NBA: Kobe yfir 40 stigin þriðja leikinn í röð - þrjú töp í röð hjá Miami Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2012 11:00 Kobe Bryant. Mynd/Nordic Photos/Getty Kobe Bryant er óstöðvandi þessa dagana í NBA-deildinni í körfubolta en hann braut 40 stiga múrinn í þriðja leiknum í röð í nótt. Miami Heat er aftur á móti í vandræðum eftir þriðja tapið í röð. Chicago Bulls vann Boston Celtics og San Antonio Spurs er áfram ósigrað á heimavelli. Dirk Nowitzki skoraði sitt 23 þúsundasta stig í NBA-deildinni í fjórða sigri Dallas í röð. Kobe Bryant skoraði 42 stig þegar Los Angeles Lakers vann 97-92 sigur á Cleveland Cavaliers en þetta er í fyrsta sinn síðan í mars 2007 sem Kobe nær að skora 40 stig eða meira í þremur leikjum í röð. Pau Gasol var með 19 stig og 10 fráköst í þessum áttunda heimasigri Lakers í röð. Kyrie Irving var stigahæstur hjá Cleveland með 21 stig. LeBron James var með 35 stig en það dugði ekki Miami Heat sem tapaði 104-117 á móti Denver Nuggets. Þetta var þriðja tap Miami-liðsins í röð og auk þess meiddist Dwyane Wade á ökkla í leiknum. Ty Lawson var stigahæstur hjá Denver með 24 stig auk þess að gefa 9 stoðsendingar og Nene skoraði 17 stig. Derrick Rose var með 25 stig þegar Chicago Bulls vann 88-79 útisigur á Boston Celtics en þetta var fjórði sigur Chicago-liðsins í röð. Chicago var 52-33 yfir í hálfleik en Boston tókst að minnka muninn í eitt stig í seinni hálfleik. Luol Deng var með 21 stig og 16 fráköst hjá Chicago en Ray Allen skoraði 16 stig fyrir Boston og Rajon Rondo var með 14 stig og 11 stoðsendingar. Kevin Love átti enn einn stórleikinn fyrir Minnesota Timberwolves þegar liðið vann 87-80 útisigur á New Orleans Hornets. Love var með 34 stig og 15 fráköst og náði því tvennu í ellefta leiknum í röð. Ricky Rubio spilaði sinn fyrsta leik í byrjunarliðinu og var með 12 stig og 9 stoðsendingar. Marco Belinelli skoraði 20 stig fyrir New Orleans. Tony Parker skoraði 20 stig og 9 stoðsendingar þegar San Antonio Spurs vann 99-83 sigur á Portland Trail Blazers en þar með hefur Spurs-liðið unnið alla átta heimaleiki sína á tímabilinu. LaMarcus Aldridge var með 29 stig hjá Portland. Dirk Nowitzki skoraði bara 11 stig í 102-76 sigri Dallas Mavericks á Milwaukee Bucks en það nægði til þess að komast yfir 23 þúsund stigin í NBA-deildinni. Jason Terry skoraði 17 stig og Vince Carter var með 16 stig í fjórða sigri Dallas í röð. Brandon Jennings var með 19 stig fyrir Milwaukee.Mynd/Nordic Photos/GettyÚrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Toronto Raptors - Indiana Pacers 90-95 Philadelphia 76Ers - Washington Wizards 120-89 Charlotte Bobcats - Detroit Pistons 81-98 Boston Celtics - Chicago Bulls 79-88 New Orleans Hornets - Minnesota Timberwolves 80-87 Houston Rockets - Sacramento Kings 103-89 Dallas Mavericks - Milwaukee Bucks 102-76 San Antonio Spurs - Portland Trail Blazers 99-83 Phoenix Suns - New Jersey Nets 103-110 Denver Nuggets - Miami Heat 117-104 Los Angeles Lakers - Cleveland Cavaliers 97-92Staðan í NBA-deildinni: Á nba.com eða yahoo.com NBA Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira
Kobe Bryant er óstöðvandi þessa dagana í NBA-deildinni í körfubolta en hann braut 40 stiga múrinn í þriðja leiknum í röð í nótt. Miami Heat er aftur á móti í vandræðum eftir þriðja tapið í röð. Chicago Bulls vann Boston Celtics og San Antonio Spurs er áfram ósigrað á heimavelli. Dirk Nowitzki skoraði sitt 23 þúsundasta stig í NBA-deildinni í fjórða sigri Dallas í röð. Kobe Bryant skoraði 42 stig þegar Los Angeles Lakers vann 97-92 sigur á Cleveland Cavaliers en þetta er í fyrsta sinn síðan í mars 2007 sem Kobe nær að skora 40 stig eða meira í þremur leikjum í röð. Pau Gasol var með 19 stig og 10 fráköst í þessum áttunda heimasigri Lakers í röð. Kyrie Irving var stigahæstur hjá Cleveland með 21 stig. LeBron James var með 35 stig en það dugði ekki Miami Heat sem tapaði 104-117 á móti Denver Nuggets. Þetta var þriðja tap Miami-liðsins í röð og auk þess meiddist Dwyane Wade á ökkla í leiknum. Ty Lawson var stigahæstur hjá Denver með 24 stig auk þess að gefa 9 stoðsendingar og Nene skoraði 17 stig. Derrick Rose var með 25 stig þegar Chicago Bulls vann 88-79 útisigur á Boston Celtics en þetta var fjórði sigur Chicago-liðsins í röð. Chicago var 52-33 yfir í hálfleik en Boston tókst að minnka muninn í eitt stig í seinni hálfleik. Luol Deng var með 21 stig og 16 fráköst hjá Chicago en Ray Allen skoraði 16 stig fyrir Boston og Rajon Rondo var með 14 stig og 11 stoðsendingar. Kevin Love átti enn einn stórleikinn fyrir Minnesota Timberwolves þegar liðið vann 87-80 útisigur á New Orleans Hornets. Love var með 34 stig og 15 fráköst og náði því tvennu í ellefta leiknum í röð. Ricky Rubio spilaði sinn fyrsta leik í byrjunarliðinu og var með 12 stig og 9 stoðsendingar. Marco Belinelli skoraði 20 stig fyrir New Orleans. Tony Parker skoraði 20 stig og 9 stoðsendingar þegar San Antonio Spurs vann 99-83 sigur á Portland Trail Blazers en þar með hefur Spurs-liðið unnið alla átta heimaleiki sína á tímabilinu. LaMarcus Aldridge var með 29 stig hjá Portland. Dirk Nowitzki skoraði bara 11 stig í 102-76 sigri Dallas Mavericks á Milwaukee Bucks en það nægði til þess að komast yfir 23 þúsund stigin í NBA-deildinni. Jason Terry skoraði 17 stig og Vince Carter var með 16 stig í fjórða sigri Dallas í röð. Brandon Jennings var með 19 stig fyrir Milwaukee.Mynd/Nordic Photos/GettyÚrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Toronto Raptors - Indiana Pacers 90-95 Philadelphia 76Ers - Washington Wizards 120-89 Charlotte Bobcats - Detroit Pistons 81-98 Boston Celtics - Chicago Bulls 79-88 New Orleans Hornets - Minnesota Timberwolves 80-87 Houston Rockets - Sacramento Kings 103-89 Dallas Mavericks - Milwaukee Bucks 102-76 San Antonio Spurs - Portland Trail Blazers 99-83 Phoenix Suns - New Jersey Nets 103-110 Denver Nuggets - Miami Heat 117-104 Los Angeles Lakers - Cleveland Cavaliers 97-92Staðan í NBA-deildinni: Á nba.com eða yahoo.com
NBA Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira