Breiðablik, KA, KR og Leiknir Reykjavík í sextán liða úrslit Breiðablik, KR og KA fóru nokkuð örugglega áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Þá vann Leiknir Reykjavík dramatískan sigur. Íslenski boltinn 19. apríl 2023 20:02
Óskar Hrafn tók málin í sínar hendur og birti næsta byrjunarlið Blika á Twitter Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur farið heldur óvenjulega leið til að koma í veg fyrir að hægt verði að leka byrjunarliði Breiðabliks í Fjölni fyrir bikarleik liðanna. Hann birti það einfaldlega á Twitter-síðu sinni. Íslenski boltinn 17. apríl 2023 17:31
Einn Bestu deildarslagur í 32-liða úrslitum og Valur mætir 5. deildarliði Dregið var í 32-liða úrslit Mjólkurbikars karla í fótbolta í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu í dag. Einn Bestu deildarslagur er á dagskrá. Íslenski boltinn 11. apríl 2023 12:35
Úrslit dagsins eftir bókinni í Mjólkurbikarnum Það hefur verið nóg að gera í Mjólkurbikar karla í fótbolta í dag en 13 leikir fóru fram í 64 liða úrslitum bikarsins í dag. Fótbolti 8. apríl 2023 17:37
Grindavík og Þróttur áfram í bikarnum Grindavík, Þróttur, Þór, Kári, Grótta og KFA tryggðu sér öll sæti í þriðju umferð Mjólkurbikarsins eftir sigra í dag. Fótbolti 6. apríl 2023 17:35
Heimaleikjabann Víkinga fellt niður Ekkert verður af fyrsta heimaleikjabanninu í sögu íslensks fótbolta, sem Víkingur Reykjavík átti að sæta, því áfrýjunardómstóll KSÍ hefur fellt úrskurð þess efnis úr gildi. Íslenski boltinn 19. október 2022 14:55
Víkingur fær heimaleikjabann vegna hegðun stuðningsmanna Víkingur Reykjavík fær hámarkssekt frá KSÍ og verður að leika næsta heimaleik sinn á hlutlausum vegna framkomu stuðningsmanna liðsins í úrslitaleik Mjólkurbikarsins gegn FH. Fótbolti 12. október 2022 19:15
Börn með tárin í augunum meðal drukkinna stuðningsmanna Faðir sem fór með börnin sín tvö á bikarúrslitaleik Víkings og FH segir að drukknir áhorfendur hafi sett svartan blett á upplifunina. Honum fannst öryggisgæslu á leiknum ábótavant. Samskiptastjóri KSÍ segir að hún hafi verið með hefðbundnum hætti og erfitt sé að koma í veg fyrir skrílslæti stuðningsmanna. Íslenski boltinn 4. október 2022 11:06
Harma hegðun „nokkurra skemmdra epla“ Knattspyrnufélagið Víkingur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem framkoma nokkurra stuðningsmanna á bikarúrslitaleiknum um helgina er hörmuð. Félagið hefur óskað eftir myndum og upptökum og vill ná tali af mönnunum. Íslenski boltinn 3. október 2022 12:20
Ingvar: „Aldrei hræddur um að við myndum tapa" Ingvar Jónsson, markvörður Víkings Reykjavíkur, var aldrei í vafa um hvoru megin sigurinn myndi lenda í úrslitaleik Mjólkurbikars karla í fótbolta í dag. Sport 1. október 2022 20:25
Júlíus: „Gríðarlega stoltur af þessu afreki" Júlíus Magnússon, fyrirliði Vikings, var að rifna úr stolti eftir að hann og liðsfélagar hans höfðu landað sigri í Mjólkurbikar karla í fótbolta þriðja skiptið í röð. Sport 1. október 2022 20:14
Arnar Bergmann: „Fannst þessi sigur verðskuldaður" Arnar Bergmann Gunnlaugsson stýrði í dag Víkingi Reykjavík til sigurs í bikarkeppni karla í fótbolta í þriðja skiptið í röð sem keppnin er haldin. Arnar Bergmann telur sigur liðsins gegn FH í úrslitaleik keppninnar þetta árið hafa verið sanngjarnan. Íslenski boltinn 1. október 2022 20:02
Nikolaj Hansen: „Gerist ekki betra en þetta" Nikolaj Hansen reyndist hetja Víkings þegar liðið lagði FH að velli í úrslitaleik Mjólkurbikars karla í fótbolta í spennuþrungnum leik á Laugardalsvelli í dag. Íslenski boltinn 1. október 2022 19:35
Umfjöllun: FH - Víkingur 2-3 | Víkingur bikarmeistari þriðja tímabilið í röð Víkingur er bikarmeistari þriðja keppnistímabilið í röð eftir dramatískan sigur á FH í bikarúrslitaleik á Laugardalsvelli í dag. Íslenski boltinn 1. október 2022 19:17
„Rokk og ról á laugardaginn“ Þrátt fyrir langan feril, bæði sem leikmaður og þjálfari, hefur Eiður Smári Guðjohnsen ekki tekið þátt í bikarúrslitleik hér á landi. En það breytist á morgun þegar hann stýrir FH í úrslitaleik Mjólkurbikars karla gegn Víkingi. Íslenski boltinn 30. september 2022 16:01
Aldrei annað staðið til en að Vanda veiti verðlaunin Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, mun ekki geta heilsað upp á leikmenn Víkings og FH fyrir bikarúrslitaleikinn á Laugardalsvelli á morgun, eins og hefð er fyrir. Hún verður á Hlíðarenda þegar leikurinn hefst. Íslenski boltinn 30. september 2022 14:04
Verið bikarmeistarar í 1.113 daga samfleytt: „Fer í sögubækurnar ef það tekst“ Arnar Gunnlaugsson er meðvitaður um að Víkingar geta komist í sögubækurnar með því að vinna FH-inga í úrslitaleik Mjólkurbikars karla á morgun. Íslenski boltinn 30. september 2022 12:01
Eiður og Sigurvin velja gallana í kostulegri auglýsingu Eiður Smári Guðjohnsen og Sigurvin Ólafsson, sem tóku við þjálfun FH í sumar, virðast ætla að velja þægindi fram yfir annað þegar kemur að fatavalinu á úrslitaleik Mjólkurbikarsins í fótbolta eftir rúma viku. Fótbolti 23. september 2022 12:30
Söngvar stuðningsmannanna kostuðu HK hundrað þúsund krónur Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ sektaði HK um hundrað þúsund krónur vegna framkomu stuðningsmanna liðsins í garð leikmanns Breiðabliks í leik liðanna í átta liða úrslitum Mjólkurbikars karla í Kórnum 19. ágúst síðastliðinn. Íslenski boltinn 2. september 2022 13:26
„Gaman að æsa aðeins og hafa gaman af þessu“ Erlingur Agnarsson var allt í öllu hjá Víkingum sem tryggðu sæti sitt í bikarúrslitum í fyrrakvöld með 3-0 sigri á Breiðabliki í undanúrslitum á Kópavogsvelli. Hann segir ríg vera milli félaganna og að Víkingar muni gera allt til að velta toppliði Bestu deildarinnar um koll í framhaldinu. Íslenski boltinn 2. september 2022 08:31
Hallgrímur: „Sleikjum sárin og svo bara áfram gakk" Hallgrímur Jónasson, annar þjálfari KA, var vitanlega svekktur eftir að norðanmenn lutu í lægra haldi fyrir FH í undanúrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta í Kaplakrika í kvöld. Fótbolti 1. september 2022 20:24
Davíð Snær: Var staðráðinn í að koma inn með krafti Daníel Snær Jóhannsson gerði gæfumuninn þegar FH tryggði sér sæti í úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu í kvöld. Daníel Snær skoraði markið sem skildi liðin að í 2-1 sigri FH auk þess að ná í vítaspyrnu sem fór reyndar forgörðum. Fótbolti 1. september 2022 20:12
Umfjöllun: FH - KA 2-1 | FH kom til baka og tryggði sér farseðilinn í bikarúrslit FH lagði KA að velli með tveimur mörkum gegn einu þegar liðin áttust við í undanúrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta í Kaplakrika í kvöld. Íslenski boltinn 1. september 2022 18:54
Umfjöllun,viðtöl og myndir: Breiðablik-Víkingur 0-3 | Bikarmeistararnir afgreiddu Blika á tuttugu mínútum Víkingur Reykjavík tryggði sér farseðilinn í úrslit Mjólkurbikarsins eftir sannfærandi 0-3 sigur. Víkingur byrjaði leikinn af miklum krafti og gerði þrjú mörk á tuttugu mínútum. Heimamenn gerðu hver mistökin á fætur öðru og Víkingur gekk á lagið.Víkingur Reykjavík mætir annað hvort FH eða KA í úrslitum Mjólkurbikarsins. Íslenski boltinn 31. ágúst 2022 22:40
Karl Friðleifur um fagnið: Ég er ekki stoltur af fagninu en það voru tilfinningar í þessu Víkingur Reykjavík vann 0-3 sigur á Breiðabliki á Kópavogsvelli og mætir annað hvort FH eða KA í úrslitum Mjólkurbikarsins. Karl Friðleifur Gunnarsson, leikmaður Víkings, sagði að markið sitt væri persónulegt gegn sínu gamla liði og tilfinningar höfðu brotist út í fagni hans. Íslenski boltinn 31. ágúst 2022 22:30
Vill slökkva í vonum Blika: „Munum brjóta ansi mörg hjörtu“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir sína menn vel stemmda fyrir stórleik kvöldsins er Víkingur tekst á við Breiðablik á Kópavogsvelli í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Íslenski boltinn 31. ágúst 2022 11:01
Umfjöllun,viðtöl og myndir: Breiðablik - Valur 1-2| Valur bikarmeistari í fjórtánda sinn Valur varð í dag Mjólkurbikarmeistarar kvenna, en þær léku til úrslita gegn Breiðablik. Þetta var 14. bikarmeistaratitill Vals í kvennaflokki og er liðið það sigursælasta í sögunni. Íslenski boltinn 27. ágúst 2022 18:00
Katrín saumaði saman gatið á höfði Damirs Katrín Ásbjörnsdóttir, framherji Stjörnunnar, sá um að hlúa að Damir Muminovic eftir sigur liðs hans Breiðabliks 1-0 á HK í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta í gærkvöld. Íslenski boltinn 20. ágúst 2022 09:30
HK sendir frá sér yfirlýsingu og biður Damir og fjölskyldu Ísaks afsökunar Í leik HK og Breiðabliks sem fram fór í kvöld fóru nokkrir stuðningsmenn HK yfir strikið og sungu níðsöngva um Damir Muminovic, leikmann Breiðabliks. Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður Breiðabliks, sagði síðan frá því að hópur af HK-ingum hafi ráðist á sjö ára systur sína fyrir að vera í Breiðabliks treyju. Sport 19. ágúst 2022 23:13
Umfjöllun,viðtöl og myndir: HK-Breiðablik 0-1| Breiðablik marði sigur í Kópavogsslagnum og mætir Víkingi í undanúrslitum 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins lauk með Kópavogsslag í Kórnum. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Omar Sowe Breiðabliki yfir á 55. mínútu. Fleiri urðu mörkin ekki og Breiðablik mætir Víkingi Reykjavík í undanúrslitum á Kópavogsvelli. Íslenski boltinn 19. ágúst 2022 22:45
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti