IKEA innkallar METALLISK espressókönnu IKEA hefur ákveðið að innkalla METALLISK espressókönnu með öryggisventli úr ryðfríu stáli vegna slysahættu af völdum yfirþrýstings. Viðskipti innlent 8. júní 2022 08:00
Segir ekki á dagskrá hjá borginni að fjölga auglýsingaskiltum Deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg segir borgina meðvitaða um gagnrýni á fjölda auglýsingaskilta á borgarlandi og að hún sé skiljanleg. Ekki standi til að fjölga skiltum í borginni. Innlent 4. júní 2022 22:33
Harmar auglýsingavæðingu almannarýmisins Íbúa í Hlíðahverfi er ekki skemmt yfir áformum Reykjavíkurborgar um að setja upp auglýsingaskilti við Klambratún en það væri þriðja slíka skiltið á aðeins tvö hundruð metra kafla meðfram túninu. Innlent 3. júní 2022 22:31
Heimilin taka bílalán sem aldrei fyrr Alls hafa um 9.600 bifreiðar verið nýskráðar á fyrstu fimm mánuðum ársins sem er um 65 prósenta aukning frá því í fyrra. Rúmur meirihluti nýskráðra ökutækja gengur þá fyrir öllu leyti eða að hluta fyrir rafmagni og virðist því rafbílavæðingin ganga vel. Viðskipti innlent 3. júní 2022 17:30
Hækka íbúðalánavexti í annað sinn á tveimur vikum Landsbankinn hækkaði á miðvikudag vexti óverðtryggðra íbúðalána í annað sinn á um tveimur vikum. Fastir vextir á nýjum óverðtryggðum lánum til þriggja ára hækkuðu um 0,35 prósentustig og 0,30 prósentustig í tilfelli nýrra lána með föstum vöxtum til fimm ára. Neytendur 3. júní 2022 08:00
Bensínverð Orkunnar hækkar um 30 krónur með nokkrum metrum Verð á bensíni hefur aldrei verið hærra í krónum talið og er fyrirséð að það hækki enn meira á næstu vikum. Bensínfyrirtæki eiga erfitt með að skýra gríðarlegan verðmun milli eigin stöðva, jafnvel stöðva sem liggja hlið við hlið. Neytendur 2. júní 2022 21:00
Kalla eftir að stjórnvöld bregðist við síhækkandi eldsneytisverði Félag íslenskra bifreiðaeigenda kallar eftir því að stjórnvöld bregðist við síhækkandi eldsneytisverði, sem hefur aldrei verið hærra. Framkvæmdastjóri félagsins segir hækkanirnar sérstaklega koma niður á þeim sem hafi minna á milli handanna og þeim sem þurfi að ferðast langar vegalengdir. Neytendur 2. júní 2022 19:12
Kvóti fyrir rafbíla að klárast: Rafbílar gætu hækkað um meira en milljón í verði á næstu mánuðum Verð á rafbílum gæti hækkað um allt að eina og hálfa milljón á næstu mánuðum þegar fjöldakvóti fyrir skattaívilnanir stjórnvalda klárast. Miðað við núverandi sölu á rafbílum gæti kvótinn klárast í síðasta lagi eftir þrjá mánuði. Neytendur 2. júní 2022 07:00
Vara við sólhlífum í Costco sem geti valdið eldsvoða Costco á Íslandi hefur innkallað sólhlífar með sólarsellum og LED-ljósum frá SunVilla vegna hættu á því að rafhlaða þeirra ofhlaðist og valdi þannig eldsvoða og brunahættu. Viðskipti innlent 1. júní 2022 16:12
Bílaleigur stórauka bílakaup en horfa í auknum mæli til bensín- og dísilbíla Fleiri horfa nú til bensín- og dísilbíla, sérstaklega bílaleigur, eftir að verð á tengiltvinnbílum hækkaði í vor. Stóraukin umsvif bílaleiga eru meginástæða þess að sala á bílum jókst verulega á milli ára fyrstu mánuði ársins. Neytendur 1. júní 2022 10:49
Neytendastofa slær á fingur Aventuraholidays vegna „besta verðsins til Tenerife“ Neytendastofa hefur slegið á fingur Aventuraholidays ehf. fyrir að hafa birt auglýsingar þar sem því var haldið fram að ferðaskrifstofan biði upp á „Besta verðið til Tenerife í vetur“ og „Aventura tryggir bestu hótelin á Tenerife á miklu betra verði“. Neytendur 27. maí 2022 10:59
Ekkert eðlilegt við að fjölmiðlar gefi vinnu sína Viðskiptablaðið hefur takmarkað það magn efnis sem er aðgengilegt lesendum að endurgjaldslausu. Ritstjóri miðilsins segir ekkert eðlilegt við það að fjölmiðlar gefi vinnu sína og um sé að ræða mjög eðlilegt skref. Viðskipti innlent 25. maí 2022 15:32
Leggur blessun sína yfir auglýsingar Nettós um „fría heimsendingu“ Neytendastofa hefur lagt blessun sína yfir auglýsingar matvörukeðjunnar Nettós þar sem segir frá „fríum heimsendingum“ ef verslað væri fyrir meira en fimm þúsund krónur. Neytendur 25. maí 2022 13:20
Innkalla leikfangið „Mushroom teether“ Amazon hefur innkallað leikfangið „Mushroom Teether toys for Newborn Babies, Toddlers, infants, Relieve Sore Gum – BPA-Free Chew Toy “sem selt hefur verið á heimasíðu fyrirtækisins. Neytendur 24. maí 2022 14:32
Ná ekki að breyta enskuskotnum umbúðum Nóa kropps Sælgætisframleiðandinn Nói Síríus nær ekki að breyta enskuskotnum umbúðum á sumarútgáfu af Nóa kroppi þar sem búið er að dreifa nánast öllu takmörkuðu upplagi þess í verslanir. Málfræðingur við Háskóla Íslands gerði athugasemd við að umbúðirnar væru að hluta á ensku. Viðskipti innlent 24. maí 2022 12:05
Cocoa Puffs snýr aftur í verslanir Cocoa Puffs er væntanlegt aftur í verslanir á næstu dögum en morgunkornið hvarf af íslenskum markaði í byrjun seinasta árs. Uppskrift súkkulaðikúlnanna hefur nú verið breytt og er fyrsta sendingin þegar komin til landsins að sögn umboðsaðila. Viðskipti innlent 24. maí 2022 09:07
Samkeppnin ógnar sumum! Horfur eru á að samkeppni aukist enn á þeim markaði sem Nýja vínbúðin starfar, líkt og í nýlegri umfjöllun Viðskiptablaðsins er bent á að komi fram sem sérstakur áhættuþáttur í útboðslýsingu fyrir væntanlegt útboð Ölgerðarinnar. Skoðun 21. maí 2022 09:31
Verðhækkanir á hrávöru hafa áhrif á íslensk fyrirtæki Heimsmarkaðsverð á fóðri og hráefnum hefur hækkað um 43 prósent á rúmu ári og um 23 prósent síðan Rússar réðust inn í Úkraínu. Framkvæmdastjóri Reykjagarðs segir erfitt vera að gera áætlanir fram í tímann þegar óvissan er allsráðandi. Innlent 21. maí 2022 08:12
Fasteignasalar fúlir út í doktorsnema vegna tals um feita söluþóknun Fasteignaverð er í hæstu hæðum. Afleidd áhrif eru þau að söluþóknun fasteignasala, sem er prósentutala, hefur þar með rokið upp úr öllu valdi. Fasteignasalar margir vilja þó ekki kannast við að þeir séu að maka krókinn. Innlent 19. maí 2022 11:31
Er verið að njósna um þig? Aðalfundur Neytendasamtakanna samþykkti í lok síðasta árs ályktun þar sem íslensk stjórnvöld voru hvött til að tryggja stafræn réttindi neytenda á veraldarvefnum og til að beita sér fyrir banni við netauglýsingum sem byggja á persónusniði og eftirliti með notendum, svonefndum njósnaauglýsingum. Skoðun 18. maí 2022 08:00
Svínað á neytendum Innflutningur tollfrjálsra búvara frá ríkjum Evrópusambandsins eflir samkeppni á íslenzkum búvörumarkaði og stuðlar að lægra verði til neytenda. Eða það var að minnsta kosti meiningin, þegar þáverandi ráðherrar utanríkis- og landbúnaðarmála gerðu samning við Evrópusambandið árið 2015 um að stækka gagnkvæmar innflutningsheimildir án tolla, svokallaða tollkvóta. Skoðun 16. maí 2022 11:31
Pylsan kostar nú 600 krónur hjá Bæjarins beztu Pylsuvagninn Bæjarins beztu hefur hækkað verðið á pylsum og nú kostar ein pylsa með öllu 600 krónur. Verðið hækkaði fyrir tæpri viku síðan og hefur á einu og hálfu ári hækkað um 130 krónur. Neytendur 13. maí 2022 23:44
Bílabúð Benna fær ekki að áfrýja og þarf að greiða milljónir Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Bílabúðar Benna um áfrýjun á máli er varðar gallaða Porsche bifreið. Bifreiðasalan þarf að greiða milljónir vegna riftunar á kaupsamningi. Innlent 12. maí 2022 18:53
Neitar að láta Costco hafa sig enn og áfram að fífli Þórður Már Jónsson lögmaður segir að undanfarið hafi runnið á sig tvær grímur hvað varðar að versla í Costco. Hann segir að nú sé svo komið að honum líði sem verið sé að hafa sig að fífli. Neytendur 11. maí 2022 13:52
Oft um þúsund króna munur á hæsta og lægsta kílóaverðinu af fiski Oft var töluverður munur á kílóverði af fiskmeti í verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ sem framkvæmd var miðvikudaginn 4. maí. Algengast var að 20 til 40 prósenta munur væri á kílóverði af fiski í könnuninni. Neytendur 11. maí 2022 12:52
Munu krefjast þess að vaxtahækkanir verði bættar launafólki í kjaraviðræðum Formaður stéttarfélagsins VR segir glórulaust að Seðlabanki Íslands hafi ákveðið að bregðast við hækkandi húsnæðisverði og innfluttri verðbólgu með hækkun stýrivaxta. Hann segir verkalýðshreyfinguna munu gera kröfu um að hækkun stýrivaxta verði bætt upp í gerð komandi kjarasamninga. Neytendur 4. maí 2022 20:08
Leikskólagjöld hækkað hjá sautján af tuttugu sveitarfélögum Leikskólagjöld hafa hækkað sautján af tuttugu stærstu sveitarfélögum landsins. Þetta kemur fram í nýbirtri úttekt verðlagseftirlits ASÍ á breytingum á leikskólagjöldum. Viðskipti innlent 4. maí 2022 19:51
Banna bílasölum að auglýsa tilboð á notuðum bílum án fyrra verðs Neytendastofa hefur bannað bílasölunum Bílakaupum ehf. og Netbílum ehf. að auglýsa tilboð á notuðum bílum án þess að tilgreina fyrra verð. Þetta er gert eftir að bílasölurnar brugðust ekki við erindum stofnunarinnar og gerðu ekki úrbætur á vefsíðum sínum. Neytendur 4. maí 2022 13:03
Segir sorglegt að lífeyrissjóðir standi með stórfyrirtækjum en ekki launafólki Formaður Starfsgreinasambandsins segir skökku skjóta við að lífeyrissjóðirnir, sem eigi stærstan hlut í öllum helstu matvöruverslunum landsins, skuli ekki mótmæla hækkandi matvöruverði. Hækkandi vöruverð komi helst niður á neytendum, launafólki sem eigi sjóðina. Neytendur 3. maí 2022 17:53
Greiða sér út rúma tvo milljarða í arð en vara við enn meiri verðhækkunum ASÍ segir það skjóta skökku við að matvöruverslanir hækki verð á vörum sínum á sama tíma og þær skili inn margra milljarða króna hagnaði. Eigendur Haga stefna að því að greiða sér út tvo milljarða í arð í ár. Viðskipti innlent 3. maí 2022 12:53