Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. ágúst 2025 19:36 Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, og Ólafur Egill Egilsson, formaður Félags leikstjóra á Íslandi, eru ekki beint sammála um áform ríkisstjórnarinnar um stækkun Þjóðleikhússins. vísir/Ívar/vilhelm Skiptar skoðanir eru á fyrirhugaðri stækkun Þjóðleikhússins. Fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir áformin skjóta skökku við í ljósi fyrirheita um aðhald í ríkissrekstri en listamaður segir að stækkunin komi til með að borga sig. Tilkynnt var í gær að stækka ætti Þjóðleikhúsið með nýjum 200 til 300 metra sal í tilefni 75 ára afmæli hússins. Fyrirhuguð viðbygging mun rísa við hlið Kassans á Lindargötu og er stefnt að því að hún verði um tvö til þrjú þúsund fermetrar að stærð. Vonir eru bundnar við það að húsið verði tekið í gagnið fyrir 80 ára afmæli Þjóðleikhússins.“ Myndi ekki detta í hug að stækka þyrfti Þjóðleikhúsið Ýmsir fagna áformunum en sumir telja fjármunum betur varið í annað. Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi ráðherra og formaður BHM fangar til að mynda fréttunum. Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og oddviti bæjarmálafélagsins Fyrir Heimaey, sagði það óheppilegt að forsætisráðherra hafi sagt mikilvægt að beita aðhaldi í ríkisrekstri í ljósi óbreyttra stýrivaxta skömmu fyrir tilkynninguna. „Að sjá menningarmálaráðherran sirka tveimur klukkutímum síðar koma með yfirlýsingar um milljarða útgjöld í stækkun Þjóðleikhússins. Sem enginn gerði sér grein fyrir að væri einhver knýjandi þörf á. Þetta finnstir mér vera mikil spurning um trúverðugleika. Því að trúverðugleikinn í þessum efnum er þess eðlis að ef hann hverfur að þá aukast verðbólguvæntingarnar.“ Auknar verðbólguvæntingar komi til með auka verðbólgu og vexti að hans mati. „Ef ég væri spurður hver væri mest knýjandi framkvæmd ríkisins á þessum tímum þegar þarf að beita aðhaldi. Þá myndi mér örugglega ekki endast sólahringurinn til að láta mér detta í hug að það væri að stækka eða byggja við Þjóðleikhúsið.“ Þarf eitt endilega að útiloka annað? „Nei í rauninni ekki en mér finnst bara mikilvægt að stjórnvöld séu samkvæm sjálfum sér.“ Jón Viðar Jónsson, gagnrýnandi og samfélagsrýnir, segir tilkynningu um stækkun hringja háværum viðvörunarbjöllum: Geri reksturinn skilvirkari og borgi sig til lengri tíma Ólafur Egill Egilsson, formaður Félags leikstjóra á Íslandi, segir stækkun Þjóðleikhússins snúast um skynsemi sem komi til með að borga sig til lengri tíma. „Ég held að það sé nú alltaf til fólk sem finnst ekki vera rétti tíminn til að setja peninga í menningu og svo eru aðrir sem finnst alltaf rétti tíminn til að setja pening í menningu. Þetta hús Þjóðleikhúsið reis hér á krepputímum og í heimsstyrjöld og sama má segja með Hörpuna og Hof það var í hruninu. Hann segir að ef ætlunin sé að reka Þjóðleikhús á annað borð og fjárfesta í því sé betra að gera það skynsamlega og með praktískum hætti. „Það hefur legið lengi fyrir að stækka. Þegar móðir mín Tinna Gunnlaugsdóttir var leikhússtjóri hér að þá lét hún gera úttekt á starfseminni og húsakosti og síðan þá og jafnvel fyrr hafa verið uppi áformum um það. Það hefur legið fyrir að það yrði bara að byggja við leikhúsið. Það vantar þessa rekstrareiningu hér sem er 300 til 400 manna salur sem gæti gert reksturinn miklu skilvirkari og betri.“ Viðar Eggertsson, leikari, leikstjóri og fyrrverandi leikhússtjóri er einnig meðal þeirra sem fagnar áformunum: Þú telur að þetta muni bara margborga sig svona til lengri tíma? „Ég held að þetta sé bara eins og maður segir á góðri íslensku no brainer. Ég held að þessi salur og þessi viðbót verði leikhúsinu lyftistöng og til framdráttar,“ segir Ólafur kíminn. „Það verður að vera þróun í þessu eins og öðru til að mæta kröfum samtímans. Íbúum fjölgar. Leikhúsgestum fjölgar. Við erum menningarþjóð. Við tókum um það ákvörðun að reka hér Þjóðleikhús og þá held ég að það sé um að gera að gera það með almennilegum og skilvirkum hætti.“ Menning Leikhús Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Þjóðleikhúsið Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Sjá meira
Tilkynnt var í gær að stækka ætti Þjóðleikhúsið með nýjum 200 til 300 metra sal í tilefni 75 ára afmæli hússins. Fyrirhuguð viðbygging mun rísa við hlið Kassans á Lindargötu og er stefnt að því að hún verði um tvö til þrjú þúsund fermetrar að stærð. Vonir eru bundnar við það að húsið verði tekið í gagnið fyrir 80 ára afmæli Þjóðleikhússins.“ Myndi ekki detta í hug að stækka þyrfti Þjóðleikhúsið Ýmsir fagna áformunum en sumir telja fjármunum betur varið í annað. Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi ráðherra og formaður BHM fangar til að mynda fréttunum. Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og oddviti bæjarmálafélagsins Fyrir Heimaey, sagði það óheppilegt að forsætisráðherra hafi sagt mikilvægt að beita aðhaldi í ríkisrekstri í ljósi óbreyttra stýrivaxta skömmu fyrir tilkynninguna. „Að sjá menningarmálaráðherran sirka tveimur klukkutímum síðar koma með yfirlýsingar um milljarða útgjöld í stækkun Þjóðleikhússins. Sem enginn gerði sér grein fyrir að væri einhver knýjandi þörf á. Þetta finnstir mér vera mikil spurning um trúverðugleika. Því að trúverðugleikinn í þessum efnum er þess eðlis að ef hann hverfur að þá aukast verðbólguvæntingarnar.“ Auknar verðbólguvæntingar komi til með auka verðbólgu og vexti að hans mati. „Ef ég væri spurður hver væri mest knýjandi framkvæmd ríkisins á þessum tímum þegar þarf að beita aðhaldi. Þá myndi mér örugglega ekki endast sólahringurinn til að láta mér detta í hug að það væri að stækka eða byggja við Þjóðleikhúsið.“ Þarf eitt endilega að útiloka annað? „Nei í rauninni ekki en mér finnst bara mikilvægt að stjórnvöld séu samkvæm sjálfum sér.“ Jón Viðar Jónsson, gagnrýnandi og samfélagsrýnir, segir tilkynningu um stækkun hringja háværum viðvörunarbjöllum: Geri reksturinn skilvirkari og borgi sig til lengri tíma Ólafur Egill Egilsson, formaður Félags leikstjóra á Íslandi, segir stækkun Þjóðleikhússins snúast um skynsemi sem komi til með að borga sig til lengri tíma. „Ég held að það sé nú alltaf til fólk sem finnst ekki vera rétti tíminn til að setja peninga í menningu og svo eru aðrir sem finnst alltaf rétti tíminn til að setja pening í menningu. Þetta hús Þjóðleikhúsið reis hér á krepputímum og í heimsstyrjöld og sama má segja með Hörpuna og Hof það var í hruninu. Hann segir að ef ætlunin sé að reka Þjóðleikhús á annað borð og fjárfesta í því sé betra að gera það skynsamlega og með praktískum hætti. „Það hefur legið lengi fyrir að stækka. Þegar móðir mín Tinna Gunnlaugsdóttir var leikhússtjóri hér að þá lét hún gera úttekt á starfseminni og húsakosti og síðan þá og jafnvel fyrr hafa verið uppi áformum um það. Það hefur legið fyrir að það yrði bara að byggja við leikhúsið. Það vantar þessa rekstrareiningu hér sem er 300 til 400 manna salur sem gæti gert reksturinn miklu skilvirkari og betri.“ Viðar Eggertsson, leikari, leikstjóri og fyrrverandi leikhússtjóri er einnig meðal þeirra sem fagnar áformunum: Þú telur að þetta muni bara margborga sig svona til lengri tíma? „Ég held að þetta sé bara eins og maður segir á góðri íslensku no brainer. Ég held að þessi salur og þessi viðbót verði leikhúsinu lyftistöng og til framdráttar,“ segir Ólafur kíminn. „Það verður að vera þróun í þessu eins og öðru til að mæta kröfum samtímans. Íbúum fjölgar. Leikhúsgestum fjölgar. Við erum menningarþjóð. Við tókum um það ákvörðun að reka hér Þjóðleikhús og þá held ég að það sé um að gera að gera það með almennilegum og skilvirkum hætti.“
Menning Leikhús Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Þjóðleikhúsið Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Sjá meira