þar með myndi lausafé í umferð minnka verulega og slá á verðbólguna. Með þessu væri fé heimilanna ekki beint til bankanna, engum til góðs, heldur ættu heimilin það til síðari nota og því væri hægt að veita út í hagkerfið þegar þörf væri á innspýtingu. Áhrifin væru þau að Seðlabankinn þyrfti ekki að beita vaxtatækinu af jafn mikilli hörku og hann gerir nú til að bregðast við aukinni verðbólgu, hann gæti jafnvel alveg sleppt vaxtahækkunum því skyldusparnaðurinn myndi minnka ráðstöfunarfé heimilanna eins og vaxtahækkunum er ætlað að gera. Ef hætt væri að beita vaxtahækkunum myndi húsnæðiskostnaður heimilanna haldast nokkuð stöðugur, hvort sem um væri að ræða lán eða leigu, því það er staðreynd að auk þess að hækka greiðslubyrði lána skila vaxtahækkanir sér beint inn í leiguverð og bitna jafnframt helst á fyrstu kaupendum, ungum fjölskyldum sem mest skulda. Með þrepaskiptum skyldusparnaði væri hægt að hlífa lægstu tekjutíundunum að miklu eða öllu leyti, á meðan að þunginn af þessum „kostnaði“ myndi færast þangað sem hann á heima; til þeirra sem mest hafa á milli handanna og minnst skulda, og valda þar með meiri þenslu en hin sem rétt eiga í sig og á. Er hægt að þvinga fólk í sparnað? Undirrituð stakk upp á þessu við fjármálaráðherra í umræðum í þinginu síðustu viku. Þær má lesa eða horfa á hér. Við það tækifæri sagði fjármálaráðherra: „Ég held að hugmyndin um þrepaskiptann skyldusparnað sé alls ekki galin og að hún geti komið að góðum notum við aðstæður eins og þessar. Það þyrfti hins vegar að fara mjög vandlega yfir það hvernig það yrði útfært.“ Þessi viðbrögð ráðherra eru jákvæð og við tökum undir að það þyrfti að huga vel að útfærslunni. Til dæmis ætti þessi aðgerð ekki að eiga við þau sem minnst hafa á milli handanna og finna þarf út hvar mörk þrepaskiptingar ættu að liggja. Auk þess þarf að finna raunhæfa prósentu sem myndi ná tilætluðum árangri án þess að sliga heimilin. Í seinni ræðu sinni sagði ráðherra: „Hugmyndin sem hv. þingmaður nefnir hér er í raun og veru um það að taka af ráðstöfunarfé heimilanna, að þvinga heimilin til að leggja til hliðar af sparnaði sínum í stað þess að fara vaxtahækkunarleiðina. Út frá efnahagslegu sjónarmiði þá er hægt að ná fram mikilli virkni með þessu.“ Með þrepaskiptum skyldusparnaði væri vissulega verið að „þvinga“ fólk í sparnað en með þeim glórulausu vaxtahækkunum sem á okkur hafa dunið er þegar verið að þvinga heimilin til að greiða enn hærri upphæðir á mánuði til bankanna. Upphæðir sem þau gerðu alls ekki ráð fyrir að þurfa að greiða og ráða illa við. Þær upphæðir eru teknar „af ráðstöfunarfé heimilanna“ eins og skyldusparnaðurinn en þar væru upphæðir hins vegar mun lægri sem myndu svo skila sér aftur til heimilanna á síðari stigum. Viðbrögð fjármálaráðherra lofa góðu. Þrepaskiptur skyldusparnaður myndi koma í staðinn fyrir vaxtagreiðslurnar sem fólk er nú að inna að hendi og hann myndi alls ekki þurfa að vera jafn hár. Hversu hár skyldusparnaðurinn yrði þurfa sérfræðingar hjá ríkinu að reikna út. Til að slá á einhverja tölu þá getum við tekið dæmi um að hann yrði 10% hjá þeim sem eru í meðaltekjum. Það myndi þýða um 70.000 krónur á mánuði, sem flesta myndi vissulega muna um, en er engu að síður margfalt minna en flest heimili eru að greiða núna vegna vaxtahækkanna Seðlabankans. Auk þess sem þetta fé kæmi aftur „heim“ þegar verðbólgan hefði hjaðnað og þörf væri á innspýtingu. Ef það væri eftir eitt ár, ætti þetta heimili 840.000 í sparnaði í stað þess að hafa greitt bankanum 2,4 milljónir aukalega vegna vaxtahækkana á einu ári, og fá ekkert af því til baka. Ef talan væri 10% fyrir meðallaun væri hún kannski 15% á milljón og svo stighækkandi, þannig að þau sem mest eiga, minnst skulda og valda hvað mestri þenslu, þyrftu að spara mest. Á þessu myndu allir græða og, þó við tökum undir með fjármálaráðherra að þetta þurfi að útfæra vandlega, þá sjáum við ekki að útfærslan þurfi að vera flókin. Það þarf bara að ganga í verkið því þó þetta sé kannski ekki gallalaus hugmynd, þá er hún mun betri en það ástand sem við búum núna við, sem mun skapa hér langvarandi kreppu og valda heimilismissi þúsunda. Það er allt betra en það. Fáum peningana aftur heim! Höfundar eru annars vegar þingmaður Flokks fólksins og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og hins vegar formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Seðlabankinn Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Ásthildur Lóa Þórsdóttir Ragnar Þór Ingólfsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er sorgleg staðreynd að staða heimilanna í landinu þarf ekki að vera jafn slæm og raun ber vitni. Það er ekki hægt að kenna verðbólgunni um hana. Staða heimilanna er slæm af því að það hefur verið ákveðið að hún skuli vera slæm. Það er ekki flóknara en svo að um það hefur verið tekin meðvituð ákvörðun. Vaxtahækkanir eru ekki lögmál í verðbólgu. Það getur vel verið að þær virki stundum en það fer þá líka alveg eftir því hvað veldur verðbólgunni hverju sinni. Það er alveg ljóst að vaxtahækkanir eru ekki að virka núna, því nú þegar er búið að gera tólf tilraunir og árangurinn er lítill sem enginn. Það var reyndar algjörlega fyrirséð því hækkun húsnæðiskostnaðar heimila á Íslandi mun augljóslega ekki hafa áhrif á hækkandi vöruverð út í heimi, hvort sem það stafar af Covid eða stríði í Úkraínu og þess vegna er ámælisvert, svo ekki sé kveðið sterkar að orði, að Seðlabankinn skuli halda áfram á þessari glötunarbraut. Flest heimili myndu ráða við 10% verðbólgu. 10% verðbólga þýðir 10.000 króna hækkun á útgjöldum hafi þau verið 100.000 á mánuði og 50.000 hafi útgjöld vegna matarkaupa og annarra nauðsynja verið 500.000. Flest heimili eru sennilega einhversstaðar þarna á milli með sín mánaðarlegu útgjöld og gætu, ef þetta væri þeim ofviða, gripið til sparnaðarráða eins og að kaupa ódýrar inn og sleppa einhverjum „lúxus“, minnkað akstur og bakað pizzurnar heima í stað þess að panta, svo einhver dæmi séu tekin. Öðru máli gegnir um húsnæðiskostnað. Hann er ein stór blokk í heimilisbókhaldinu sem annað hvort er greiddur eða ekki. Þar er ekkert hægt að hagræða og engir afslættir veittir. Heimili sem stendur frammi fyrir 30.000 króna hækkun útgjalda vegna verðbólgu, þarf núna að auki að horfast í augu við 150.000 – 250.000 króna hækkun útgjalda á hverjum mánuði vegna húsnæðiskostnaðar. Kaldhæðni málsins er sú að sá kostnaður er að sögn lagður á heimilið til að bjarga því undan 30.000 króna kostnaðaraukanum, svo fáránleg röksemdafærsla sem það nú er. Seðlabankinn hefur tífaldað vexti Þegar Seðlabankinn hóf vaxtahækkunarfylliríið sitt, voru stýrivextir hans 0,75%. Þeir eru núna tíu sinnum hærri, eða 7,5%. Á þeim tíma voru vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum u.þ.b. 3% þannig að vaxtagreiðslur af 40 milljón króna láni voru 100.000 krónur á mánuði. Núna er a.m.k. einn banki búin að boða hækkun upp í 9% og hinir munu væntanlega fylgja fljótlega í kjölfarið. 9% vextir á 40 milljón króna láni eru 300.000 krónur á mánuði og á 50 milljón króna láni hafa vaxtagreiðslur þá farið úr 125.000 krónum á mánuði upp í 375.000 krónur. Þetta ráða venjuleg heimili ekki við nema í mjög skamman tíma. Um það þarf ekki að deila og hártoganir fjármálaráðherra og Seðlabankastjóra um „sterka stöðu heimilanna“ sem „ráða vel við þetta“ eru í besta falli hlægilegar enda litaðar af einhvers konar raunveruleikafirringu sem erfitt er að skilja, hvað þá réttlæta. Það er því miður fyrirsjáanlegt að þetta ástand er langvarandi því jafnvel þó Seðlabankinn myndi byrja að lækka vexti á næsta vaxtadegi er ljóst að það mun taka mánuði ef ekki ár, að koma vöxtum aftur niður í viðráðanlega tölu. Við þurfum því að finna aðrar lausnir en stýrivaxtahækkanir. Skilum peningunum aftur „heim“ Í einfaldri mynd beitir Seðlabankinn stýrivöxtum í verðbólgu til að draga úr því fjármagni sem heimilin hafa þannig að þau eyði minna svo að verðbólga minnki. En það er hægt að minnka ráðstöfunarfé heimilanna með öðrum hætti, þannig að það renni ekki bara beint í yfirfullar fjárhirslur bankanna, engum til gagns, heldur komi heimilunum sjálfum að gagni þó síðar verði. Það er nefnilega alls ekki ásættanlegt að fjármálastofnanir hagnist á verðbólgu, ekki síst vegna þess að þær geta haft gríðarleg áhrif á hana hvort sem er með aðgerðum sínum eða aðgerðaleysi. Tillaga okkar er því sú að ríkisstjórnin setji lög um að taka tímabundið upp þrepaskiptann skyldusparnað til að slá á einkaneyslu. Það er frumskilyrði að þessi skyldusparnaður væri þrepaskiptur, sem myndi þýða að þeir sem mest hafa og viðhalda þenslunni, myndu spara mest og þar með myndi lausafé í umferð minnka verulega og slá á verðbólguna. Með þessu væri fé heimilanna ekki beint til bankanna, engum til góðs, heldur ættu heimilin það til síðari nota og því væri hægt að veita út í hagkerfið þegar þörf væri á innspýtingu. Áhrifin væru þau að Seðlabankinn þyrfti ekki að beita vaxtatækinu af jafn mikilli hörku og hann gerir nú til að bregðast við aukinni verðbólgu, hann gæti jafnvel alveg sleppt vaxtahækkunum því skyldusparnaðurinn myndi minnka ráðstöfunarfé heimilanna eins og vaxtahækkunum er ætlað að gera. Ef hætt væri að beita vaxtahækkunum myndi húsnæðiskostnaður heimilanna haldast nokkuð stöðugur, hvort sem um væri að ræða lán eða leigu, því það er staðreynd að auk þess að hækka greiðslubyrði lána skila vaxtahækkanir sér beint inn í leiguverð og bitna jafnframt helst á fyrstu kaupendum, ungum fjölskyldum sem mest skulda. Með þrepaskiptum skyldusparnaði væri hægt að hlífa lægstu tekjutíundunum að miklu eða öllu leyti, á meðan að þunginn af þessum „kostnaði“ myndi færast þangað sem hann á heima; til þeirra sem mest hafa á milli handanna og minnst skulda, og valda þar með meiri þenslu en hin sem rétt eiga í sig og á. Er hægt að þvinga fólk í sparnað? Undirrituð stakk upp á þessu við fjármálaráðherra í umræðum í þinginu síðustu viku. Þær má lesa eða horfa á hér. Við það tækifæri sagði fjármálaráðherra: „Ég held að hugmyndin um þrepaskiptann skyldusparnað sé alls ekki galin og að hún geti komið að góðum notum við aðstæður eins og þessar. Það þyrfti hins vegar að fara mjög vandlega yfir það hvernig það yrði útfært.“ Þessi viðbrögð ráðherra eru jákvæð og við tökum undir að það þyrfti að huga vel að útfærslunni. Til dæmis ætti þessi aðgerð ekki að eiga við þau sem minnst hafa á milli handanna og finna þarf út hvar mörk þrepaskiptingar ættu að liggja. Auk þess þarf að finna raunhæfa prósentu sem myndi ná tilætluðum árangri án þess að sliga heimilin. Í seinni ræðu sinni sagði ráðherra: „Hugmyndin sem hv. þingmaður nefnir hér er í raun og veru um það að taka af ráðstöfunarfé heimilanna, að þvinga heimilin til að leggja til hliðar af sparnaði sínum í stað þess að fara vaxtahækkunarleiðina. Út frá efnahagslegu sjónarmiði þá er hægt að ná fram mikilli virkni með þessu.“ Með þrepaskiptum skyldusparnaði væri vissulega verið að „þvinga“ fólk í sparnað en með þeim glórulausu vaxtahækkunum sem á okkur hafa dunið er þegar verið að þvinga heimilin til að greiða enn hærri upphæðir á mánuði til bankanna. Upphæðir sem þau gerðu alls ekki ráð fyrir að þurfa að greiða og ráða illa við. Þær upphæðir eru teknar „af ráðstöfunarfé heimilanna“ eins og skyldusparnaðurinn en þar væru upphæðir hins vegar mun lægri sem myndu svo skila sér aftur til heimilanna á síðari stigum. Viðbrögð fjármálaráðherra lofa góðu. Þrepaskiptur skyldusparnaður myndi koma í staðinn fyrir vaxtagreiðslurnar sem fólk er nú að inna að hendi og hann myndi alls ekki þurfa að vera jafn hár. Hversu hár skyldusparnaðurinn yrði þurfa sérfræðingar hjá ríkinu að reikna út. Til að slá á einhverja tölu þá getum við tekið dæmi um að hann yrði 10% hjá þeim sem eru í meðaltekjum. Það myndi þýða um 70.000 krónur á mánuði, sem flesta myndi vissulega muna um, en er engu að síður margfalt minna en flest heimili eru að greiða núna vegna vaxtahækkanna Seðlabankans. Auk þess sem þetta fé kæmi aftur „heim“ þegar verðbólgan hefði hjaðnað og þörf væri á innspýtingu. Ef það væri eftir eitt ár, ætti þetta heimili 840.000 í sparnaði í stað þess að hafa greitt bankanum 2,4 milljónir aukalega vegna vaxtahækkana á einu ári, og fá ekkert af því til baka. Ef talan væri 10% fyrir meðallaun væri hún kannski 15% á milljón og svo stighækkandi, þannig að þau sem mest eiga, minnst skulda og valda hvað mestri þenslu, þyrftu að spara mest. Á þessu myndu allir græða og, þó við tökum undir með fjármálaráðherra að þetta þurfi að útfæra vandlega, þá sjáum við ekki að útfærslan þurfi að vera flókin. Það þarf bara að ganga í verkið því þó þetta sé kannski ekki gallalaus hugmynd, þá er hún mun betri en það ástand sem við búum núna við, sem mun skapa hér langvarandi kreppu og valda heimilismissi þúsunda. Það er allt betra en það. Fáum peningana aftur heim! Höfundar eru annars vegar þingmaður Flokks fólksins og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og hins vegar formaður VR.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun