Borgin beri ábyrgð sem eigandi Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmu sem gjöreyðilagðist í bruna í Gufunesi þegar hún var leigð út. Leigutaka átti að vera slæmt ástand skemmunnar ljóst en þar voru geymdir sögulega verðmætir hlutir. Slökkviliðsstjóri segir borgina bera ábyrgð en brunavarnir séu samspil eiganda og leigutaka. Innlent 13. janúar 2026 19:58
Faðir Dilberts allur Scott Adams, umdeildur skapari myndasagnapersónunnar Dilberts, er látinn, 68 ára aldri. Hann hafði glímt við krabbamein í blöðruhálskirtli og biðlaði til Bandaríkjaforseta að reyna að bjarga lífi hans. Lífið 13. janúar 2026 15:55
Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Nýskipaður óperustjóri segir nýja þjóðaróperu vera vettvang þar sem listamenn munu fá tækifæri til að vaxa í faginu og þar sem ópera, sem fag, verður byggð upp. Þjóðaróperan markar tímamót í faginu en óperustjóri segir nýjan kafla í íslenskri óperusögu að hefjast. Menning 13. janúar 2026 14:40
Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Menning og skapandi greinar eru oft settar til hliðar í umræðu um atvinnulíf, eins og þær séu fyrst og fremst skemmtun eða munaður. Raunin er hins vegar sú að listir og menning eru einn af burðarásum samfélagsins – þær móta sjálfsmynd þjóðar, styrkja lýðræði, efla nýsköpun og skapa veruleg efnahagsleg verðmæti. Skoðun 13. janúar 2026 13:00
„Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Stjórnarformaður Truenorth segir forsvarsmenn fyrirtækisins ekki sérstaklega hafa haft til skoðunar ástand skemmunnar í Gufunesi sem brann í gær og hýsti meðal annars gamla leikmuni fyrirtækisins. Ekki sé búið að verðmeta tjónið enn en það sé í raun óbætanlegt. Innlent 13. janúar 2026 12:46
Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Þúsundir grunnskólabarna í Helsinki fá áskrift að vikublaði um teiknimyndapersónuna Andrés Önd ókeypis á næstunni. Tilgangurinn er að kanna hvort aðgangur að lesefni hafi áhrif á áhuga barna á lestri sem fer dvínandi í Finnlandi eins og víðar annars staðar. Erlent 13. janúar 2026 11:52
Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Samkvæmt leigusamningi Reykjavíkurborgar og Truenorth um skemmuna í Gufunesi, sem brann í gær, ber borgin enga ábyrgð á tjóni á eignum Truenorth vegna brunans. Forsvarsmenn félagsins hafa sagt ómetanlega sögulega muni hafa verið í skemmunni þegar hún brann en hún var notuð undir gamla leikmuni. Innlent 13. janúar 2026 11:10
Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni „Satt best að segja finnst mér hvert ár bara alltaf verða betra og betra,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, jafnan þekkt sem GDRN, en hún fagnaði þrítugsafmæli um helgina en ætlar að fagna áfanganum betur þegar hún klárar meðgönguna. Sömuleiðis var hún að gefa út plötu og heldur sér alltaf á tánum. Tónlist 13. janúar 2026 11:02
„Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Óbætanlega sögulega muni mátti finna í geymslu kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins True North sem varð alelda í Gufunesi í dag. Telur slökkvilið að allt sem í henni mátti finna sé ónýtt. Innlent 12. janúar 2026 20:17
Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Veðbankar telja Ísrael sigurstranglegasta ríkið í Eurovision í ár þegar enn eru fjórir mánuðir í keppnin fari fram. Sigursælustu þjóðirnar eru þó skammt undan. Einungis tvö ríki eru búin að tilkynna hvert framlag þeirra er. Lífið 12. janúar 2026 18:29
Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Kvikmyndin One Battle After Another og sjónvarpsserían Adolescence uppskáru flest verðlaun á Golden Globe verðlaunahátíðinni sem fram fór í Kaliforníu í gær. Hinn 16 ára gamli Owen Cooper, sem fer eitt af aðalhlutverkunum í Adolescence, var valinn besti leikarinn í aukahlutverki, en hann er sá yngsti til að næla sér í verðlaunin í þeim flokki frá upphafi, en þetta var 83. Golden Globe verðlaunahátíðin. Lífið 12. janúar 2026 08:13
„Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Það hljómar kannski sem algjör steypa að blanda saman verkfræði, smíði og jazztónlist. En það er nú samt sem áður raunin hjá Magnúsi Rannver Rafnssyni, verkfræðingi, húsasmiði og tónlistarmanni, sem fyrir nokkru gaf út sína aðra plötu á streymisveitunni Spotify. Atvinnulíf 12. janúar 2026 07:02
Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Kurteisisleg viðbrögð Laufeyjar Línar Jónsdóttur við því þegar ljósmyndarar kölluðu hana „Megan“ á rauða dreglinum fyrir Golden Globe verðlaunahátíðina hefur vakið athygli erlendra miðla. Tónlist 12. janúar 2026 06:55
Fresta tökum á Love Island All Stars Tökum á nýjustu þáttaröðinni af raunveruleikaþættinum Love Island All Stars hefur verið frestað vegna gróðurelda í Suður-Afríku. Glæsihýsið sem keppendurnir eiga að dvelja í hefur verið rýmt. Lífið 11. janúar 2026 11:57
Finnur fyrsti óperustjórinn Finnur Bjarnason hefur verið skipaður óperustjóri í Þjóðaróperunni í Þjóðleikhúsinu. Finnur er skipaður til fimm ára en hann er sá fyrsti eftir að Alþingi samþykkti ný lög um stofnun Óperu undir hatti Þjóðleikhússins. Lífið 11. janúar 2026 11:39
Bob Weir látinn Bob Weir, gítarleikari, söngvari og stofnandi hljómsveitarinnar Grateful Dead, er látinn 78 ára að aldri. Lífið 11. janúar 2026 00:46
Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Þjóðargersemin Magnús Eiríksson, texta- og lagahöfundur, er látinn. Fjöldi Íslendinga minnist Magnúsar og þakka honum fyrir framlag hans til íslenskrar tónlistar. Lífið 10. janúar 2026 14:08
Íþróttaskuld Þegar ég sat við morgunverðarborðið með kaffibollann minn á næstsíðasta degi síðasta árs þá rak ég augun í stutta forsíðufrétt í Morgunblaðinu varðandi kvikmyndagerð á Íslandi. Fyrirsögnin var “Endurgreiðslur aldrei verið hærri” . Það fyrsta sem kom upp í hugann var, vel gert íslenskur kvikmyndaiðnaður! Skoðun 10. janúar 2026 13:32
RÚV hættir við Söngvakeppnina RÚV hefur ákveðið að hætta við að halda Söngvakeppnina 2026 í ljósi þess að forsendurnar sem lagt var upp með, að sigurlagið yrði framlag Íslands í Eurovision, séu brostnar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun hvort og þá hvenær einhverskonar önnur söngvakeppni verður haldin í staðinn. Lífið 9. janúar 2026 22:35
Magnús Eiríksson er látinn Magnús Eiríksson, texta- og lagahöfundur, er látinn 80 ára að aldri. Lífið 9. janúar 2026 16:25
„Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlistarkonan Britney Spears segist aldrei munu stíga á svið aftur í Bandaríkjunum. Ástæðurnar gefur hún ekki upp, málið sé viðkvæmt. Hún segist þó spennt fyrir því að koma fram erlendis á næstunni og nefnir þar bæði Bretlandseyjar og Ástralíu. Tónlist 9. janúar 2026 15:23
Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort Söngvakeppnin verður haldin eftir að framkvæmdastjórn Ríkisútvarpsins tók ákvörðun um að Ísland verði ekki með í Eurovision í vor. Dagskrárstjóri Rúv segir málið í vinnslu og að það muni skýrast á næstunni hvort og þá á hvaða forsendum Söngvakeppni sjónvarpsins verði haldin. Lífið 9. janúar 2026 12:36
Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Lagið „Reykjavík“ eftir Halla Reynis kom út í dag, rúmum sex árum frá andláti tónlistarmannsins. Sonur Halla fann lagið á gömlum geisladiski eftir andlát föður síns 2019 og fannst það of gott til að liggja ósnert. Lagið súmmeri upp það sem gerði Halla að góðum tónlistarmanni og sé einföld en djúp frásagnarlist við gítarspil. Tónlist 9. janúar 2026 11:26
Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu The Definitive Rat Pack metsölusýning frá West End í London kemur til Íslands í fyrsta skipti og verður sýnd í Eldborgarsal Hörpu 27. mars 2026, aðeins þetta eina kvöld. Lífið samstarf 9. janúar 2026 10:03
Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Helvíti Emmsjé Gauta í Breiðholtinu, leiðinlegir þættir á Rúv og mislukkaðar sýningar á stóra sviðinu voru meðal þess sem vöktu athygli í gagnrýni á Vísi á liðnu ári. Vísir hefur tekið saman mest lesnu gagnrýnina, þá bestu og þá hörðustu á síðasta ári auk þess að stikla á fjölda þeirra dóma sem birtust á vefnum. Gagnrýni 9. janúar 2026 06:30
Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Poppstjarnan Þórunn Antonía Magnúsdóttir hefur ákveðið að láta hárið fjúka og krúnuraka sig. Hún nýtur lífsins á Spáni þessa dagana. Lífið 8. janúar 2026 22:29
Vilhjálmur Bergsson er látinn Myndlistarmaðurinn Vilhjálmur Bergsson lést á dvalarheimilinu Hjallatúni í Vík í Mýrdal, mánudaginn 5. janúar 2026, 88 ára að aldri. Menning 8. janúar 2026 14:41
Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Heimildarmyndin Maðurinn sem elskar tónlist fjallar um ævi og störf tónlistarmannsins Þóris Baldurssonar og verður frumsýnd í Bíó Paradís í dag. Á sjötíu ára tónlistarferli hefur Þórir unnið með mörgum þekktustu tónlistarmönnum Íslands en líka erlendum stórstjörnum á borð við Elton John, ABBA, Rolling Stones, Donnu Summer og Grace Jones. Bíó og sjónvarp 8. janúar 2026 11:10
Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Frá og með deginum í dag verður ekki lengur hægt að kaupa tónlist íslensku tónlistarkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur í plötuverslun nokkurri í Óðinsvéum í Danmörku. Ástæðan er sú að eigendur verslunarinnar hafa tekið plötur hennar úr hillum vegna ummæla sem söngkonan lét falla um Grænland og Danmörku á samfélagsmiðlum á dögunum. Ekki verður heldur hægt að kaupa tónlist Bjarkar í gegnum vefverslun fyrirtækisins. Lífið 8. janúar 2026 07:38
Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Bíóhöllin við Álfabakka snýr aftur til upprunans í sínum síðasta mánuði sýninga. Þar verða næstu vikurnar sýndar ýmsar kvikmyndir sem stóðu fyrstu gestum kvikmyndahússins til boða árið 1982. Fyrsta bíómyndin sem sýnd var í Bíóhöllinni verður svo sömuleiðis sú síðasta, Being There með Peter Sellers í aðalhlutverki. Lífið 7. janúar 2026 22:57
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning