
Leikarinn Dustin Diamond látinn 44 ára að aldri
Bandaríski leikarinn Dustin Diamond er látinn, 44 ára að aldri. Diamond er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum Saved by the Bell sem voru sýndir á tíunda áratug síðustu aldar.
Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.
Bandaríski leikarinn Dustin Diamond er látinn, 44 ára að aldri. Diamond er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum Saved by the Bell sem voru sýndir á tíunda áratug síðustu aldar.
Viaplay hefur tryggt sér sýningarrétt á undankeppni EM í knattspyrnu 2024, HM 2026 og EM 2028 auk Þjóðadeildarinnar sem fer fram 2023, 2025 og 2027. Þetta kemur fram í tilkynningu frá NENT Group.
Bandaríski leikarinn Hal Holbrook er látinn, 95 ára að aldri. Hann lést á heimili sínu í Beverly Hills fyrir um viku síðan, en hann var þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk rithöfundarins Mark Twain í sýningunni Mark Twain Tonight!
Sigurvegarar Sykurmolans árið 2020 hafa verið valdir en það er söngkonan Possimiste í kvennaflokki og hljómsveitin SuperSerious í karlaflokki.
Söngdívurnar Selma, Hansa og Margrét Eir áttu sviðið síðasta föstudagskvöld í þættinum Í kvöld er gigg.
Sycamore Tree var að gefa út plötuna Western Sessions. Hljómsveitin er skipuð þeim Gunna Hilmars og Ágústu Evu en þau hafa varið töluverðum tíma á síðasta ári og í byrjun þess nýja í upptökur af nýju efni sem kemur út á árinu.
Ragnar Axelsson ljósmyndari ólst upp við jöklana. Síðustu áratugi hefur hann flogið ótal ferðir yfir jökla landsins og náð þar stórkostlegum myndum. Hann segir frá þeim í þessum nýja þætti af RAX Augnablik.
Hópur bachatadansara, sem sakaður var um að hafa brotið sóttvarna- og áfengislög á þriðjudag, segir ekkert til í þeim ásökunum sem honum voru borin á hendur.
Í dag opnar sýningin Þar sem heimurinn bráðnar eftir Ragnar Axelsson í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi. Sýningin opnar klukkan tíu en engin formleg opnun var að þessu sinni vegna fjöldatakmarkana.
Í gær kynnti tónlistarrisinn Sony um nýtt útgáfumerki á sínum vegum, XXIM Records. Fyrsti listamaðurinn sem útgáfufyrirtækið kynnir er hin íslenska Eydís Helena Evensen, píanóleikari og tónskáld frá Blönduósi.
Söngleikir, Abba, diskó og eurovisionstemning eins og hún gerist best í nýjasta þætti Í kvöld er gigg sem var á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld.
Verkefninu Saman fyrir Seyðisfjörð var nýverið hrundið af stað til að vekja athygli á harmleiknum sem þar ríkir í kjölfar aurskriðna sem féllu á bæinn á síðustu vikum. Tónlistarmaðurinn Jón Atli Helgason, eða Sexy Lazer, gerði sérstakan lagalista fyrir verkefnið, sem kemur í stað föstudagsplaylista þessa vikuna.
Raunveruleikastjarna Íslands, Patrekur Jaime, er farinn að stað í nýjum þáttum af Æði á Stöð 2+.
Tónskáldið Eydís Helena Evensen gaf út lagið Brotin á miðnætti og samhliða því sendi hún frá sér sitt fyrsta tónlistarmyndband. Smáskífan Brotin er fyrsta útgefna efnið frá nýstofnuðu útgáfufyrirtæki undir tónlistarrisanum Sony, sem kallast XXIM Records.
Það er árlegur viðburður að umsjónarmenn danstónlistarþáttarins PartyZone hói í fjöldan allan af plötusnúðum og taki saman árslista yfir það sem stóð upp úr í danstónlist á árinu.
Sveitin GusGus frumsýndi nýtt myndband við lagið Stay The Ride á miðnætti í gærkvöldi.
Sýningin Vertu úlfur var frumsýnd fyrir skemmstu í Þjóðleikhúsinu. Í tengslum við hana var gefin út vínylplata í takmörkuðu upplagi með tónlist úr sýningunni. Platan er til sölu í Þjóðleikhúsinu og ágóðinn mun renna óskiptur til Geðhjálpar.
Birkir Ágústsson hefur verið ráðinn markaðsstjóri Storytel á Íslandi. Hann hefur undanfarin ár stýrt markaðs- og kynningarmálum fyrir Sjónvarp Símans Premium og Enska boltann á Síminn Sport. Áður starfaði hann hjá 365 miðlum um árabil og stýrði þar kynningardeild Stöðvar 2 og Stöðvar 2 Sport.
„Þetta er ballaða og ég myndi segja að þetta sé þriggja vasaklúta lag,“ segir tónlistarmaðurinn Friðrik Dór Jónsson hjá Ívari Guðmunds á Bylgjunni í morgun. Hann var að senda frá sér nýtt lag Segðu mér sem hann frumflutti í þættinum.
Tugir hæfileikaríkra listamanna taka nú þátt í rafrænni tónlistarhátíð til styrktar samfélaginu á Seyðisfirði, í kjölfar aurskriðanna sem riðu þar yfir í desember.
Tónlistarmaðurinn Daði Freyr gaf út nýtt myndband við lagið Where We Wanna Be fyrir tveimur dögum.
Óskarsverðlaunaleikkonan Cloris Leachman er látin, 94 ára að aldri. Frá þessu er greint á vef Variety en þar segir að Leachman hafi látist af náttúrulegum orsökum.
Árið 2021 hefst með krafti hjá hljómsveitinni Nýju fötin keisarans. Nýjasta afurð þessarra stuðdrengja kom út í janúar og er lagið þegar farið að hljóma á öldum ljósvakans.
Framlag Íslands í Eurovision sem fram fer í Rotterdam í Hollandi í maí verður frumflutt 13. mars. Daði Freyr og Gagnamagnið verða fulltrúar Íslands að þessu sinni, en líkt og alkunna er var Eurovision aflýst á síðasta ári vegna heimsfaraldursins. Daði Freyr og Gagnamagnið áttu þar að vera fulltrúar Íslands með laginu Think About Things.
Bergljót Arnalds frumsýndi tónlistarmyndband við lagið My Broken Chord í september á síðasta ári en tökur áttu sér stað neðansjávar við musteri á hafsbotni.
Hátt í 25 geta búist við kæru fyrir brot á sóttvarnalögum eftir að lögregla leysti upp danssamkvæmi í miðborg Reykjavíkur í gær þar sem áfengi var haft við hönd. Áfengið hafði verið borið út af nálægum veitingastað, sem er brot á áfengislögum.
Einar Kárason rithöfundur hefur sent frá sér mikla bók, Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, en þar er farið yfir einstakan feril athafnamannsins sem lenti í fordæmalausum málaferlum í tengslum við viðskipti sín og rekstur.
Verðlaunin voru afhent nú rétt í þessu á Bessastöðum að viðstöddu fámenni vegna kórónuveirunnar. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti. Verðlaunin taka til verka sem komu út á árinu 2020.
Nicole Leigh Mosty hefur verið skipuð í embætti forstöðumanns Fjölmenningarseturs til fimm ára. Hún tekur til starfa þann 1. mars. Greint er frá skipun Ásmundar Einar Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, á vef stjórnarráðsins.
Netflix hefur nú tilkynnt aðalleikarana í nýjum víkingaþáttum, Vikings: Valhalla en þar má meðal annars finna leikarann Jóhannes Hauk Jóhannesson sem hefur slegið í gegn sem leikari á erlendri grundu.