Hækkun leigu og íbúðaverðs í boði ríkisvaldsins Húsnæði fyrir flóttafólk er nánast uppurið eins og rakið hefur verið í fréttum. Í frétt Ríkisútvarpsins 4. mars sl. er haft eftir Gylfa Þór Þorsteinssyni, aðgerðastjóra móttöku flóttafólks, að gistiúrræði fyrir flóttafólk hér á landi verði fullt í þessari viku ef fram heldur sem horfir. Hann segir þörf á húsnæði sem geti rúmað tuttugu manns og upp úr. Skoðun 11.3.2023 13:00
Hjálpum þeim. Já, en hvernig? Hjálpum þeim, lag Axels Einarssonar við texta Jóhanns G. Jóhannssonar í flutningi Hjálparsveitarinnar skipaðri mörgum af helstu stórsöngvarum þjóðarinnar snertir taug í brjósti sérhvers manns. Skoðun 8.3.2023 08:31
Árás á þjóðríkið Við búum við hættuástand á landamærum að dómi ríkislögreglustjóra. Við horfum upp á ósjálfbæran innflutning fólks sem svarar til heils myndarlegs bæjarfélags á ári hverju. Styttist í að óbreyttu að ársskammturinn verði eins og einn Garðabær. Skoðun 3.3.2023 07:00
Ófullburða lífeyrisfrumvarp Fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp sem felur m.a. í sér tillögur um breytingar á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, lífeyrissjóðalögin, sem svo eru nefnd nr. 129/1997. Fjöldi umsagna liggur fyrir um frumvarpið og verður ekki annað sagt en það fái misjafnar móttökur. Skoðun 24. maí 2021 09:01
Fyrsta skrefið að lögleiðingu fíkniefna? Frumvarp heilbrigðisráðherra um að heimila kaup og vörslu á neysluskömmtum ávana- og fíkniefna, hefur kallað fram hörð viðbrögð í samfélaginu. Efni frumvarpsins er sótt til pírata sem hafa beitt sér fyrir því af ofurkappi undanfarin ár. Skoðun 16. maí 2021 09:00
Nýr faraldur í boði ríkisstjórnarinnar Fyrir Alþingi liggur frumvarp ríkisstjórnarinnar, samið í heilbrigðisráðuneytinu, um að ákvæði laga um ávana- og fíkniefni verði breytt á þann hátt að kaup og varsla á takmörkuðu magni ávana- og fíkniefna, svokölluðum neysluskömmtum, verði heimiluð. Skoðun 9. maí 2021 09:01
Einhverf börn útilokuð í Reykjavík Áhyggjufullir foreldrar einhverfs barns sneru sér til mín fyrir skömmu og sýndu mér bréf Reykjavíkurborgar vegna barns sem fætt er árið 2015 og á því að byrja grunnskólagöngu sína í haust. Skoðun 2. maí 2021 09:00
ESB og íslenskt fullveldi Í liðinni viku voru á Alþingi ræddar tillögur Viðreisnar um að ganga í Evrópusambandið (ESB) og að taka upp evruna sem gjaldmiðil á Íslandi. Í sjálfu sér er ágætt er að efna til umræðu um þessi mál til að draga fram helstu sjónarmið og skerpa línur um afstöðu stjórnmálaflokka til þessara málefna. Skoðun 25. apríl 2021 09:00
Tilefnislaus atlaga að kjörum eldra fólks Fyrir Alþingi liggur frumvarp fjármálaráðherra á breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Skoðun 18. apríl 2021 09:01
Ráðherrar á rangri braut Stefnubreyting á Norðurlöndum í málefnum hælisleitenda sýnist annað hvort hafa farið fram hjá íslenskum ráðamönnum eða hún er þeim þvert um geð. Þetta sést af frumvörpum sem liggja fyrir Alþingi af hálfu félagsmálaráðherra og dómsmálaráðherra og ummælum þessara ráðherra. Skoðun 11. apríl 2021 09:30
Brýnt fjárfestingarátak Nú þegar grillir í ljós við endann á göngunum í veirufárinu þarf stefnu um endurreisn þjóðarbúsins til að uppræta atvinnuleysi og efla hagsæld í landinu. Skoðun 5. apríl 2021 09:01
Svartur listi í dönsku ráðuneyti Fyrr í þessum mánuði tóku gildi í Danmörku lög um varnir gagnvart erlendum öfgaöflum sem Danir telja grafa undan dönsku samfélagi. Danskir þingmenn úr flestum stjórnmálaflokkum greiddu frumvarpi dönsku jafnaðarmannastjórnarinnar atkvæði sitt. Skoðun 28. mars 2021 09:00
Meðferð á heimilunum í hruninu og eftirleik þess Íslensk heimili voru grátt leikin í hruninu og eftirleik þess. Varnarleysi þeirra var algert gagnvart fjárhagslegum afleiðingum hrunsins. Vernd neytenda á fjármálamarkaði reyndist ekki upp á marga fiska. Skoðun 21. mars 2021 09:01
Hver er réttur hælisleitenda? Spurningunni í fyrirsögn var nýlega varpað fram af ráðherra í dönsku ríkisstjórninni, ríkisstjórn jafnaðarmanna undir forystu Mette Fredriksen. Skoðun 14. mars 2021 09:01
Ljósleiðarar og þjóðaröryggi Fyrr í mánuðinum skilaði starfshópur skýrslu til utanríkisráðherra um málefni ljósleiðara. Öryggi fjarskipta er grundvallaratriði í öryggi og vörnum hvers ríkis. Skoðun 7. mars 2021 09:01
Við þurfum Rannsóknarskýrslu heimilanna Í liðinni viku var rædd á Alþingi skýrsla um aðgerðir í stjórnsýslu samkvæmt ábendingum í rannsóknarskýrslum um hrunið. Er gagn að slíkri úttekt. Skoðun 28. febrúar 2021 09:00
Hælisleitendur: Skýr skilaboð frá Norðurlöndum Norðurlöndin hafa söðlað um í stefnu sinni í málefnum hælisleitenda. Sterkur samhljómur er með Dönum og Norðmönnum í þessum málum. Nýja stefnan felst í að veita fólki hjálp með atbeina alþjóðlegra stofnana. Skoðun 21. febrúar 2021 09:00
Stjórnarskrá gerð að rifrildismáli Alþingi hefur til meðferðar frumvarp um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins. Hún var samþykkt með 95% atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu 1944 með 98% þátttöku. Skoðun 14. febrúar 2021 09:00
Þeirra mistök - okkar stefna? Hvergi á Norðurlöndunum eru jafn margar umsóknir um alþjóðlega vernd og hér á landi sé miðað við höfðatölu. Samkvæmt upplýsingum Útlendingastofnunar sækja um vernd hér á landi sexfalt fleiri en í Noregi og Danmörku, þrefalt fleiri en í Finnlandi og nær 50% fleiri en í Svíþjóð. Skoðun 6. febrúar 2021 22:02
Varúðarmerking á verðtryggð lán Með aukinni neytendavernd er krafist varúðarmerkinga á áhættusamar vörur sem almenningur notar. Þekkt dæmi eru sígarettur sem geta valdið heilsutjóni og skoteldar vegna sprengihættu. Fjárhagsleg áhætta af verðtryggðu láni er slík að lánveitendum ætti að vera skylt að upplýsa lántakanda um hættuna sem honum stafar af láninu. Skoðun 31. janúar 2021 12:07
Hvað á barnið að heita? Fyrir Alþingi liggja tvö frumvörp sem lúta að íslenskri tungu. Forsætisráðherra gerir að tillögu sinni í frumvarpi um breytingar á stjórnarskrá að íslenska skuli vera ríkismál Íslands og skuli ríkisvaldið styðja hana og vernda. Skoðun 24. janúar 2021 11:00
Átök um bóluefni og fullveldi Árangur Íslendinga í sóttvörnum er fagnaðarefni. Enginn greindist með veirusmit í gær í fyrsta sinn frá 10. september. Nú er að þrauka þangað til nægilegt bóluefni berst til landsins. Skoðun 17. janúar 2021 10:00
Bóluefnablús Bóluefnið heldur áfram að vera helsta málið. Upplýsingar um magntölur streyma inn en enn virðist allt á huldu um afhendingartíma annað en að ekki muni fást efni fyrstu þrjá mánuði ársins nema til að þá hafi 30 þúsund manns eða rétt ríflega 8% þjóðarinnar verið bólusett. Skoðun 10. janúar 2021 10:01
Áskoranir á nýju ári Nýtt ár er runnið upp með fyrirheitum og vonum um batnandi tíð. Við blasir að kveða niður veiruna með fjöldabólusetningum og koma atvinnulífinu í fullan gang. Skoðun 3. janúar 2021 10:01
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun