Stefna á verðhækkun hjá Netflix Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2023 09:11 Bíða á meða að tilkynna hækkunina þar til verkfalli leikara í Hollywood lýkur einnig. AP/Chris Pizzello Forsvarsmenn streymisveitunnar Netflix stefna á að hækka áskriftaverð á næstunni. Verkfalli handritshöfunda lauk nýverið og stendur til að bíða þar til verkfalli leikara lýkur einnig, áður en verðhækkanirnar verða tilkynntar en verið er að skoða að hækka verðið víða um heim. Fyrst stendur þó til að hækka verðið í Norður-Ameríku. Þetta kemur fram í frétt Wall Street Journal en ekki liggur fyrir hve mikið áskriftarverðið á að hækka. Undanfarið ár hefur áskriftarverð streymisveita hækkað um fjórðung þar sem forsvarsmenn streymisveita hafa skipt um gír. Markmiðið er ekki lengur að sanka að sér áskrifendum, heldur að skila hagnaði. Hjá nokkrum streymisveitum hefur sú ákvörðun verið tekin að hækka verð á áskriftum án auglýsinga og bjóða einnig ódýrari áskriftarleiðir með auglýsingum. Forsvarsmenn Warner Bros. Discovery tilkynntu til að mynda í gær að áskriftarverð Discovery+, sem er ekki aðgengilegt á Íslandi, myndi hækka úr 6,99 dölum í 8,99. Ódýrari áskriftarleiðin, með auglýsingum, á áfram að kosta 4,99 dali. Sambærileg skref hafa áður verið tekin hjá Disney, Amazon og Netflix. Sjá einnig: Streymisstríðið tekur stakkaskiptum Hingað til hafa forsvarsmenn Netflix, sem hefur verið eina arðbæra streymisveitan hingað til, ekkert hækkað verð á undanförnu ári. Þess í stað var gripið til þess að reyna að draga úr því að fólk deildi lykilorðum sín á milli og fjölga áskrifendum þannig. Sjá einnig: Elta uppi Netflixsníkla á nýju ári Í frétt WSJ segir að forsvarsmenn Disney, Netflix og Warner Bros. Discovery hafi nýverið sagt að ódýrari áskriftarleið með auglýsingum, hafi reynst arðbærari á hvern notenda en dýrari áskriftarleið án auglýsinga. Víða er verið að skoða að bæta við íþróttum, til að hækka verðið á völdum áskriftarleiðum. Hjá Disney er verið að skoða að bæta við beinu íþróttaútsendingum. Það sama er upp á teningnum hjá Discovery varðandi streymisveituna Max og Apple er að selja útsendingar á viðureignir í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Netflix Amazon Disney Hollywood Apple Neytendur Mest lesið Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Atvinnulíf Fleiri fréttir Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Wall Street Journal en ekki liggur fyrir hve mikið áskriftarverðið á að hækka. Undanfarið ár hefur áskriftarverð streymisveita hækkað um fjórðung þar sem forsvarsmenn streymisveita hafa skipt um gír. Markmiðið er ekki lengur að sanka að sér áskrifendum, heldur að skila hagnaði. Hjá nokkrum streymisveitum hefur sú ákvörðun verið tekin að hækka verð á áskriftum án auglýsinga og bjóða einnig ódýrari áskriftarleiðir með auglýsingum. Forsvarsmenn Warner Bros. Discovery tilkynntu til að mynda í gær að áskriftarverð Discovery+, sem er ekki aðgengilegt á Íslandi, myndi hækka úr 6,99 dölum í 8,99. Ódýrari áskriftarleiðin, með auglýsingum, á áfram að kosta 4,99 dali. Sambærileg skref hafa áður verið tekin hjá Disney, Amazon og Netflix. Sjá einnig: Streymisstríðið tekur stakkaskiptum Hingað til hafa forsvarsmenn Netflix, sem hefur verið eina arðbæra streymisveitan hingað til, ekkert hækkað verð á undanförnu ári. Þess í stað var gripið til þess að reyna að draga úr því að fólk deildi lykilorðum sín á milli og fjölga áskrifendum þannig. Sjá einnig: Elta uppi Netflixsníkla á nýju ári Í frétt WSJ segir að forsvarsmenn Disney, Netflix og Warner Bros. Discovery hafi nýverið sagt að ódýrari áskriftarleið með auglýsingum, hafi reynst arðbærari á hvern notenda en dýrari áskriftarleið án auglýsinga. Víða er verið að skoða að bæta við íþróttum, til að hækka verðið á völdum áskriftarleiðum. Hjá Disney er verið að skoða að bæta við beinu íþróttaútsendingum. Það sama er upp á teningnum hjá Discovery varðandi streymisveituna Max og Apple er að selja útsendingar á viðureignir í MLS-deildinni í Bandaríkjunum.
Netflix Amazon Disney Hollywood Apple Neytendur Mest lesið Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Atvinnulíf Fleiri fréttir Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Sjá meira