Símaverinu ekki alveg lokað en forstjóri boðar breytta tíma Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. september 2023 10:49 Magnús Hafliðason er forstjóri Domino's hér á landi. Dominos Domino's hefur ákveðið að færa pizzapantanir nánast alfarið yfir á netið. Forstjóri fyrirtækisins segir símaverið ekki alveg á bak og burt en líkir nýrri nálgun við pöntun á flugferðum. Enn verði símaþjónusta í boði fyrir þá sem hana þurfa sérstaklega. Viðmælanda fréttastofu rak í rogastans þegar hann hugðist panta sér pizzu í gegnum símaver Domino's í gærkvöldi en fékk þær upplýsingar að það væri nú eingöngu hægt á netinu. Magnús Hafliðason forstjóri Domino's segir þetta ekki alveg sannleikanum samkvæmt en boðar hins vegar breytingar. Símaþjónustan miðuð við sérþarfir „Auðvitað er netið komið til að vera. Þetta er smá [verkefni] sem við erum með í gangi núna, þetta er í raun og veru þannig að við bjóðum enn þá upp á símaþjónustuna en hún miðast kannski við þá sem hafa einhverjar sérstakar þarfir eða vantar upplýsingar eða eitthvað slíkt.“ Dæmi um sérþarfir og gætu verið hópapantanir eða reikningsviðskipti. Nú sé almennt miðað við að hefðbundnar pantanir fari í gegnum netið og er fólki sem hringir inn til að panta þangað beint. „Þetta er ekkert kannski ósvipað og með flug. Ef þú bókar flug þá er það á netinu en ef þú ert með eitthvað sérstakt, eitthvað sértilboð eða hópapantanir, þá er þjónustuver til taks. Þannig að þetta er ekkert ósvipuð nálgun að því leytinu til,“ segir Magnús. Langflestir panti á netinu Aðspurður segir hann heldri borgara, og aðra sem átt gætu í vandræðum með internetið, ekki þurfa að örvænta. „Við erum meira að segja með sérstakt númer þar sem að eldri borgarar geta hringt inn og fengið aðstoð með tæknimál eða geta ekki pantað á netinu. Það á til dæmis líka við með það þegar við erum með sértilboð, sem er eingöngu á netinu, þá erum við einnig með sérþjónustu fyrir þann hóp.“ Magnús segir að breytingin sé hluti af hefðbundinni framþróun. Langflestir panti á netinu og uni því vel. „Við sjáum líka að kúnnarnir okkar sem nota appið og vefinn að staðaldri eru ánægðari með upplifunina. Þannig að þetta er svona „win-win“ ef maður slettir; að færa þessa örfáu yfir á netið ef þeir hafa kost á því. Og ef þeir hafa ekki kost á því þá að sjálfsögðu aðstoðum við þá við að koma inn pöntun.“ Neytendur Matur Veitingastaðir Stafræn þróun Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Viðmælanda fréttastofu rak í rogastans þegar hann hugðist panta sér pizzu í gegnum símaver Domino's í gærkvöldi en fékk þær upplýsingar að það væri nú eingöngu hægt á netinu. Magnús Hafliðason forstjóri Domino's segir þetta ekki alveg sannleikanum samkvæmt en boðar hins vegar breytingar. Símaþjónustan miðuð við sérþarfir „Auðvitað er netið komið til að vera. Þetta er smá [verkefni] sem við erum með í gangi núna, þetta er í raun og veru þannig að við bjóðum enn þá upp á símaþjónustuna en hún miðast kannski við þá sem hafa einhverjar sérstakar þarfir eða vantar upplýsingar eða eitthvað slíkt.“ Dæmi um sérþarfir og gætu verið hópapantanir eða reikningsviðskipti. Nú sé almennt miðað við að hefðbundnar pantanir fari í gegnum netið og er fólki sem hringir inn til að panta þangað beint. „Þetta er ekkert kannski ósvipað og með flug. Ef þú bókar flug þá er það á netinu en ef þú ert með eitthvað sérstakt, eitthvað sértilboð eða hópapantanir, þá er þjónustuver til taks. Þannig að þetta er ekkert ósvipuð nálgun að því leytinu til,“ segir Magnús. Langflestir panti á netinu Aðspurður segir hann heldri borgara, og aðra sem átt gætu í vandræðum með internetið, ekki þurfa að örvænta. „Við erum meira að segja með sérstakt númer þar sem að eldri borgarar geta hringt inn og fengið aðstoð með tæknimál eða geta ekki pantað á netinu. Það á til dæmis líka við með það þegar við erum með sértilboð, sem er eingöngu á netinu, þá erum við einnig með sérþjónustu fyrir þann hóp.“ Magnús segir að breytingin sé hluti af hefðbundinni framþróun. Langflestir panti á netinu og uni því vel. „Við sjáum líka að kúnnarnir okkar sem nota appið og vefinn að staðaldri eru ánægðari með upplifunina. Þannig að þetta er svona „win-win“ ef maður slettir; að færa þessa örfáu yfir á netið ef þeir hafa kost á því. Og ef þeir hafa ekki kost á því þá að sjálfsögðu aðstoðum við þá við að koma inn pöntun.“
Neytendur Matur Veitingastaðir Stafræn þróun Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira