Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Útgáfurisinn Universal gefur út íslenska kórtónlist

Útgáfurisinn Universal hefur nýverið gefið út plötuna Vökuró í samstarfi við dömukórinn Graduale Nobili. Platan er gefin út undir formerkjum Decca plötuútgáfu Universal. Í þessu felst gríðarlega mikil útrás fyrir íslenska kórtónlist, sem sífellt er að verða vinsælli erlendis.

Albumm
Fréttamynd

Magnaðar ljós­myndir á gömlu al­mennings­salerni

Í Núllinu í miðbæ Reykjavíkur var áður almenningssalerni, en nú er starfrækt þar listastúdíó. Þessi dægrin má þar finna ljósmyndasýningu sem hverfist um Úkraínu, sögu landsins og stríðið sem geisað hefur þar síðasta rúma mánuðinn.

Menning
Fréttamynd

Alexandra Sif í tökum með lagahöfundi Beyoncé

Alexandra Sif Tryggvadóttir vinnur hjá stórfyrirtækinu Spotify og er búsett í sólríku Los Angeles. Hún er að gera öfluga hluti vestanhafs í ýmsum verkefnum og öðlaðist það eftirsótta tækifæri að fá að sækja sérstakan fjölmiðla dag fyrir Óskarsverðlaunahátíðina. Blaðamaður hafði samband við Alexöndru og tók púlsinn á stemningunni svona rétt fyrir Óskarinn. 

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Handalögmál, hurðum skellt og framhjáhald í Aratungu

Það gengur mikið á á sviðinu í Aratungu í Biskupstungum þessa dagana því þar sem verið að sýna farsa, sem kitlar hláturstaugarnar. Hurðum er skellt, misskilningur á sér stað, handalögmál eru á sviðinu, og grátbroslega atvik í bland við sprenghlægileg atriði eins og eiga að prýða góðan farsa.

Menning
Fréttamynd

Wheel of Fortune and Fantasy: Svik og framhjáhald Japana á Stockfish

Stockfish kvikmyndahátíðin er nú hafin og kennir þar ýmissa grasa. Fyrsta sýning opnunardagsins var hin japanska Wheel of Fortune and Fantasy eftir Ryûsuke Hamaguchi. Hún inniheldur þrjár stuttmyndir sem tengjast allar á þann máta að hafa kvenpersónur í forgrunni og fjalla um ástarsambönd og einhverskonar svik. 

Gagnrýni
Fréttamynd

Eitt elsta bíó landsins brátt fyrir bí

Sögu eins elsta kvikmyndahúss landsins lýkur þann 1. maí þegar Borgarbíó á Akureyri hættir starfsemi. Verktakafyrirtækið BB Byggingar hefur keypt húsnæðið og fyrirhuguð er uppbygging á íbúðar- og verslunarrými á reitnum og nærliggjandi svæði. Meðal hugmynda er að rífa húsið og byggja nýtt.

Menning
Fréttamynd

Reynsluheimur kvenna og kynlíf yfirfærð á strigann

Listakonan Aldís Gló Gunnarsdóttir opnar þriðju einkasýningu sína í dag í Gróskusalnum á Garðatorgi 1. Sýningin ber nafnið TABÚ og er bönnuð innan sextán ára. Eins og titill sýningarinnar gefur til kynna skoðar Aldís viðfangsefni sem hafa jafnvel verið tabú í samfélagslegri umræðu og yfirfærir meðal annars reynsluheim kynlífs frá kvenmanns sjónarhorni á strigann. Blaðamaður tók púlsinn á Aldísi og fékk að heyra nánar frá listsköpun hennar.

Menning
Fréttamynd

Tim Burton endurvekur Addams fjölskylduna

Tim Burton mun glæða Addams fjölskylduna lífi í nýrri þáttaseríu fyrir Netflix en þetta verður í fyrsta skipti sem hann leikstýrir seríu. Þættirnir bera heitir Wednesday og er það tilvitnun í dóttur Addams fjölskyldunnar sem Jenna Ortega mun leika. 

Lífið
Fréttamynd

Fagnar plötuútgáfu með tónleikum í Hörpu: „Platan Drown to Die a Little varð til samhliða heilsufarslegu ferðalagi“

Tónlistarkonan Stína Ágústsdóttir fagnar útgáfu sinnar fjórðu sólóplötu, Drown to Die a Little, með tónleikum í Kaldalóni í Hörpu á sunnudaginn næstkomandi, 27. mars. Síðustu verk Stínu, Jazz á íslensku og The Whale hlutu bæði tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna og hafa fengið jákvæða dóma á Íslandi sem og á Norðurlöndunum. Blaðamaður spjallaði við Stínu um væntanlega tónleika.

Tónlist