Símaverinu ekki alveg lokað en forstjóri boðar breytta tíma Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. september 2023 10:49 Magnús Hafliðason er forstjóri Domino's hér á landi. Dominos Domino's hefur ákveðið að færa pizzapantanir nánast alfarið yfir á netið. Forstjóri fyrirtækisins segir símaverið ekki alveg á bak og burt en líkir nýrri nálgun við pöntun á flugferðum. Enn verði símaþjónusta í boði fyrir þá sem hana þurfa sérstaklega. Viðmælanda fréttastofu rak í rogastans þegar hann hugðist panta sér pizzu í gegnum símaver Domino's í gærkvöldi en fékk þær upplýsingar að það væri nú eingöngu hægt á netinu. Magnús Hafliðason forstjóri Domino's segir þetta ekki alveg sannleikanum samkvæmt en boðar hins vegar breytingar. Símaþjónustan miðuð við sérþarfir „Auðvitað er netið komið til að vera. Þetta er smá [verkefni] sem við erum með í gangi núna, þetta er í raun og veru þannig að við bjóðum enn þá upp á símaþjónustuna en hún miðast kannski við þá sem hafa einhverjar sérstakar þarfir eða vantar upplýsingar eða eitthvað slíkt.“ Dæmi um sérþarfir og gætu verið hópapantanir eða reikningsviðskipti. Nú sé almennt miðað við að hefðbundnar pantanir fari í gegnum netið og er fólki sem hringir inn til að panta þangað beint. „Þetta er ekkert kannski ósvipað og með flug. Ef þú bókar flug þá er það á netinu en ef þú ert með eitthvað sérstakt, eitthvað sértilboð eða hópapantanir, þá er þjónustuver til taks. Þannig að þetta er ekkert ósvipuð nálgun að því leytinu til,“ segir Magnús. Langflestir panti á netinu Aðspurður segir hann heldri borgara, og aðra sem átt gætu í vandræðum með internetið, ekki þurfa að örvænta. „Við erum meira að segja með sérstakt númer þar sem að eldri borgarar geta hringt inn og fengið aðstoð með tæknimál eða geta ekki pantað á netinu. Það á til dæmis líka við með það þegar við erum með sértilboð, sem er eingöngu á netinu, þá erum við einnig með sérþjónustu fyrir þann hóp.“ Magnús segir að breytingin sé hluti af hefðbundinni framþróun. Langflestir panti á netinu og uni því vel. „Við sjáum líka að kúnnarnir okkar sem nota appið og vefinn að staðaldri eru ánægðari með upplifunina. Þannig að þetta er svona „win-win“ ef maður slettir; að færa þessa örfáu yfir á netið ef þeir hafa kost á því. Og ef þeir hafa ekki kost á því þá að sjálfsögðu aðstoðum við þá við að koma inn pöntun.“ Neytendur Matur Veitingastaðir Stafræn þróun Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Viðmælanda fréttastofu rak í rogastans þegar hann hugðist panta sér pizzu í gegnum símaver Domino's í gærkvöldi en fékk þær upplýsingar að það væri nú eingöngu hægt á netinu. Magnús Hafliðason forstjóri Domino's segir þetta ekki alveg sannleikanum samkvæmt en boðar hins vegar breytingar. Símaþjónustan miðuð við sérþarfir „Auðvitað er netið komið til að vera. Þetta er smá [verkefni] sem við erum með í gangi núna, þetta er í raun og veru þannig að við bjóðum enn þá upp á símaþjónustuna en hún miðast kannski við þá sem hafa einhverjar sérstakar þarfir eða vantar upplýsingar eða eitthvað slíkt.“ Dæmi um sérþarfir og gætu verið hópapantanir eða reikningsviðskipti. Nú sé almennt miðað við að hefðbundnar pantanir fari í gegnum netið og er fólki sem hringir inn til að panta þangað beint. „Þetta er ekkert kannski ósvipað og með flug. Ef þú bókar flug þá er það á netinu en ef þú ert með eitthvað sérstakt, eitthvað sértilboð eða hópapantanir, þá er þjónustuver til taks. Þannig að þetta er ekkert ósvipuð nálgun að því leytinu til,“ segir Magnús. Langflestir panti á netinu Aðspurður segir hann heldri borgara, og aðra sem átt gætu í vandræðum með internetið, ekki þurfa að örvænta. „Við erum meira að segja með sérstakt númer þar sem að eldri borgarar geta hringt inn og fengið aðstoð með tæknimál eða geta ekki pantað á netinu. Það á til dæmis líka við með það þegar við erum með sértilboð, sem er eingöngu á netinu, þá erum við einnig með sérþjónustu fyrir þann hóp.“ Magnús segir að breytingin sé hluti af hefðbundinni framþróun. Langflestir panti á netinu og uni því vel. „Við sjáum líka að kúnnarnir okkar sem nota appið og vefinn að staðaldri eru ánægðari með upplifunina. Þannig að þetta er svona „win-win“ ef maður slettir; að færa þessa örfáu yfir á netið ef þeir hafa kost á því. Og ef þeir hafa ekki kost á því þá að sjálfsögðu aðstoðum við þá við að koma inn pöntun.“
Neytendur Matur Veitingastaðir Stafræn þróun Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira