Samkvæmislífið

Samkvæmislífið

Fréttir af fólki að gera sér glaðan dag við hin ýmsu tilefni.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ástin blómstraði í karókí

Ofurskvísan Brynja Bjarnadóttir tryllti lýðinn á barnum Nínu síðastliðið fimmtudagskvöld en hún stendur fyrir vikulegum karókíkvöldum þar. Arnar Gauti hennar heittelskaði var á svæðinu og tóku þau nokkur lög saman. 

Lífið
Fréttamynd

For­seta­hjónin mættu á frum­sýningu Sigur­vilja

Íslenska heimildamyndin Sigurvilji var frumsýnd í Laugarásbíói á laugardag fyrir fullum sal. Mikil stemning var meðal frumsýningargesta og eftirvæntingin mikil að sögn forsvarsmanna myndarinnar. Halla Tómasdóttir forseti og Björn Skúlason eiginmaður forseta voru meðal frumsýningargesta.

Lífið
Fréttamynd

Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans

Það var gríðarleg stemning á Listasafni Íslands síðastliðinn föstudag þar sem gestir flykktust að til að taka þátt í Safnanótt. Safnahús Listasafns Íslands voru full út úr dyrum fram eftir kvöldi enda nóg um að vera.

Lífið
Fréttamynd

Kú­rekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu

Eitt sögufrægasta þorrablót landsins, sjálft Kommablótið á Neskaupsstað var haldið síðastliðinn laugardag í 59. skiptið. Venju samkvæmt var skemmtanametið slegið og í þetta skiptið var þemað í anda villta vestursins.

Lífið
Fréttamynd

Mamma mætti á frum­sýningu Fjallsins

Það var húsfyllir og eftirvænting í lofti þegar kvikmynd Ásthildar Kjartansdóttur, Fjallið var frumsýnd í Sambíóunum Kringlunni á þriðjudagskvöld. Meðal þeirra sem létu sjá sig var Erpur Eyvindarson rappari sem gjarnan er þekktur sem Blaz Roca.

Lífið
Fréttamynd

Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned

Það var margt um manninn á hátíðarfrumsýningu The Damned í Smárabíói á fimmtudagskvöld. Joe Cole, einn af aðalleikurum myndarinnar, sem fólk kannast við úr þáttaröðinni Peaky Blinders mætti á svæðið við mikla lukku viðstaddra. 

Lífið
Fréttamynd

Svona var stemmningin við setningu Al­þingis

Þingsetningarathöfnin hefst klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, starfsaldursforseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu. Athöfnin verður í beinni á Vísi. 

Innlent
Fréttamynd

Seldist upp á einni mínútu

Tólf hundruð manns mættu og skemmtu sér saman þegar Fram boðaði til Þorrablóts 113 í Framhöllinni í Grafarholti um helgina. Þar voru Framsóknarmenn og borgarfulltrúar atkvæðamiklir en það seldist upp á þorrablótið á einni mínútu og var stemningin eftir því.

Lífið
Fréttamynd

Ekki bara þorra­blót heldur líka Reifiblót

Það var mikil stemning og gleði meðal Hornfirðinga og nærsveitunga á Þorrablóti Hafnar sem var haldið í íþróttahúsi bæjarins síðastliðið laugardagskvöld. Um 500 manns mættu á blótið og skemmtu sér langt fram eftir kvöldi.

Lífið
Fréttamynd

Ás­laug Arna og KFC á þorra­blóti Aftur­eldingar

Mikil gleði var á þorrablóti Aftureldingar sem var haldið í íþróttahúsinu að Varmá síðastliðið laugardagskvöld. Um eitt þúsund Mosfellingar komu saman og blótuðu þorrann, en um er að ræða þeirra fjölmennasta þorrablót hingað til.

Lífið
Fréttamynd

Stærsta þorra­blót landsins

Kópavogsbúar héldu stærsta þorrablót landsins í Kórnum í kvöld og mættu um 2.500 manns. Fyrir blótið safnaðist fólk saman í liggur við öðru hverju húsi til að lífga upp á mánuðinn.

Lífið
Fréttamynd

Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breið­holti

Breiðhyltingar fögnuðu þorranum vel og rækilega á þorrablóti ÍR-inga sem fór fram í íþróttahúsi félagsins á laugardagskvöld. Skemmtikraftarnir Auðunn Blöndal og Steinþór Hróar Steinþórsson voru veislustjórar kvöldins og skemmtu þeir gestum af sinni alkunnu snilld.

Lífið