Ósammála Rúnari: „Menn reyna að klekkja á liðinu sem er á toppnum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 17. ágúst 2023 13:31 Arnar Gunnlaugsson skilur ummæli Rúnars en er þeim ósammála. Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, er ósammála ummælum Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, um meintan grófleika Víkinga eftir leik liðanna í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í gær. Hann skilur þó af hverju Rúnar lét ummælin falla. „Maður veit hvernig miðverðir Víkings fá að spila og hafa gert í allt sumar. Ef menn fá að hrinda eins og þeir vilja og það er aldrei dæmt, er það eitthvað sem dómarastéttin þarf að skoða og leyfa þá fleirum að ýta,“ hafði mbl.is eftir Rúnari í gær. „En sumir leikmenn, og sérstaklega einn leikmaður Víkings má hrinda í bakið á öllum leikmönnum allan leikinn og fær ekkert fyrir það og labbar út af án þess að fá spjald,“ sagði Rúnar þá við Fótbolti.net og átti þar við Oliver Ekroth, varnarmann Víkings. Víkingur vann leik gærdagsins 4-1 og er komið í úrslit bikarkeppninnar hvar þeir mæta KA í september. Ummæli Rúnars voru borin undir Arnar sem hefur heyrt slíkt áður. „Þetta eru svo sem ekki fyrstu ummælin um okkar leikmenn eftir leiki, hvað þá eftir tapleiki andstæðingsins. Þá vilja menn benda á ákveðna hluti sem hefðu getað haft áhrif. Við erum alveg vel harðir en ég held við séum ekki grófir, við förum ekki í leiki til að meiða menn. En við erum með mjög physical lið,“ „Ég er ekki sammála ummælunum. En ég skil ummælin og af hverju þau komu. Miðað við úrslit leiksins skil ég þetta,“ segir Arnar. Spjöldum fjölgað eftir ummæli Heimis Arnar segir að Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, hafi látið álíka ummæli falla fyrr í sumar. Í kjölfarið hafi spjöldumVíkinga fjölgað mjög. „Heimir kom líka með svona ummæli eftir leik okkar við FH fyrr í sumar. Þessir gaurar eru bara topp þjálfarar og klókir. Menn vekja athygli á hlutum, reyna að ná í ákveðið forskot til að reyna að klekkja á liðinu sem er á toppnum. Ég myndi gera nákvæmlega sama ef ég væri í þeirra sporum. Þetta eru bara klókir gaurar og toppþjálfarar,“ „Það sem gerðist eftir ummæli Heimis var að við byrjuðum að fá gul spjöld og rauð spjöld en höfðum verið prúðasta liðið í deildinni fram að því. Þetta er klókt en það er líka dómaranna að sjá í gegnum þetta,“ segir Arnar. Varðandi Oliver Ekroth segir Arnar hann ekki komast upp með meira en aðrir í deildinni. „Nei. Oliver er með afburða styrk og hefur spilað svona síðan hann var tíu ára. Hann fékk dæmt á sig víti í meistarar meistaranna og þá tókum við fund með honum og fórum yfir þessa hluti. Hann á til að dansa á línunni og það er ekkert flóknara en það. Hann er alls ekki grófur,“ segir Arnar. Besta deild karla Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
„Maður veit hvernig miðverðir Víkings fá að spila og hafa gert í allt sumar. Ef menn fá að hrinda eins og þeir vilja og það er aldrei dæmt, er það eitthvað sem dómarastéttin þarf að skoða og leyfa þá fleirum að ýta,“ hafði mbl.is eftir Rúnari í gær. „En sumir leikmenn, og sérstaklega einn leikmaður Víkings má hrinda í bakið á öllum leikmönnum allan leikinn og fær ekkert fyrir það og labbar út af án þess að fá spjald,“ sagði Rúnar þá við Fótbolti.net og átti þar við Oliver Ekroth, varnarmann Víkings. Víkingur vann leik gærdagsins 4-1 og er komið í úrslit bikarkeppninnar hvar þeir mæta KA í september. Ummæli Rúnars voru borin undir Arnar sem hefur heyrt slíkt áður. „Þetta eru svo sem ekki fyrstu ummælin um okkar leikmenn eftir leiki, hvað þá eftir tapleiki andstæðingsins. Þá vilja menn benda á ákveðna hluti sem hefðu getað haft áhrif. Við erum alveg vel harðir en ég held við séum ekki grófir, við förum ekki í leiki til að meiða menn. En við erum með mjög physical lið,“ „Ég er ekki sammála ummælunum. En ég skil ummælin og af hverju þau komu. Miðað við úrslit leiksins skil ég þetta,“ segir Arnar. Spjöldum fjölgað eftir ummæli Heimis Arnar segir að Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, hafi látið álíka ummæli falla fyrr í sumar. Í kjölfarið hafi spjöldumVíkinga fjölgað mjög. „Heimir kom líka með svona ummæli eftir leik okkar við FH fyrr í sumar. Þessir gaurar eru bara topp þjálfarar og klókir. Menn vekja athygli á hlutum, reyna að ná í ákveðið forskot til að reyna að klekkja á liðinu sem er á toppnum. Ég myndi gera nákvæmlega sama ef ég væri í þeirra sporum. Þetta eru bara klókir gaurar og toppþjálfarar,“ „Það sem gerðist eftir ummæli Heimis var að við byrjuðum að fá gul spjöld og rauð spjöld en höfðum verið prúðasta liðið í deildinni fram að því. Þetta er klókt en það er líka dómaranna að sjá í gegnum þetta,“ segir Arnar. Varðandi Oliver Ekroth segir Arnar hann ekki komast upp með meira en aðrir í deildinni. „Nei. Oliver er með afburða styrk og hefur spilað svona síðan hann var tíu ára. Hann fékk dæmt á sig víti í meistarar meistaranna og þá tókum við fund með honum og fórum yfir þessa hluti. Hann á til að dansa á línunni og það er ekkert flóknara en það. Hann er alls ekki grófur,“ segir Arnar.
Besta deild karla Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki