Haraldur fær draum sinn uppfylltan og leikur í kvikmynd Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi Ueno og starfsmaður Twitter, hefur fengið hlutverk í kvikmynd á vegum framleiðslufyrirtækisins Warner Bros. Hann mun mæta í tökur í næstu viku. Lífið 14. apríl 2023 08:45
Segir eitt að djamma niðri í bæ en allt annað að djamma á hálendinu Ljósmyndarinn Benjamin Hardman heillaðist af Íslandi frá fyrstu heimsókn og var staðráðinn í að flytja hingað, sem hann svo gerði. Hann er hugfanginn af landslaginu og grípur stórbrotin augnablik á filmu í starfi sínu sem ljósmyndari og tökumaður en það er honum afar minnisstætt að hafa heimsótt hálendið í fyrsta skipti. Benjamin Hardman er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Menning 14. apríl 2023 07:01
Vekja athygli TIMES: Komandi kynslóðir geta hlustað á sögur sagðar með röddum ömmu og afa Fyrir rúmum tveimur og hálfu ári sögðum við frá ævintýralegri vegferð þeirra Péturs Hannesar Ólafssonar og Bjarka Viðars Garðarssonar, stofnenda fyrirtækisins ONANOFF sem þá þegar velti á annan milljarð króna með annan eigandann búsettan í Hong Kong en hinn á Akureyri. Atvinnulíf 14. apríl 2023 07:01
Kaupa allan búnað N4 og veðja á dagskrárgerð á Húsavík Framleiðslufyrirtækið Film Húsavík hefur fest kaup á öllum tækjabúnaði þrotabús norðlensku sjónvarpsstöðvarinnar N4. Einn forvarsmanna fyrirtækisins segir það ætla að veðja á innlenda dagskrárgerð á Húsavík en ekki standi til að endurvekja sjónvarpsstöðina. Viðskipti innlent 13. apríl 2023 21:55
Furðar sig á að úrskurðurinn birtist þremur árum eftir að hann féll Fyrrverandi forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar furðar sig á birtingu úrskurðar menningarmálaráðuneytisins sem tengdist styrkveitingu miðstöðvarinnar. Úrskurðurinn féll fyrir þremur árum en var ekki birtur fyrr en í síðustu viku. Innlent 13. apríl 2023 19:03
Kynntu nýja þætti úr söguheimi Game of Thrones og Harry Potter Streymisveitan HBO Max mun fá nýtt nafn, „Max“, á næstu vikum og til stendur að gera nýja þætti úr söguheimi Game of Thrones og um Harry Potter. Þetta kom fram á kynningu hjá Warner Bros. Discovery í gær. Bíó og sjónvarp 13. apríl 2023 14:11
Eyþór og Björgvin gerðu allt vitlaust þegar þeir fluttu Gullvagninn saman Í síðasta þætti af Kvöldstund með Eyþóri Inga var sjálfur Björgvin Halldórsson gestur og má með sanni segja að þeir félagar hafi farið á kostum. Lífið 13. apríl 2023 13:31
Solsidan-stjarnan Rebecka Teper er látin Sænska leikkonan Rebecka Teper, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt sem „Lussan“ í þáttunum Solsidan, er látin, fimmtug að aldri. Lífið 13. apríl 2023 11:22
Skúrinn - Næsti flytjandi kynntur til sögunnar Skúrinn hóf göngu sína á Vísi fyrr í vikunni en þar keppa sex flytjendur um bestu nýju útgáfuna af gamla góða SS pylsulaginu auk þess sem þeir flytja einnig frumsamið lag. Lífið samstarf 13. apríl 2023 10:45
Vök hitar upp fyrir Backstreet Boys Íslenska hljómsveitin Vök mun hita upp fyrir strákabandið Backstreet Boys í Nýju-Höllinni þann 28. apríl næstkomandi. Lífið 13. apríl 2023 10:31
„Ber húð gefur besta gripið á súlunni“ Í þættinum Spegilmyndin á Stöð 2 í gærkvöldi var fjallað um heilsu og hreyfingu og kynnti Marín Manda sér allskyns hreyfingu sem hentar fyrir fólk á öllum aldri. Lífið 13. apríl 2023 10:30
Sjónvarpsrýni: Feðgar og dauðir menn á ferð Þar sem þessi rýnir hefur ekki tíma til að klára allar þáttaraðir og skrifa ítarlega dóma um þær hefur hann öðru hvoru brugðið á það ráð að fara yfir nokkrar seríur á hundavaði. Hér er umfjöllun um fjórar slíkar. Gagnrýni 13. apríl 2023 08:48
Góð barnabók er gulli betri Alþjóðlegur dagur barnabókarinnar er haldinn hátíðlegur árlega í kringum 2. apríl, sem er fæðingardagur ævintýraskáldsins Hans Christian Andersen. Að þessu sinni er hann haldinn hérlendis í dag, 13. apríl. Tilgangur dagsins er að minna á mikilvægi barnabóka. Skoðun 13. apríl 2023 07:01
Gísli Örn leikstýrir Frozen á öllum Norðurlöndunum Söngleikurinn Frost byggður á Disney-myndinni Frozen verður settur á svið í Þjóðleikhúsinu næsta vetur. Gísli Örn Garðarsson er með réttinn að sýningunni á öllum Norðurlöndunum. Hann mun því ekki aðeins leikstýra uppfærslu söngleiksins hérlendis heldur einnig á hinum fjórum Norðurlöndunum. Menning 13. apríl 2023 06:01
Þrettán konur saka Depardieu um kynferðisofbeldi og áreitni Þrettán konur hafa sakað franska leikarann Gerard Depardieu um kynferðisofbeldi og áreitni. Að minnsta kosti ein kvennanna var undir lögaldri þegar hún var áreitt á tökustað af leikaranum. Erlent 12. apríl 2023 18:55
Fyrsta sýnishorn True Detective Fyrsta sýnishorn þáttanna True Detective: Night Country sem voru teknir upp hér á landi var frumsýnd í dag. Fjöldi Íslendinga kom að gerð þáttanna sem verða frumsýndir seinna á árin. Þættirnir verða sýndir samtímis í Bandaríkjunum hjá HBO og á Íslandi á Stöð 2. Bíó og sjónvarp 12. apríl 2023 18:22
Laufey á meðal umsækjenda um starf skrifstofustjóra Alls sóttu átján manns um embætti skrifstofustjóra skrifstofu menningar og fjölmiðla hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Menningar- og viðskiptaráðherra skipar í embættið til fimm ára frá og með næstu mánaðarmótum. Innlent 12. apríl 2023 14:57
Skúrinn hefur göngu sína á Vísi – fyrsti flytjandinn kynntur til sögunnar Skúrinn hefur göngu sína á Vísi í dag en þar keppa sex flytjendur um bestu nýju útgáfuna af gamla góða SS pylsulaginu auk þess sem þeir flytja einnig frumsamið lag. Lífið samstarf 12. apríl 2023 13:21
Vigdís Hafliðadóttir frumflutti lag Barnamenningarhátíðar Tónlistarkonan Vigdís Hafliðadóttir frumflutti lag Barnamenningarhátíðar árið 2023 í Engjaskóla klukkan 13 í dag. Lagið ber heitið Kæri heimur og verða nemendur skólans viðstaddir flutninginn. Lífið 12. apríl 2023 12:13
Höfðar mál gegn meðlimi Backstreet Boys fyrir nauðgun Nick Carter, einum meðlimi hljómsveitarinnar Backstreet Boys, hefur verið stefnt fyrir nauðgun. Söngkonan Melissa Schuman sakar hann um að hafa beitt sig ofbeldi fyrir tuttugu árum. Hún steig fyrst fram með ásökunina árið 2017. Þá neitaði Carter sök og gerir hann það enn samkvæmt lögmanni hans. Erlent 12. apríl 2023 12:00
Ráðgjafi vanhæfur vegna fjárhagslegra hagsmuna og fyrrverandi forstöðumaður fær vonda umsögn Menningamálaráðuneytið úrskurðaði kvikmyndaráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar vanhæfan vegna fjárhagslegra hagsmuna til að taka ákvörðun tengda umsókn um eftirvinnslustyrk kvikmyndar. Synjun umsóknarinnar var snúið við vegna þess að ekkert benti til þess að forstöðumaður sjóðsins hefði komið að ákvörðuninni og vegna skorts á rökstuðningi. Innlent 12. apríl 2023 10:14
Gaf ókunnugri stúlku hundrað ára fiðlu fyrir námið Halldór Guðmundsson leigubílstjóri gaf fyrir páska hinni fimmtán ára gömlu Arndísi Snorradóttur hundrað ára gamla fiðlu. Þau þekkjast ekki neitt en hún var að safna fé fyrir námskeiði hljóðfæranámi. Góðverkið hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum. Lífið 11. apríl 2023 21:01
Berglind Festival, Logi Geirs og Steindi skemmtu sér á forsýningu Aftureldingar Það var stemning í loftinu í Bíó Paradís nú á dögunum þegar þar fór fram forsýning á íslensku þáttaröðinni Aftureldingu. Stórskotalið íslenskra leikara kemur saman í þáttaröðinni undir leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Göggu Jónsdóttur og Elsu Maríu Jakobsdóttur. Lífið 11. apríl 2023 18:01
Stranger Things stjarna trúlofuð syni Bon Jovi Leikkonan Millie Bobby Brown og leikarinn Jake Bongiovi eru trúlofuð ef marka má nýja Instagram færslu Brown. Lífið 11. apríl 2023 15:02
Al Jaffee er látinn Verðlaunateiknarinn Al Jaffee sem teiknaði fyrir tímaritið Mad í 77 ár, er látinn 102 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir að snúa hinni svokölluðu miðopnu (e. centerfold) á höfuð sér þegar hann fann upp á the Mad Fold-in þar sem lesendur áttu að brjóta baksíðu tímaritsins saman svo það kæmi falin mynd í ljós. Lífið 11. apríl 2023 13:12
Heimalöguðu veitingarnar eina áhyggjuefni eiginmannsins Grínistinn, skemmtikrafturinn og áhrifavaldurinn Eva Ruza Miljevic hélt fermingarveislu frumburða sinna nú fyrir skemmstu. Hún segir töluverðan mun á börnunum sem eru tvíburar hvað skipulagningu varðar. Sjálf er hún, að eigin sögn, hamfarakokkur en lagði þó til heimalagaðar veitingar í veisluna sem urðu eina áhyggjuefni eiginmannsins. Lífið 11. apríl 2023 13:00
Kim Kardashian sýnir ógnvekjandi hliðar Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kim Kardashian er óhrædd við að takast á við ný og jafnvel ógnvekjandi verkefni, ef marka má nýjustu færslu hennar á samfélagsmiðlinum Instagram. Þar kom fram að Kim fari með hlutverk í væntanlegri seríu af hryllingsþáttunum American Horror Story. Bíó og sjónvarp 11. apríl 2023 10:55
Opinn fyrir því að eignast þrettánda barnið með Swift Barnamaskínan og sjónvarpskynnirinn Nick Cannon segist vera opinn fyrir því að eignast sitt þrettánda barn og það með söngkonunni Taylor Swift. Hann segist telja þau verða mjög gott par skildu þau byrja saman. Lífið 11. apríl 2023 09:32
Gítarleikari Mötley Crüe lögsækir félaga sína Mick Mars, gítarleikari þungarokkssveitarinnar Mötley Crüe kærði félaga sína á fimmtudag, 6. apríl. Krefst hann þess að afhent verði öll gögn um fjárhag sveitarinnar. Sakar hann félaga sína um að leyna fjárhagslegum upplýsingum. Erlent 10. apríl 2023 12:20
Eiga ekki pening fyrir öllu skólaárinu Félag íslenskra listdansara hefur sett á fót undirskriftalista til að skora á Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra að veita fjármunum til listdansnáms til samræmis við aðrar greinar. Greininni sé mismunað. Innlent 10. apríl 2023 11:30