Ekki vöruð við þúsund króna gjaldi fyrir hraðbankaúttekt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. september 2023 06:46 Í svörum Landsbankans kemur fram að ómögulegt sé að birta nákvæma upphæð í hraðbönkum áður en viðskiptavinir séu rukkaðir. Vísir/Getty Þúsund króna úttektargjald er lagt á viðskiptavini bankanna þegar þeir taka út fjárhæðir á kreditkortum sínum. Viðskiptavinir eru ekki varaðir við fyrir fram og furðar viðskiptavinur Landsbankans sig á því. Landsbankinn segir að ómögulegt að birta nákvæman kostnað við úttektir með kreditkortum þar sem gjaldskrár banka séu misjafnar. Engin viðvörun er heldur gefin í hraðbönkum Íslandsbanka og Arion banka. „Ha? Bara ha??? Krakkar! Ég fór í hraðbanka. Hjá MÍNUM viðskiptabanka. Ha? Bara í alvörunni?“ spyr Hrafndís Bára Einarsdóttir, hótelstjóri á Austurlandi, í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Þar birtir hún mynd af rukkun Landsbankans sem nemur þúsund krónum. Í samtali við Vísi segist Hrafndís hafa fengið þær skýringar að gjaldið sé tekið þar sem hún hafi verið að taka út pening af kreditkorti. Það hafi hún ekki haft hugmynd um. „Það breytir því ekki að hvergi í ferlinu er mér sagt að það verði tekin þessi gjöld. Mér finnst aðalfréttin kannski sú að fólk sé ekki upplýst um gjaldtökuna. Fyrir utan það að þúsund kall er frekar brútal upphæð, sérstaklega þar sem þú ert ekki upplýstur um neitt.“ Hrafndís segir að til allrar hamingju hafi hún tekið út nægilega háa upphæð. Hefði hún til að mynda einungis tekið út þúsund krónur eða álíka upphæð hefði það farið enn meira í taugarnar á henni að hafa ekki verið látin vita af gjaldtökunni fyrirfram. Hyggjast innleiða ábendingar í hraðbanka Vísir sendi Landsbankanum, auk Íslandsbanka og Arion banka fyrirspurn vegna málsins. Í svörum Landbankans segir að ómögulegt sé að birta nákvæman kostnað við úttektir með kreditkortum, þar sem gjaldskrár banka, á Íslandi og annars staðar, séu misjafnar og bankar rukki fyrir þessa þjónustu. „Við erum að vinna í því að koma á framfæri í hraðbönkum ábendingu til þeirra sem eru að taka út peninga af kreditkortum í hraðbönkum Landsbankans, að það kunni að vera að bankinn þeirra taki gjald fyrir þjónustuna. Við vonum að þetta birtist þeim sem nota hraðbankana okkar fljótlega. Gjald Landsbankans er birt í verðskrá bankans, undir kostnaði sem tengist kreditkortum.“ Tekið er fram í skilmálum kreditkorta bankanna að rukkað sé vegna útttöku í hraðbanka.Vísir Bent er á að þeir sem taki reiðufé út úr hraðbönkum með kreditkorti séu að taka lán, sme þeir borgi til baka þegar þeir greiða næsta kreditkortareikning. Engin færslugjöld séu kreditkortum, sem skipti í þessu samhengi ekki máli. „Gjaldið sem birtist á kortayfirliti vegna slíkrar þjónustu er vegna kostnaðar við lánið og er tilgreint í gjaldskrám útgáfubanka kortsins. Það er eins og að ofan segir, mismunandi milli útgáfubanka kreditkortanna, hvort sem þeir eru innlendir eða erlendir. Ef viðskiptavinir Landsbankans taka út eigin peninga af debetkorti í hraðbönkum Landsbankans, borga þeir ekkert gjald fyrir það og heldur ekki ef þeir taka út eigin peninga hjá gjaldkerum bankans.“ Gefa ekki heldur viðvaranir Í svörum Íslandsbanka til Vísis kemur fram að engin viðvörun sé gefin upp í hraðbönkum en það sé tekið fram í skilmálum með kreditkortum bankans. „Í verðskrá bankans kemur fram að viðskiptavinur greiðir 2,2,% af fjárhæð auk 135 kr úttektargjalds vegna úttektar með kreditkortum. Kreditkortin er eitt form af lánsviðskiptum og kostnaðurinn vegur því á móti vaxtakostnaði ásamt öðrum þáttum. Ef viðskiptavinur notar debetkortið í hraðbanka þá bætist enginn kostnaður við og því hvetjum við alla viðskiptavini að nota frekar debetkortið sitt.“ Þá kemur slíkt hið sama fram í svörum Arion banka. Almennt sé það svo að sé kreditkort frá Arion notað til úttektar í hraðbanka frá Arion banka sé gjaldtaka samkvæmt skilmálum kortsins og gjaldskrá bankans. „Gjaldtakan er ekki tilgreind sérstaklega þegar úttekt á sér stað. Rétt er að hafa í huga að úttekt úr hraðbanka með kreditkorti er í raun lántaka fram að gjalddaga kortareikningsins og tekur Arion banki gjald fyrir það sem nemur 2,2% + 130 krónum. Þannig myndi gjaldtaka vegna úttektar á 10.000 krónum nema 350 krónum (220+130).“ Engin gjaldtaka sé þegar debetkort frá Arion er notað til útttektar í hraðbanka Arion. Sé hins vegar kredit-eða debetkort frá öðrum bönkum en Arion notuð til úttektar í hraðbönkum Arion sé greitt fyrir það gjald sem nemur 1,1 prósent en að lágmarki 295 krónum. Þessi gjaldtaka er í báðum tilvikum tekin fram með skýrum hætti áður en úttekt á sér stað að sögn bankans. Neytendur Íslenskir bankar Mest lesið Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Sjá meira
„Ha? Bara ha??? Krakkar! Ég fór í hraðbanka. Hjá MÍNUM viðskiptabanka. Ha? Bara í alvörunni?“ spyr Hrafndís Bára Einarsdóttir, hótelstjóri á Austurlandi, í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Þar birtir hún mynd af rukkun Landsbankans sem nemur þúsund krónum. Í samtali við Vísi segist Hrafndís hafa fengið þær skýringar að gjaldið sé tekið þar sem hún hafi verið að taka út pening af kreditkorti. Það hafi hún ekki haft hugmynd um. „Það breytir því ekki að hvergi í ferlinu er mér sagt að það verði tekin þessi gjöld. Mér finnst aðalfréttin kannski sú að fólk sé ekki upplýst um gjaldtökuna. Fyrir utan það að þúsund kall er frekar brútal upphæð, sérstaklega þar sem þú ert ekki upplýstur um neitt.“ Hrafndís segir að til allrar hamingju hafi hún tekið út nægilega háa upphæð. Hefði hún til að mynda einungis tekið út þúsund krónur eða álíka upphæð hefði það farið enn meira í taugarnar á henni að hafa ekki verið látin vita af gjaldtökunni fyrirfram. Hyggjast innleiða ábendingar í hraðbanka Vísir sendi Landsbankanum, auk Íslandsbanka og Arion banka fyrirspurn vegna málsins. Í svörum Landbankans segir að ómögulegt sé að birta nákvæman kostnað við úttektir með kreditkortum, þar sem gjaldskrár banka, á Íslandi og annars staðar, séu misjafnar og bankar rukki fyrir þessa þjónustu. „Við erum að vinna í því að koma á framfæri í hraðbönkum ábendingu til þeirra sem eru að taka út peninga af kreditkortum í hraðbönkum Landsbankans, að það kunni að vera að bankinn þeirra taki gjald fyrir þjónustuna. Við vonum að þetta birtist þeim sem nota hraðbankana okkar fljótlega. Gjald Landsbankans er birt í verðskrá bankans, undir kostnaði sem tengist kreditkortum.“ Tekið er fram í skilmálum kreditkorta bankanna að rukkað sé vegna útttöku í hraðbanka.Vísir Bent er á að þeir sem taki reiðufé út úr hraðbönkum með kreditkorti séu að taka lán, sme þeir borgi til baka þegar þeir greiða næsta kreditkortareikning. Engin færslugjöld séu kreditkortum, sem skipti í þessu samhengi ekki máli. „Gjaldið sem birtist á kortayfirliti vegna slíkrar þjónustu er vegna kostnaðar við lánið og er tilgreint í gjaldskrám útgáfubanka kortsins. Það er eins og að ofan segir, mismunandi milli útgáfubanka kreditkortanna, hvort sem þeir eru innlendir eða erlendir. Ef viðskiptavinir Landsbankans taka út eigin peninga af debetkorti í hraðbönkum Landsbankans, borga þeir ekkert gjald fyrir það og heldur ekki ef þeir taka út eigin peninga hjá gjaldkerum bankans.“ Gefa ekki heldur viðvaranir Í svörum Íslandsbanka til Vísis kemur fram að engin viðvörun sé gefin upp í hraðbönkum en það sé tekið fram í skilmálum með kreditkortum bankans. „Í verðskrá bankans kemur fram að viðskiptavinur greiðir 2,2,% af fjárhæð auk 135 kr úttektargjalds vegna úttektar með kreditkortum. Kreditkortin er eitt form af lánsviðskiptum og kostnaðurinn vegur því á móti vaxtakostnaði ásamt öðrum þáttum. Ef viðskiptavinur notar debetkortið í hraðbanka þá bætist enginn kostnaður við og því hvetjum við alla viðskiptavini að nota frekar debetkortið sitt.“ Þá kemur slíkt hið sama fram í svörum Arion banka. Almennt sé það svo að sé kreditkort frá Arion notað til úttektar í hraðbanka frá Arion banka sé gjaldtaka samkvæmt skilmálum kortsins og gjaldskrá bankans. „Gjaldtakan er ekki tilgreind sérstaklega þegar úttekt á sér stað. Rétt er að hafa í huga að úttekt úr hraðbanka með kreditkorti er í raun lántaka fram að gjalddaga kortareikningsins og tekur Arion banki gjald fyrir það sem nemur 2,2% + 130 krónum. Þannig myndi gjaldtaka vegna úttektar á 10.000 krónum nema 350 krónum (220+130).“ Engin gjaldtaka sé þegar debetkort frá Arion er notað til útttektar í hraðbanka Arion. Sé hins vegar kredit-eða debetkort frá öðrum bönkum en Arion notuð til úttektar í hraðbönkum Arion sé greitt fyrir það gjald sem nemur 1,1 prósent en að lágmarki 295 krónum. Þessi gjaldtaka er í báðum tilvikum tekin fram með skýrum hætti áður en úttekt á sér stað að sögn bankans.
Neytendur Íslenskir bankar Mest lesið Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent