Ósammála Rúnari: „Menn reyna að klekkja á liðinu sem er á toppnum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 17. ágúst 2023 13:31 Arnar Gunnlaugsson skilur ummæli Rúnars en er þeim ósammála. Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, er ósammála ummælum Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, um meintan grófleika Víkinga eftir leik liðanna í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í gær. Hann skilur þó af hverju Rúnar lét ummælin falla. „Maður veit hvernig miðverðir Víkings fá að spila og hafa gert í allt sumar. Ef menn fá að hrinda eins og þeir vilja og það er aldrei dæmt, er það eitthvað sem dómarastéttin þarf að skoða og leyfa þá fleirum að ýta,“ hafði mbl.is eftir Rúnari í gær. „En sumir leikmenn, og sérstaklega einn leikmaður Víkings má hrinda í bakið á öllum leikmönnum allan leikinn og fær ekkert fyrir það og labbar út af án þess að fá spjald,“ sagði Rúnar þá við Fótbolti.net og átti þar við Oliver Ekroth, varnarmann Víkings. Víkingur vann leik gærdagsins 4-1 og er komið í úrslit bikarkeppninnar hvar þeir mæta KA í september. Ummæli Rúnars voru borin undir Arnar sem hefur heyrt slíkt áður. „Þetta eru svo sem ekki fyrstu ummælin um okkar leikmenn eftir leiki, hvað þá eftir tapleiki andstæðingsins. Þá vilja menn benda á ákveðna hluti sem hefðu getað haft áhrif. Við erum alveg vel harðir en ég held við séum ekki grófir, við förum ekki í leiki til að meiða menn. En við erum með mjög physical lið,“ „Ég er ekki sammála ummælunum. En ég skil ummælin og af hverju þau komu. Miðað við úrslit leiksins skil ég þetta,“ segir Arnar. Spjöldum fjölgað eftir ummæli Heimis Arnar segir að Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, hafi látið álíka ummæli falla fyrr í sumar. Í kjölfarið hafi spjöldumVíkinga fjölgað mjög. „Heimir kom líka með svona ummæli eftir leik okkar við FH fyrr í sumar. Þessir gaurar eru bara topp þjálfarar og klókir. Menn vekja athygli á hlutum, reyna að ná í ákveðið forskot til að reyna að klekkja á liðinu sem er á toppnum. Ég myndi gera nákvæmlega sama ef ég væri í þeirra sporum. Þetta eru bara klókir gaurar og toppþjálfarar,“ „Það sem gerðist eftir ummæli Heimis var að við byrjuðum að fá gul spjöld og rauð spjöld en höfðum verið prúðasta liðið í deildinni fram að því. Þetta er klókt en það er líka dómaranna að sjá í gegnum þetta,“ segir Arnar. Varðandi Oliver Ekroth segir Arnar hann ekki komast upp með meira en aðrir í deildinni. „Nei. Oliver er með afburða styrk og hefur spilað svona síðan hann var tíu ára. Hann fékk dæmt á sig víti í meistarar meistaranna og þá tókum við fund með honum og fórum yfir þessa hluti. Hann á til að dansa á línunni og það er ekkert flóknara en það. Hann er alls ekki grófur,“ segir Arnar. Besta deild karla Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira
„Maður veit hvernig miðverðir Víkings fá að spila og hafa gert í allt sumar. Ef menn fá að hrinda eins og þeir vilja og það er aldrei dæmt, er það eitthvað sem dómarastéttin þarf að skoða og leyfa þá fleirum að ýta,“ hafði mbl.is eftir Rúnari í gær. „En sumir leikmenn, og sérstaklega einn leikmaður Víkings má hrinda í bakið á öllum leikmönnum allan leikinn og fær ekkert fyrir það og labbar út af án þess að fá spjald,“ sagði Rúnar þá við Fótbolti.net og átti þar við Oliver Ekroth, varnarmann Víkings. Víkingur vann leik gærdagsins 4-1 og er komið í úrslit bikarkeppninnar hvar þeir mæta KA í september. Ummæli Rúnars voru borin undir Arnar sem hefur heyrt slíkt áður. „Þetta eru svo sem ekki fyrstu ummælin um okkar leikmenn eftir leiki, hvað þá eftir tapleiki andstæðingsins. Þá vilja menn benda á ákveðna hluti sem hefðu getað haft áhrif. Við erum alveg vel harðir en ég held við séum ekki grófir, við förum ekki í leiki til að meiða menn. En við erum með mjög physical lið,“ „Ég er ekki sammála ummælunum. En ég skil ummælin og af hverju þau komu. Miðað við úrslit leiksins skil ég þetta,“ segir Arnar. Spjöldum fjölgað eftir ummæli Heimis Arnar segir að Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, hafi látið álíka ummæli falla fyrr í sumar. Í kjölfarið hafi spjöldumVíkinga fjölgað mjög. „Heimir kom líka með svona ummæli eftir leik okkar við FH fyrr í sumar. Þessir gaurar eru bara topp þjálfarar og klókir. Menn vekja athygli á hlutum, reyna að ná í ákveðið forskot til að reyna að klekkja á liðinu sem er á toppnum. Ég myndi gera nákvæmlega sama ef ég væri í þeirra sporum. Þetta eru bara klókir gaurar og toppþjálfarar,“ „Það sem gerðist eftir ummæli Heimis var að við byrjuðum að fá gul spjöld og rauð spjöld en höfðum verið prúðasta liðið í deildinni fram að því. Þetta er klókt en það er líka dómaranna að sjá í gegnum þetta,“ segir Arnar. Varðandi Oliver Ekroth segir Arnar hann ekki komast upp með meira en aðrir í deildinni. „Nei. Oliver er með afburða styrk og hefur spilað svona síðan hann var tíu ára. Hann fékk dæmt á sig víti í meistarar meistaranna og þá tókum við fund með honum og fórum yfir þessa hluti. Hann á til að dansa á línunni og það er ekkert flóknara en það. Hann er alls ekki grófur,“ segir Arnar.
Besta deild karla Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira