Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Céline Dion á leið á hvíta tjaldið

Céline Dion aðdáendur geta verið spenntir þar sem söngkonan mun koma fram í kvikmynd í byrjun næsta árs en tónlist frá söngkonunni spilar einnig stórt hlutverk. Þetta veður í fyrsta skipti sem Dion leikur í mynd og ber hún heitið It's All Coming Back to Me.

Lífið
Fréttamynd

Byrjaði 14 ára að syngja með Karlakór Hreppamanna

Jómundur Atli Bjarnason, sem var 14 ára þegar honum bauðst að syngja með Karlakór Hreppamanna var ekki lengi að slá til og segja já. Nú er hann nýorðinn 15 ára og er að að syngja á sínum fyrstu vortónleikum. 62 ár eru á milli hans og elsta kórfélagans.

Innlent
Fréttamynd

Frikki Dór og Britney Spears eru innblástur í myndlistinni

Myndlistarkonan Kristín Dóra var skilgreind sem popplistamaður þegar hún var í námi við Listaháskólann. Hún segir mikilvægt að ólíkar stefnur fái að taka pláss í myndlistarheiminum í dag. Kristín Dóra er viðmælandi í nýjasta þætti KÚNST en þáttinn má finna í heild sinni neðar í pistlinum.

Menning
Fréttamynd

Bjössi Thor er bæjar­lista­maður Hafnar­fjarðar

Gítarleikarinn Björn Thoroddsen hefur verið valinn bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2022. Björn, eða Bjössi Thor eins og hann er gjarnan kallaður, hefur síðastliðna áratugi verið einn helsti djasstónlistarmaður landsins og hlotið ýmsar viðurkenningar sem slíkur. Hann fær 1,5 milljónir króna í viðurkenningarskyni.

Menning
Fréttamynd

Rakel Tómasdóttir opnar sýninguna Hillingar: „Það er hægt að segja svo margt án orða“

Listakonan Rakel Tómasdóttir opnar sýninguna Hillingar í dag klukkan 17:30 í Núllinu, Bankastræti 0. Á sýningunni fá gestir rými til að velta raunveruleikanum fyrir sér ásamt því að verða hluti af verkunum, þar sem öll verkin eru máluð á plexiglerplötur ofan á spegil. Blaðamaður hafði samband við Rakel og fékk að skyggnast inn í hennar listræna hugarheim.

Menning
Fréttamynd

„Fjöl­skyldu­leyndar­mál sem enginn vildi tala um“

Kvikmyndin Skjálfti er byggð á metsölubók Auðar Jónsdóttur Stóra Skjálfta. Leikstjóri og handritshöfundur er Tinna Hrafnsdóttir og er óhætt að segja að valið sé vel í hlutverk en myndin skartar Anítu Briem, Eddu Björgvins, Jóhanni Sigurðarsyni, Bergi Ebba og fleiri frábærum leikurum.

Lífið
Fréttamynd

Of Monsters and Men með nýtt lag og myndband

Hljómsveitin Of Monsters and Men hefur gefið út lagið This Happiness. Lagið er hluti af EP plötunni TÍU sem er gefin út samhliða samnefndri heimildarmynd sem var tekin upp hér á landi á síðasta ári.

Tónlist
Fréttamynd

Ljúfir tónar ómuðu um eyðimörkina á Coachella

Tónlistarhátíðin Coachella fór fram í eyðimörkinni í Indio, Kaliforníu eftir að hafa legið niðri síðustu tvö ár vegna heimsfaraldursins. Hátíðin er þekkt fyrir stór nöfn bæði á sviðinu og í áhorfendahópnum. 

Lífið
Fréttamynd

Safarík myndaveisla frá frumsýningu Ávaxtakörfunnar

Ávaxtakarfan var frumsýnd um helgina í Hörpu þar sem sýningarnar munu fara fram. Einvalalið leikara fer með hlutverk ávaxtanna og grænmetisins og var líkt og Eyþór Ingi hafi aldrei gert annað en að leika sjálfumglaðan ananas.

Lífið
Fréttamynd

Jane Foster mætt með hamar Þórs

Marvel birti í gær fyrstu stikluna fyrir nýjustu myndina um ofurhetjuna Þór og ævintýri hans. Myndin heitir Thor: Love and Thunder en miðað við stikluna virðist Thor þurfa að finna sig á nýjan leik.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Mánudagsplaylisti Írisar Rós

Tónskáldið og söngkonan Íris Rós hefur samið mikið af lögum og tónverkum, meðal annars kórverk, strengjakvartetta, blásturs og hljómsveitarverk, einnig sönglög, popp og jazz.

Albumm
Fréttamynd

Átta íslenskar myndir á Cannes á síðustu tólf árum

Kvikmyndin volaða land, eftir Hlyn Pálmason, keppir á Cannes-kvikmyndahátíðinni í maí. Um er að ræða 15. íslensku myndina sem keppir á hátíðinni í 75 ára sögu hennar. Sú fyrsta var sýnd á hátíðinni árið 1984. Regluleg þátttaka íslenskra mynda á hátíðinni er sögð kvikmyndaiðnaðinum hér á landi dýrmæt.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

The Northman: Mikið urr, en lítið bit frá norðanmanni

The Northman er nýjasta kvikmynd bandaríska leikstjórans Robert Eggers, en hún fjallar um son víkingahöfðingja (Alexander Skarsgård) sem ætlar að hefna morðs föður síns (Ethan Hawke). Myndin gerist að miklu leyti á Íslandi, meðhöfundur handritsins er Sjón, ásamt því að Björk, Ingvar E. Sigurðsson og íslensk náttúra leika hlutverk. Það vantar bara Hildi Guðnadóttur að semja tónlistina og þá væri íslenska hersveitin fullmönnuð.

Gagnrýni
Fréttamynd

KÚNST: Hughreysting til vinkonu varð að einhvers konar alheims orku sannleika

Myndlistarkonan Kristín Dóra Ólafsdóttir er þekkt fyrir grípandi textaverk í bland við falleg form á striga. Hún er mikil talskona dagbókarskrifa og segir skrifin gjarnan einhvers konar leit að sannleika en hefur gaman að því hvernig orðin geta aðlagað sig að breyttum aðstæðum hverju sinni. Kristín Dóra er viðmælandi í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna neðar í pistlinum.

Menning