„Ég vil aldrei vakna úr þessu ævintýri“ Andri Már Eggertsson skrifar 16. september 2023 19:00 Arnar Gunnlaugsson með bikarinn Vísir/Hulda Margrét Víkingur vann KA 3-1 í úrslitum Mjólkurbikarsins. Víkingur hefur unnið bikarinn fjögur skipti í röð og Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var afar ánægður með afrekið. „Þetta var geggjað. Þetta er ótrúlegur hópur og ótrúlegur sigur við erfiðar aðstæður. Þetta var ekki fallegasti fótboltaleikur í heimi en við sýndum hjarta og það eru mörk í okkar liði. Við gerðum síðan það sem við höfum gert í allt sumar sem er að verjast vel og nýta skyndisóknirnar,“ sagði Arnar Gunnlaugsson eftir leik. Veðrið setti strik í reikninginn og aðstæðurnar voru erfiðar. Arnar var ánægður með hörkuna sem Víkingur sýndi. „KA barðist eins og ljón og við tókum vel á móti þeim. Þetta var ekki besti fótboltaleikur í heimi en ég vil meina að hann hafi verið skemmtilegur þar sem það voru læti, mistök og óvænt atvik. Það færðu í svona veðri og aðstæðum en á endanum fannst mér við eiga sigurinn skilið.“ Leikurinn bauð upp á mörg umdeild atvik og vafasöm mörk. Að mati Arnars átti Víkingur ekki að fá aukaspyrnu sem endaði með marki. „Fyrir mér var þetta frábær tækling hjá leikmanni KA en ekki aukaspyrna. Það átti mikið eftir að gerast og við skoruðum gott mark úr aukaspyrnu svo má deila um hvort mark KA hefði átt að standa. Svona er þetta þegar allt er undir og þá koma mistök.“ Arnar var ánægður með hvernig Víkingur nýtti föst leikatriði sem skilaði tveimur af þremur mörkum. „Við höfum lagt mikla áherslu á það í sumar að vera góðir í öllum þáttum leiksins. Það hefur verið lykilinn að vera með góð föst leikatriði og þetta eru yfirleitt 25-30 prósent af mörkum liða. Við æfum þetta mjög vel og Sölvi Geir er algjör snillingur í sínu fagi og þetta skilar sér í svona titlum.“ Aðspurður hvaða þýðingu það hefði fyrir Arnar að vera kominn með fimm titla fyrir Víking sagði Arnar að það væri algjört rugl. „Það er algjört rugl og ég meina það innilega. Ég var mjög ánægður með að hafa unnið bikarinn árið 2019. Hópurinn svarar svo vel á hverju ári og síðan koma nýjir leikmenn inn og við höldum alltaf áfram. Ég vil aldrei vakna úr þessu ævintýri.“ Víkingur er í efsta sæti Bestu-deildarinnar með 14 stiga forskot fyrir síðustu fimm leikina. Arnar hafði ekki áhyggjur af því að menn færu að slaka á. „Það er nóg af metum sem á eftir að bæta og sjá til þess að mögulega verði aldrei slegið stigamet og þess háttar. Fyrir svona hóp er nóg eftir en auðvitað er mannlegt eðli að gefa eftir. Fyrst ætlum við að tryggja okkur titilinn og síðan getum við rætt hvað menn fá langt frí,“ sagði Arnar Gunnlaugsson að lokum. Víkingur Reykjavík Mjólkurbikar karla Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
„Þetta var geggjað. Þetta er ótrúlegur hópur og ótrúlegur sigur við erfiðar aðstæður. Þetta var ekki fallegasti fótboltaleikur í heimi en við sýndum hjarta og það eru mörk í okkar liði. Við gerðum síðan það sem við höfum gert í allt sumar sem er að verjast vel og nýta skyndisóknirnar,“ sagði Arnar Gunnlaugsson eftir leik. Veðrið setti strik í reikninginn og aðstæðurnar voru erfiðar. Arnar var ánægður með hörkuna sem Víkingur sýndi. „KA barðist eins og ljón og við tókum vel á móti þeim. Þetta var ekki besti fótboltaleikur í heimi en ég vil meina að hann hafi verið skemmtilegur þar sem það voru læti, mistök og óvænt atvik. Það færðu í svona veðri og aðstæðum en á endanum fannst mér við eiga sigurinn skilið.“ Leikurinn bauð upp á mörg umdeild atvik og vafasöm mörk. Að mati Arnars átti Víkingur ekki að fá aukaspyrnu sem endaði með marki. „Fyrir mér var þetta frábær tækling hjá leikmanni KA en ekki aukaspyrna. Það átti mikið eftir að gerast og við skoruðum gott mark úr aukaspyrnu svo má deila um hvort mark KA hefði átt að standa. Svona er þetta þegar allt er undir og þá koma mistök.“ Arnar var ánægður með hvernig Víkingur nýtti föst leikatriði sem skilaði tveimur af þremur mörkum. „Við höfum lagt mikla áherslu á það í sumar að vera góðir í öllum þáttum leiksins. Það hefur verið lykilinn að vera með góð föst leikatriði og þetta eru yfirleitt 25-30 prósent af mörkum liða. Við æfum þetta mjög vel og Sölvi Geir er algjör snillingur í sínu fagi og þetta skilar sér í svona titlum.“ Aðspurður hvaða þýðingu það hefði fyrir Arnar að vera kominn með fimm titla fyrir Víking sagði Arnar að það væri algjört rugl. „Það er algjört rugl og ég meina það innilega. Ég var mjög ánægður með að hafa unnið bikarinn árið 2019. Hópurinn svarar svo vel á hverju ári og síðan koma nýjir leikmenn inn og við höldum alltaf áfram. Ég vil aldrei vakna úr þessu ævintýri.“ Víkingur er í efsta sæti Bestu-deildarinnar með 14 stiga forskot fyrir síðustu fimm leikina. Arnar hafði ekki áhyggjur af því að menn færu að slaka á. „Það er nóg af metum sem á eftir að bæta og sjá til þess að mögulega verði aldrei slegið stigamet og þess háttar. Fyrir svona hóp er nóg eftir en auðvitað er mannlegt eðli að gefa eftir. Fyrst ætlum við að tryggja okkur titilinn og síðan getum við rætt hvað menn fá langt frí,“ sagði Arnar Gunnlaugsson að lokum.
Víkingur Reykjavík Mjólkurbikar karla Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum