NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Cleveland setti vafasamt met í NBA-deildinni

Hversu mikið saknar Cleveland LeBron James? Ansi mikið því liðið getur nákvæmlega ekki neitt án hans og setti í nótt vafasamt met er það tapaði 24 leik sínum í röð. Það hefur engu öðru liði í NBA-deildinni tekist áður.

Körfubolti
Fréttamynd

Love tók sæti Yao Ming í stjörnuleiknum

Frákastakóngurinn Kevin Love er á leið í stjörnuleik NBA-deildarinnar. David Stern, yfirmaður deildarinnar, ákvað að gefa Love sæti Yao Ming í Vesturstrandarliðinu en Ming er meiddur og getur ekki spilað.

Körfubolti
Fréttamynd

Kidd afgreiddi Boston

Það fóru tólf leikir fram í NBA-körfuboltanum í nótt og þar bar hæst góður útisigur Dallas á Boston Celtics. Jason Kidd skoraði sigurkörfuna þegar 2,5 sekúndur voru eftir af leiknum. Dallas var þá á 10-0 siglingu sem sökkti Celtics.

Körfubolti
Fréttamynd

Griffin fyrsti nýliðinn í Stjörnuleiknum í 8 ár - fjórir Boston-menn valdir

Blake Griffin, nýliði Los Angeles Clippers, var valinn í Stjörnuleikinn í NBA-deildinni í gær líkt og Kevin Garnett, leikmaður Boston, sem um leið jafnaði met þeirra Jerry West, Shaquille O'Neal og Karl Malone með því að vera valinn í leikinn 14. árið í röð. Þjálfarar Austur- og Vesturdeildanna kusu um hvaða leikmenn fylla upp leikmannahópa Stjörnuliðanna en byrjunarlið Stjörnuliðanna voru valin af áhugafólki um NBA-deildina.

Körfubolti
Fréttamynd

Dirk Nowitzki rauf 22.000 stiga múrinn í New York

Ellefu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í gær og þar bar 113-97 sigur Dallas gegn New York á útivelli hæst. Dirk Nowitzki skoraði 29 stig fyrir Dallas og Þjóðverjinn skoraði sitt 22.000 stig á ferlinum í leiknum og er hann í 24 leikmanna frá upphafi sem hafa náð þeim árangri. Jose Barea skoraði 22 stig og er þetta í sjötta sinn í röð þar sem Dallas vinnur í Madison Square Garden.

Körfubolti
Fréttamynd

Þríeykið hjá Lakers hrökk í gang gegn Houston

Meistaralið LA Lakers batt enda á tveggja leikja taphrinu í NBA deildinni í gær með því að vinna Houston á heimavelli 114-106 í framlengdum leik. Lamar Odom fór á kostum í liði Lakers með 20 stig og 20 fráköst. Kobe Bryant var stigahæstur í liði Lakers með 32 stig og 11 fráköst. Pau Gasol skoraði 26 stig og tók 16 fráköst.

Körfubolti
Fréttamynd

Framkvæmdastjóri meistaraliðs Lakers ósáttur og íhugar breytingar

Forráðamenn meistaraliðs LA Lakers í NBA deildinni í körfubolta eru allt annað en ánægðir með gengi liðsins að undanförnu. Eftir tapleikinn gegn Boston Celtics á dögunum sagði Mitch Kupchak framkvæmdastjóri liðsins að það kæmi vel til greina að gera breytingar á liðinu áður en lokað verður fyrir leikmannaskipti þann 19. febrúar.

Körfubolti
Fréttamynd

Durant segir að Bosh sé ekki alvöru „nagli“

Kevin Durant stigahæsti leikmaður NBA deildarinnar er ekki þekktur fyrir að missa stjórn á skapi sínu en hann lenti í orðaskaki við Chris Bosh miðherja Miami Heat í gær þegar liðin áttust við. Durant og Bosh fengu báðir tæknivillu í kjölfarið en Durant skaut föstum skotum á Bosh í viðtölum eftir leikinn – sem telst vera fréttaefni því Durant hefur aldrei sagt slíkt áður.

Körfubolti
Fréttamynd

Boston sýndi styrk sinn gegn meistaraliði Lakers

Fjölmargir spennandi leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í gær þar sem að viðureign gömlu stórveldana, Boston Celtics og LA Lakers bar hæst. Meistaraliðið Lakers varð að játa sig sigrað á heimavelli í Los Angeles, 109-96, þrátt fyrir að Kobe Bryant hafi skorað 41 stig.

Körfubolti
Fréttamynd

Annað tap TCU í röð

TCU tapaði sínum öðrum leik í röð í bandaríska háskólaboltanum í nótt, í þetta sinn fyrir Air Force-skólanum, 60-55.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA í nótt: New York vann Miami

New York vann í nótt góðan sigur á Miami í NBA-deildinni í körfubolta, 93-88, þrátt fyrir að hafa verið níu stigum undir í upphafi fjórða leikhluta.

Körfubolti
Fréttamynd

Óvænt tap hjá TCU

Helena Sverrisdóttir og félagar hennar í háskólaliði TCU töpuðu í gær sínum fyrsta leik í deildakepninni á tímabilinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Peja Stojakovic samdi við Dallas Mavericks

Dallas samdi í gær við Peja Stojakovic sem er þaulreyndur skotbakvörður en hann á fylla það skarð sem Caron Butler skilur eftir – en Butler er úr leik vegna meiðsla út tímabilið. Stojakovic, sem er Serbi, hefur komið víða við á ferlinum og skorað um 17 stig að meðaltali í NBA deildinni í körfubolta.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: New Orleans endaði átta leikja sigurgöngu San Antonio

New Orleans Hornets vann sinn áttunda leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og endaði um leið átta leikja sigurgöngu San Antonio Spurs, liðsins með besta árangurinn í deildinni. Kevin Durant tryggði Oklahoma City sigur á New York með flautukörfu, Washington vann Boston, Dirk Nowitzki tryggði Dallas sigur á New Jersey sex sekúndum fyrir leikslok og 38 stig frá LeBron James hjálpuðu Miami að enda fjögurra leikja taphrinu.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Átta sigrar í röð hjá San Antonio Spurs

San Antonio Spurs er með besta árangurinn í NBA-deildinni í körfubolta og ætlar ekkert að gefa eftir. Liðið vann sinn áttunda sigur í röð í nótt og hefur aðeins tapað 6 af 43 leikjum sínum á tímabilinu. New Orleans Hornets vann sinn sjöunda leik í röð í nótt og bæði Boston Celtics og Los Angeles Lakers unnu sína leiki.

Körfubolti
Fréttamynd

Chicago lagði Dallas - Rose skoraði 26 stig

Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þa sem að sigur Chicago Bulls gegn Dallas bar hæst. Lokatölur 82-77. Derrick Rose skoraði 26 stig fyrir Bulls og hann gaf að auki 9 stoðsendingar. Þjóðverjinn Dirk Nowitzki skoraði 19 fyrir Dallas. Carlos Boozer lék ekki með Bulls þriðja leikinn í röð vegna meiðsla á ökkla.

Körfubolti
Fréttamynd

Lakers tapaði gegn Dallas – Shaq aðalmaðurinn í sigri Boston

Meistaralið LA Lakers tapaði gegn Dallas útivelli í NBA deildinni í körfubolta í gær en 13 leikir voru á dagskrá. Dallas hafði tapað sex leikjum í röð fyrir leikinn en Jason Kidd sýndi gamla takta hjá Dallas og skoraði 21 stig og gaf 10 stoðsendingar. Lakers hefur tapað tveimur af síðustu þremur leikjum sínum og skoraði Spánverjinn Pau Gasol 23 stig fyrir Lakers. Kobe Bryant skoraði 20 stig og tók 10 fráköst.

Körfubolti