Páll Óskar stígur út í veitingarekstur: „Aðdáandi sem þróast út í það að verða meðeigandi“ Ellen Geirsdóttir Håkansson og Elma Rut Valtýsdóttir skrifa 12. janúar 2023 12:01 Palli og Valli opna Indican í Borgartúninu. Aðsent Poppstjarnan Páll Óskar er nú orðinn veitingastaðareigandi. Ást Palla á staðnum Indican hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum síðustu mánuði. Hann hefur nú tekið þá ást skrefinu lengra og gerst meðeigandi í staðnum. Þegar indverski veitingastaðurinn Indican opnaði í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem Páll Óskar er búsettur, ákvað Palli að fara og smakka. Heimsóknin endaði með því að Palli lýsti yfir ánægju sinni í myndbandi sem fór síðan eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Í ljósi aðdáunar Palla á matnum skaut Valgeir Gunnlaugsson, eigandi Indican því að honum að hann ætti nú bara að gerast meðeigandi hans í nýja staðnum sem opnar nú í Borg29 mathöllinni, fyrst hann elskaði matinn svona mikið. Palli tók boðinu og úr varð samstarf. @indicanwest Hvar þetta byrjaði vs hvar þetta endaði Takk fyrir okkur Palli og takk fyrir okkur áramótaskaup, alltaf velkomin a Indican original sound - indicanwest Vísir sló á þráðinn til Palla og spurði hann út í veitingareksturinn og þessa stóru ákvörðun. „Þetta með Indican gerist alveg yndislega sjálfkrafa,“ segir Palli og bætir því við að hann hafi verið mikill aðdáandi Valgeirs og hans veitingastaða en hann á einnig Íslensku flatbökuna. Skemmtilegast að afgreiða ánægða viðskiptavini Hann segir aðdáun sína á staðnum vera einlæga. „Eftir svolitla umhugsun ákvað ég að kýla á þetta og ég vil gera þetta vegna þess að varan er góð. Ég er í alvörunni aðdáandi staðarins, ég er aðdáandi sem þróast út í það að verða meðeigandi,“ segir Palli og bætir því við að hann verði andlit staðarins út á við og lesi inn á auglýsingar. Þar að auki bjó hann til slagorð staðarins „alveg gaalið gott“ en setningin vall upp úr honum þegar hann smakkaði matinn í fyrsta sinn. Það verður eflaust stutt í gleði og gaman á Indican á næstunni. Aðsent Palli keypti sig inn í reksturinn í mathöllinni og á nú tíu prósent þar. Hann segist hlakka til að fá að læra af reynsluboltum í bransanum, afgreiða viðskiptavini og prófa eitthvað nýtt. Eigendur Indican eru því orðnir þrír en auk Valla og Palla á Daði Laxdal hlut í rekstrinum. „Svo þegar það er mikið að gera í mathöllinni, sérstaklega kannski í hádeginu á föstudögum, þá stend ég vaktina og afgreiði viðskiptavini og ég hlakka alveg svakalega til þess. Eitt skemmtilegasta starf sem ég hef unnið í lífinu var að afgreiða viðskiptavinina á Aðalvídeóleigunni á Klapparstíg í gamla daga. Þar vann ég þegarfólk notaði VHS spólur. Ég var þar frá sirka 1989 til 1992,“ segir Palli. Nýr staður Indican opnar í Borg29 mathöllinni næsta föstudag og mun Palli afgreiða viðskiptavini staðarins frá 11:30 til 13:30. Hann segist mæla með því að fólk sem hafi aldrei komið á Indican áður byrji á því að prófa Butter chicken og osta naan. „Það var það sem ég fríkaði út af í þessu vídeói,“ segir Palli. Veitingastaðir Tónlist Reykjavík Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf 134 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Hefur sjálfur séð eyðileggingu af völdum botnvörpuveiða Sjá meira
Þegar indverski veitingastaðurinn Indican opnaði í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem Páll Óskar er búsettur, ákvað Palli að fara og smakka. Heimsóknin endaði með því að Palli lýsti yfir ánægju sinni í myndbandi sem fór síðan eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Í ljósi aðdáunar Palla á matnum skaut Valgeir Gunnlaugsson, eigandi Indican því að honum að hann ætti nú bara að gerast meðeigandi hans í nýja staðnum sem opnar nú í Borg29 mathöllinni, fyrst hann elskaði matinn svona mikið. Palli tók boðinu og úr varð samstarf. @indicanwest Hvar þetta byrjaði vs hvar þetta endaði Takk fyrir okkur Palli og takk fyrir okkur áramótaskaup, alltaf velkomin a Indican original sound - indicanwest Vísir sló á þráðinn til Palla og spurði hann út í veitingareksturinn og þessa stóru ákvörðun. „Þetta með Indican gerist alveg yndislega sjálfkrafa,“ segir Palli og bætir því við að hann hafi verið mikill aðdáandi Valgeirs og hans veitingastaða en hann á einnig Íslensku flatbökuna. Skemmtilegast að afgreiða ánægða viðskiptavini Hann segir aðdáun sína á staðnum vera einlæga. „Eftir svolitla umhugsun ákvað ég að kýla á þetta og ég vil gera þetta vegna þess að varan er góð. Ég er í alvörunni aðdáandi staðarins, ég er aðdáandi sem þróast út í það að verða meðeigandi,“ segir Palli og bætir því við að hann verði andlit staðarins út á við og lesi inn á auglýsingar. Þar að auki bjó hann til slagorð staðarins „alveg gaalið gott“ en setningin vall upp úr honum þegar hann smakkaði matinn í fyrsta sinn. Það verður eflaust stutt í gleði og gaman á Indican á næstunni. Aðsent Palli keypti sig inn í reksturinn í mathöllinni og á nú tíu prósent þar. Hann segist hlakka til að fá að læra af reynsluboltum í bransanum, afgreiða viðskiptavini og prófa eitthvað nýtt. Eigendur Indican eru því orðnir þrír en auk Valla og Palla á Daði Laxdal hlut í rekstrinum. „Svo þegar það er mikið að gera í mathöllinni, sérstaklega kannski í hádeginu á föstudögum, þá stend ég vaktina og afgreiði viðskiptavini og ég hlakka alveg svakalega til þess. Eitt skemmtilegasta starf sem ég hef unnið í lífinu var að afgreiða viðskiptavinina á Aðalvídeóleigunni á Klapparstíg í gamla daga. Þar vann ég þegarfólk notaði VHS spólur. Ég var þar frá sirka 1989 til 1992,“ segir Palli. Nýr staður Indican opnar í Borg29 mathöllinni næsta föstudag og mun Palli afgreiða viðskiptavini staðarins frá 11:30 til 13:30. Hann segist mæla með því að fólk sem hafi aldrei komið á Indican áður byrji á því að prófa Butter chicken og osta naan. „Það var það sem ég fríkaði út af í þessu vídeói,“ segir Palli.
Veitingastaðir Tónlist Reykjavík Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf 134 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Hefur sjálfur séð eyðileggingu af völdum botnvörpuveiða Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf