Skipafélögin rúin trausti og Innnes skoðar að sækja bætur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. september 2023 20:58 Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness, segir Samskip og Eimskip rúin trausti. Vísir/Egill Ölgerðin ætlar að sækja bætur vegna samráðs Samskipa og Eimskipa. Fleiri félög kanna nú réttarstöðu sína og möguleika á skaðabótum. Forstjóri Innness segir skipafélögin tvö rúin trausti og sektarfjárhæð Samskipa senda skýr skilaboð. Ölgerðin tilkynnti um það í hádeginu í dag að hún skoði að sækja skaðabætur vegna samráðs skipafélaganna Samskipa og Eimskips, sem Samkeppniseftirlitið sektaði Samskip um 4,2 milljarða í síðustu viku. Fleiri félög til að mynda IKEA, sem segir í skýrslu Samkeppniseftirlitsins að hafi liðið fyrir samráðið, hafa það nú til skoðunar hvort þau fylgi Ölgerðinni eftir. „Það er til skoðunar hjá okkur líka. Þetta er á borði lögmanna okkar og gríðarleg vinna hér innandyra hafin til að átta okkur á umfanginu og réttarstöðu okkar. Við munum horfa til þess,“ segir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness. Hljóti að vera óhreint mjöl í pokahorninu Hann segir fréttir af samráðinu hafa komið verulega á óvart. „Þetta er reiðarslag, mikið áfall og gríðarumfangsmikil rannsókn verið gerð,“ segir Magnús. „Ég hefði aldrei getað ímyndað mér eða órað fyrir að þetta væri að gerast hér á landi. Að stjórnendur fyrirtækja, ef rétt reynist, komi fram með þessum hætti. Fyrir okkar starfsfólk er þetta gríðarlegt áfall.“ Innnes hafi á sínum 36 árum í rekstri átt í miklum viðskiptum við félögin tvö. Eimskip samdi við Samkeppniseftirlitið og ráða má af skýrslunni að Samskip hafi reynt að gera slíkt hið sama. „Ef maður er að semja við Samkeppniseftirlitið hlýtur að vera eitthvað óhreint mjöl í pokahorninu.“ Samskip hefur tilkynnt að þau muni áfrýja Sektarupphæðin sendi skýr skilaboð. „Það er ljóst að eftirlitið er að leggja áherslu á það að stjórnendur axli ábyrgð og átti sig á stöðunni og hvaða gjörninga er verið að fremja,“ segir Magnús. Fram kemur í skriflegu svari frá viðskiptaráðuneytinu, við fyrirspurn fréttastofu, að Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra hafi farið með minnisblað um málið fyrir ríkisstjórnina. Þá hafi Samskip tilkynnt að málinu verði áfrýjað. Rúin trausti Magnús segir félögin tvö rúin trausti. „Við lítum alltaf á okkar viðskiptavini sem vini líka. Þetta eru ekki bara viðskipti. Við lítum svo á að það hefur greinilega ekki verið nein áhersla á vinskapinn. Þetta eru bara viðskipti. Þetta er ljótt brot og sennilega það stærsta í viðskiptasögu Íslands,“ segir Magnús. „Viðskipti eru ekkert annað en mannleg samskipti. Það tekur langan tíma að byggja upp traust og trúnað en það tekur stutta stund að skemma það. Í raun og veru held ég að margir sem eru í viðskiptalífinu í dag séu það slegnir að þeir treysti hvorki einu né neinu.“ Ábyrgð Samskipa og Eimskips sé rík. „Skipafélögin eru nú ekki mörg á þessum markaði og þessi tvö skipa lykilhlutverk í flutningum til og frá landi. Við erum eyja norður í Atlantshafi. Þau bera mikla ábyrgð og við eigum okkar veru hér mikið undir þeim komið. Viðskiptasiðferði þeirra skiptir okkur gríðarlega miklu máli og ábyrgð þeirra mikil.“ Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Skipaflutningar Samkeppnismál Eimskip Neytendur Tengdar fréttir Skoða að sækja bætur vegna samráðs skipafélaganna Ölgerðin skoðar nú að sækja skaðabætur vegna samráðs skipafélagannaSamskipa og Eimskips. Forstjóri segir málið reiðarslag og að samráðið hafi valdið félaginu og neytendum verulegum skaða og stórfelldu fjárhagslegu tjóni. 6. september 2023 12:52 Á von á enn hærri sektum á næstu árum Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir brot Samskipa geta valdið miklu tjóni fyrir samfélagið, neytendur og atvinnulífið. Hann á von á enn hærri sektum í sambærilegum samkeppnismálum á næstu árum. 2. september 2023 21:00 Stjórnendur farið langt yfir strikið Formaður Neytendasamtakanna telur samráð Samskipa og Eimskip hafa skilað sér til neytenda með hærra vöruverði. Hann segir það sorglegt að stjórnendur fyrirtækjanna tveggja hafi hagað sér með þessum hætti. 2. september 2023 11:05 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sjá meira
Ölgerðin tilkynnti um það í hádeginu í dag að hún skoði að sækja skaðabætur vegna samráðs skipafélaganna Samskipa og Eimskips, sem Samkeppniseftirlitið sektaði Samskip um 4,2 milljarða í síðustu viku. Fleiri félög til að mynda IKEA, sem segir í skýrslu Samkeppniseftirlitsins að hafi liðið fyrir samráðið, hafa það nú til skoðunar hvort þau fylgi Ölgerðinni eftir. „Það er til skoðunar hjá okkur líka. Þetta er á borði lögmanna okkar og gríðarleg vinna hér innandyra hafin til að átta okkur á umfanginu og réttarstöðu okkar. Við munum horfa til þess,“ segir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness. Hljóti að vera óhreint mjöl í pokahorninu Hann segir fréttir af samráðinu hafa komið verulega á óvart. „Þetta er reiðarslag, mikið áfall og gríðarumfangsmikil rannsókn verið gerð,“ segir Magnús. „Ég hefði aldrei getað ímyndað mér eða órað fyrir að þetta væri að gerast hér á landi. Að stjórnendur fyrirtækja, ef rétt reynist, komi fram með þessum hætti. Fyrir okkar starfsfólk er þetta gríðarlegt áfall.“ Innnes hafi á sínum 36 árum í rekstri átt í miklum viðskiptum við félögin tvö. Eimskip samdi við Samkeppniseftirlitið og ráða má af skýrslunni að Samskip hafi reynt að gera slíkt hið sama. „Ef maður er að semja við Samkeppniseftirlitið hlýtur að vera eitthvað óhreint mjöl í pokahorninu.“ Samskip hefur tilkynnt að þau muni áfrýja Sektarupphæðin sendi skýr skilaboð. „Það er ljóst að eftirlitið er að leggja áherslu á það að stjórnendur axli ábyrgð og átti sig á stöðunni og hvaða gjörninga er verið að fremja,“ segir Magnús. Fram kemur í skriflegu svari frá viðskiptaráðuneytinu, við fyrirspurn fréttastofu, að Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra hafi farið með minnisblað um málið fyrir ríkisstjórnina. Þá hafi Samskip tilkynnt að málinu verði áfrýjað. Rúin trausti Magnús segir félögin tvö rúin trausti. „Við lítum alltaf á okkar viðskiptavini sem vini líka. Þetta eru ekki bara viðskipti. Við lítum svo á að það hefur greinilega ekki verið nein áhersla á vinskapinn. Þetta eru bara viðskipti. Þetta er ljótt brot og sennilega það stærsta í viðskiptasögu Íslands,“ segir Magnús. „Viðskipti eru ekkert annað en mannleg samskipti. Það tekur langan tíma að byggja upp traust og trúnað en það tekur stutta stund að skemma það. Í raun og veru held ég að margir sem eru í viðskiptalífinu í dag séu það slegnir að þeir treysti hvorki einu né neinu.“ Ábyrgð Samskipa og Eimskips sé rík. „Skipafélögin eru nú ekki mörg á þessum markaði og þessi tvö skipa lykilhlutverk í flutningum til og frá landi. Við erum eyja norður í Atlantshafi. Þau bera mikla ábyrgð og við eigum okkar veru hér mikið undir þeim komið. Viðskiptasiðferði þeirra skiptir okkur gríðarlega miklu máli og ábyrgð þeirra mikil.“
Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Skipaflutningar Samkeppnismál Eimskip Neytendur Tengdar fréttir Skoða að sækja bætur vegna samráðs skipafélaganna Ölgerðin skoðar nú að sækja skaðabætur vegna samráðs skipafélagannaSamskipa og Eimskips. Forstjóri segir málið reiðarslag og að samráðið hafi valdið félaginu og neytendum verulegum skaða og stórfelldu fjárhagslegu tjóni. 6. september 2023 12:52 Á von á enn hærri sektum á næstu árum Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir brot Samskipa geta valdið miklu tjóni fyrir samfélagið, neytendur og atvinnulífið. Hann á von á enn hærri sektum í sambærilegum samkeppnismálum á næstu árum. 2. september 2023 21:00 Stjórnendur farið langt yfir strikið Formaður Neytendasamtakanna telur samráð Samskipa og Eimskip hafa skilað sér til neytenda með hærra vöruverði. Hann segir það sorglegt að stjórnendur fyrirtækjanna tveggja hafi hagað sér með þessum hætti. 2. september 2023 11:05 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sjá meira
Skoða að sækja bætur vegna samráðs skipafélaganna Ölgerðin skoðar nú að sækja skaðabætur vegna samráðs skipafélagannaSamskipa og Eimskips. Forstjóri segir málið reiðarslag og að samráðið hafi valdið félaginu og neytendum verulegum skaða og stórfelldu fjárhagslegu tjóni. 6. september 2023 12:52
Á von á enn hærri sektum á næstu árum Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir brot Samskipa geta valdið miklu tjóni fyrir samfélagið, neytendur og atvinnulífið. Hann á von á enn hærri sektum í sambærilegum samkeppnismálum á næstu árum. 2. september 2023 21:00
Stjórnendur farið langt yfir strikið Formaður Neytendasamtakanna telur samráð Samskipa og Eimskip hafa skilað sér til neytenda með hærra vöruverði. Hann segir það sorglegt að stjórnendur fyrirtækjanna tveggja hafi hagað sér með þessum hætti. 2. september 2023 11:05