„Margir héldu að ég væri endanlega búinn að missa það“ Baltasar Kormákur segir sjálfsvinnu skemmtilegasta verkefni sem hann hefur teksti á við. Baltasar, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist hafa þurft að breyta mörgu í eigin fari og þó að það sé ekki auðvelt, sé það á endanum stærsta verkefnið í lífinu. Lífið 29. maí 2024 07:00
Átök á aðalfundi og lögregla kölluð til Aðalfundi félagsins Menningartengsl Íslands og Rússlands, sem átti að fara fram í dag, var frestað eftir að til stimpinga kom við húsnæði félagsins og lögregla var kölluð til. Innlent 28. maí 2024 21:51
Bashar Murad kemur fram á endalokum LungA Listahátíðin LungA verður haldin í síðasta sinn í sumar, 15. - 21. júlí, á Seyðisfirði en 24 ár eru liðin frá því að hún var fyrst haldin. Hátíðin hefur tilkynnt flesta tónlistarmenn sem fram koma í ár en þar á meðal verður palestínski tónlistarmaðurinn Bashar Murad sem vakti mikla athygli í Söngvakeppninni í ár. Tónlist 28. maí 2024 14:20
„Við ætlum bókstaflega að rífa þakið af húsinu“ Mínusmenn blása til útgáfuveislu næstkomandi fimmtudag í plötuversluninni Smekkleysu í tilefni af endurútgáfu platnanna Halldór Laxness og Jesus Christ. Sveitin mun troða upp ásamt amerísku rokksveitinni The Messthetics ásamt tveimur meðlimum goðsagnakenndu sveitarinnar Fugazi. Tónlist 28. maí 2024 14:12
Laufey og Hugi tilnefnd til verðlauna Laufey og Hugi Guðmundsson eru tilnefnd til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs fyrir listrænt gildi. Laufey er tilnefnd fyrir plötu sína Bewitched og Hugi fyrir óratoríuna Guðspjall Maríu. Tilkynnt verður um verðlaunahafann 22. október. Lífið 28. maí 2024 11:51
Einstakt tækifæri til listnáms í Myndlistaskólanum í Reykjavík fyrir einstaklinga með þroskaskerðingu Myndlistaskólinn í Reykjavík býður fjölbreytt listnám á framhaldsskólastigi og nám á fjórða hæfnisstigi sem brúar bil milli framhaldsskóla- og háskólastigs. Einnig hefur skólinn í allmörg ár boðið einstaklingum með þroskaskerðingu eins árs diplómanám. Í listsköpun birtast oft hæfieikar einstaklinga sem hið hefðbundnda skólakerfi hefur ekki náð að draga fram. Skoðun 28. maí 2024 10:32
Balti var í hesthúsinu þegar Jason Statham hringdi „Góðu tíðindin eru að Statham myndin rokseldist í Cannes og er bara klár í slaginn,“ segir kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur um spennumynd sem hann og harðhausinn Jason Statham ætla að gera saman. Bíó og sjónvarp 28. maí 2024 07:00
Gleði og tilhlökkun fyrir fyrstu Filmu hátíðinni Kvikmyndahátíðin Filma verður haldin 29. og 30. maí í Bíó Paradís, þar sem nemendur Kvikmyndalistadeildar Listaháskóla Íslands sýna verk sín almennum áhorfendum í fyrsta skiptið. Bíó og sjónvarp 27. maí 2024 15:02
Rífandi stemning og valdefldar tónlistarkonur Tónlistarkonan María Agnesardóttir, jafnan þekkt sem MAIAA, hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi. Hún fagnaði nýrri EP plötu með pompi og prakt í skvísupartýi á Prikinu síðastliðinn föstudag þar sem þemað var stelpukraftur eða „girlpower“. Tónlist 27. maí 2024 11:31
Springsteen aflýsir nokkrum tónleikum af heilsufarsástæðum Bandaríski tónlistarmaðurinn Bruce Springsteen hefur neyðst til þess að aflýsa tónleikaferðalagi um Evrópu eftir að læknar vöruðu hann við því að það gæti haft í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu hans. Lífið 26. maí 2024 23:59
78 snúninga plötuspilarar frá 1916 og 1933 í Skógum 78 snúninga plötuspilarar frá 1916 og annar frá 1933 vekja nú mikla athygli gesta á Samgöngusafninu í Skógum undir Eyjafjöllum en rafeindavirki tók að sér að gera þá upp og færa safninu. Lífið 26. maí 2024 20:05
Kosningalag: Örþrifaráð eða snilldarútspil? Frambjóðendur reyna hvað þeir geta til að vekja athygli á sér í aðdraganda kosninga, þegar baráttan fer að harðna. Ein leiðin er að gefa út lag. Tvö slík komu út í síðastliðinni viku en fleiri hafa komið út í gegnum tíðina, með mis góðum árangri. Sum eru ódauðleg en önnur hefðu kannski betur átt að haldast ósamin. Lífið 26. maí 2024 19:09
Anora hlaut Gullpálmann í ár Kvikmyndin Anora undir leikstjórn Sean Baker hlaut Gullpálmann á kvikmyndahatíðinni í Cannes í gær. Myndin er gríndrama sem fjallar um unga fatafellu í New York sem á í ástarsambandi við son rússnesks auðjöfurs. Bíó og sjónvarp 26. maí 2024 12:06
Tónleikum Nicki Minaj aflýst vegna fíkniefnahandtöku Tilætluðum tónleikum rappstjörnunnar Nicki Minaj í Manchester í gær var aflýst vegna óvæntrar handtöku stjörnunnar á Schiphol-flugvelli í Amsterdam. Hún var handtekin vegna gruns um að vera með fíkniefni undir höndum og var á endanum sektuð og sleppt lausri. Tónlist 26. maí 2024 10:07
Fyrrverandi Íslandsmeistari gefur út kántríslagara Það er töluvert síðan Íslandsmeistarinn fyrrverandi Arnþór Ingi Kristinsson lét að sér kveða inn á fótboltavellinum en hann lætur nú til sín taka á öðrum vettvangi. Hann hefur nefnilega gefið út það sem mætti kalla sumarsmell ársins með félaga sínum frá Akranesi, Bjarka Sigmyndssyni. Sport 26. maí 2024 08:01
Millie Bobby Brown og sonur Bon Jovi orðin hjón Breska leikkonan Millie Bobby Brown og bandaríska fyrirsætan Jake Bongiovi giftu sig við leynilega athöfn síðustu helgi. Parið hefur verið saman í tvö ár og trúlofuðu sig fyrir rúmu ári. Lífið 25. maí 2024 21:13
Hafnaði beiðni Baldwin um frávísun Dómari við bandarískan dómstól hefur hafnað beiðni leikarans Alec Baldwin um að vísa frá ákæru um manndráp af gáleysi þegar Halyna Hutchins lést vegna voðaskots á tökustað myndarinnar Rust. Baldwin leikskýrði og lék í myndinni og hleypti skotinu af byssunni. Erlent 25. maí 2024 11:56
Stofutónleikar Bubba og Víkings Heiðars til stuðnings Katrínu Bubbi Morthens og Víkingur Heiðar gefa út stofutónleika til stuðnings Katrínu Jakobsdóttur. Lífið 24. maí 2024 15:12
„Parkinn er þannig að hann étur menn upp ef þeir ekki hreyfa sig“ Flestir dagar hjá listamanninum Agli Ólafssyni hefjast á gönguferð um Klapparstíginn í miðborg Reykjavíkur þar sem hann plokkar upp rusl sem verður á vegi hans. Hann segist æfa fínhreyfingarnar til að hægja á framgangi sjúkdómsins. Lífið 24. maí 2024 14:27
Syngja með Grease á fyrstu skynsegin sýningu Íslandssögunnar Blásið verður til sérstakrar sing-along sýningar á Grease í Bíó Paradís fyrir skynsegin fólk í kvöld. Skipuleggjandi segir um að ræða fyrstu sýninguna sinnar tegundar hér á landi en gripið verður til ýmissa ráðstafana til að tryggja viðeigandi skynsegin skilyrði í kvikmyndahúsinu. Bíó og sjónvarp 24. maí 2024 10:01
Balti hélt að Pálmi myndi aldrei mæta Baltasar Kormákur, leikstjóri kvikmyndarinnar Snerting, lýsir ótrúlegum tilþrifum Egils Ólafssonar, í hlutverki Kristófers í myndinni sem byggir á samnefndri skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Baltasar segist einnig hafa leitað, árangurslaust, logandi ljósi að rétta leikaranum í hlutverk Kristófers á yngri árum. Þegar stungið var upp á syni hans, Pálma Kormáki, hafi hann ekki haft neina trú á að sonurinn myndi hafa nokkurn áhuga. Bíó og sjónvarp 24. maí 2024 07:00
Bæjarstjórn Garðabæjar ætlar að reisa styttu af kettinum Sushi Bæjarstjórn Garðabæjar ætlar að láta reisa styttu af frægasta ketti bæjarins, Sushi, sem mun því sem fréttastofa kemst næst brjóta blað í sögunni og verða fyrsti íslenski kötturinn sem fær reistan skúlptúr sér til heiðurs. Kötturinn er fastagestur í Hagkaup og sækir kennslustundir í Garðaskóla. Lífið 23. maí 2024 21:01
Snerting Egils Ólafssonar við lífið og tilveruna Egill Ólafsson segir mikilvægt að hreyfa sig til að vinna gegn framþróun Parkinson sjúkdómsins. Heimir Már slóst í gönguferð með Agli þar sem þeir ræddu um hlutverk hans í kvikmyndinni Snertingu og allt milli himins og jarðar. Lífið 23. maí 2024 20:01
Styrkja kaup á sérhönnuðu listaverki Ólafs Elíassonar Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra og Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri undirrituðu í dag samning á milli ráðuneytisins og Vestmanneyjarbæjar sem tryggir verkefnastyrk vegna aðkomu að listaverki eftir Ólaf Elíasson. Styrkurinn hljóðar upp á 50 milljónir. Lífið 23. maí 2024 16:09
Átakanleg saga um erfiðar ákvarðanir, sekt og áföll, fegurð og ást, líf og dauða Sálarangist er ný bók frá Storytel Original eftir rithöfundinn Steindór Ívarsson. Um er að ræða átakanlega sögu um eftirsjá og byrðarnar sem við tökum á okkur á ferð okkar í gegnum lífið. Saga um erfiðar ákvarðanir, sekt og áföll, fegurð og ást, líf og dauða. Lífið samstarf 23. maí 2024 13:36
Eins árs leikhússkóli fyrir ungt fólk stofnaður í Þjóðleikhúsinu Þjóðleikhúsið hefur sett á laggirnar nýjan leikhússkóla fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 22 ára. Skólinn er fyrir ungt fólk með brennandi áhuga á leikhúsi, til að kynna sér leikhús frá ólíkum hliðum og efla færni sína og þekkingu. Lífið 23. maí 2024 13:20
Opinbera Hemsworth í hlutverki Geralt Aðdáendur þáttanna The Witcher á Netflix fengu loks í gær að sjá Liam Hemsworth í hlutverki skrímslabanans Geralt frá Rivíu. Henry Cavill, sem lék Geralt í fyrstu þremur þáttaröðunum, hætti í október 2022. Bíó og sjónvarp 23. maí 2024 11:42
Svaraði engu um Affleck Jennifer Lopez svaraði engu þegar hún var spurð að því á blaðamannafundi hver staðan væri í einkalífi hennar og hvort orðrómurinn um að hún og Ben Affleck séu skilin að sæng væri sannur. Blaðamaður spurði að þessu á blaðamannafundi vegna Atlas, nýrrar Netflix myndar hennar sem verið er að taka upp í Mexíkóborg en horfa má á atvikið neðst í fréttinni. Lífið 23. maí 2024 09:23
Birnir og Bríet gefa saman út plötu Tónlistarfólkið Birnir og Bríet sameina krafta sína í væntanlegri plötu, sem mun bera nafnið 1000 orð. Lífið 22. maí 2024 23:14
Einn stofnenda Train er látinn Charlie Colin, bassaleikari og einn stofnanda hljómsveitarinnar Train, er látinn. Hann var 58 ára gamall en hann er sagður hafa látist af slysförum. Lífið 22. maí 2024 19:15