Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum

Ráðherra menningarmála segir boðaða skattheimtu af streymisveitum munu skila ríkissjóði um 140 til 150 milljónum króna á ári. Markmiðið sé að auka aðgengi að innlendu sjónvarpsefni auk þess að styrkja stöðu innlendra streymisveitna gagnvart erlendum risum.

Viðskipti innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar

Tónlistartímaritið Rolling Stone hefur tekið saman lista yfir 250 bestu lög 21. aldarinnar. Eins og við mátti búast er listinn ekki óumdeildur og trónir sömuleiðis nokkuð óvænt lag á toppnum.

Tónlist
Fréttamynd

Tinda­tríóið híft upp en Anna Sigga enn föst

Velunnarar Árbæjarkirkju safna nú fyrir lyftu í nýja viðbyggingu við safnaðarheimili kirkjunnar. Lyftustokkurinn er tómur sem stendur og hefur meðal annars verið ráðist í sketsagerð til að safna fyrir lyftunni. 

Lífið
Fréttamynd

Boðar skatt á inn­lendar og er­lendar streymisveitur

Menningar, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið hefur kynnt til samráðs drög að frumvarpi um svokallað menningarframlag bæði innlendra og erlendra streymisveitna. Það felur í sér fimm prósenta skatt af heildartekjum hér á landi. Ríkisútvarpið er undanþegið skattheimtunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Þetta er ömur­leg fjár­hags­leg á­kvörðun“

Rapparinn GKR frumsýnir í dag tónlistarmynband við lagið „Stælar“ sem er tekið um borð í eistnesku skemmtiferðaskipi. Hann upplifði tilgangsleysi á Íslandi, flutti til Noregs fyrir fjórum árum og býr þar enn. Hann semur mikið af tónlist en segist eiga það til að sitja of lengi á henni - framundan sé von á markvissari útgáfu.

Tónlist
Fréttamynd

Sjónlýsing í fyrsta sinn

Heimildarmyndin Fyrir allra augum, sem fjallar um Dagbjörtu Andrésdóttur, verður sýnd í dag á alþjóðlegum sjónverndardegi. Sýningin á Rúv markar tímamót, þar sem þetta verður í fyrsta sinn sem Ríkisútvarpið sýnir efni með sjónlýsingu sem hjálpar blindum og sjónskertum að njóta myndarinnar.

Lífið
Fréttamynd

Fagnar gagn­rýni á „rasshausa-ummæli“ sín

Baldvin Z kvikmyndagerðarmaður segist hjartanlega sammála umræðunni sem skapast hefur í kringum ummæli sem hann lét falla í síðdegisútvarpinu á Rúv í gær. Í þættinum sagði hann að á tökustað þyrfti maður að vera tilbúinn fyrir alls kyns uppákomur, til dæmis leikkonu á blæðingum sem sé í vondu skapi.

Lífið
Fréttamynd

Silja Rós og Magnús eiga von á dreng

Leikkonan, handritshöfundurinn og söngkonan Silja Rós Ragnarsdóttir og unnusti hennar, Magnús Orri Dagsson tónskáld, eiga von á dreng í lok desember. Frá þessu greina þau í sameiginlegri færslu á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Gefur endur­komu undir fótinn

Tónlistarmaðurinn Aron Can hefur verið í pásu frá tónlist undanfarna mánuði. Ástæðan sé ekki flogakast sem hann fékk í sumar heldur rekstur steinefnafyrirtækisins R8iant. Hann gefur þó endurkomu undir fótinn og horfir til tíu ára afmælistónleika á næsta ári.

Lífið
Fréttamynd

Skömminni skilað

Það beið mín ælupoki í sætinu á frumsýningunni á Skammarþríhyrningnum – nýjasta verki leikhóps sem kallar sig Stertabendu. Ælupokinn var í raun leikskrá sýningarinnar, sérhannaður til þess að geta tekið við skömminni – sá maður sig knúinn til að skila henni á miðri sýningu. Ég komst þó í gegnum verkið án þess að grípa til pokans enda sýningin ágætlega heppnuð þrátt fyrir einstaka vankanta.

Gagnrýni
Fréttamynd

„Finn ekki fyrir pressu“

Hver einasta kynslóð á sér sína Línu Langsokk enda birtist þessi ástsæla persóna fyrst í bók Astrid Lingren í nóvember árið 1945 og á því 80 ára afmæli von bráðar.

Lífið
Fréttamynd

Götu­lista­maðurinn Jójó látinn

Jón Magnússon, götulistamaður, lést á hjartadeild Landspítalans þann 19. september síðastliðinn. Hann var þekktur undir listamannsnafninu Jójó. Hann var 65 ára að aldri þegar hann lést en hann fæddist í Reykjavík 2. nóvember 1960. Foreldrar hans eru Nanna Jónsdóttir og James Andrew Shipp, sem er látinn.

Lífið
Fréttamynd

„Lé­leg“ hönnun gervi­greindar reyndist mannanna verk

Fólk sem bölvaði því að plakat af Elly Vilhjálms hefði verið skapað með gervigreind reyndist hafa rangt fyrir sér. Teiknarar af holdi og blóði báru ábyrgðina. Hugkvæmdastjóri Brandenburg segir að fólk sem finnist hlutir „gervigreindarlegir“ dæmi þá greinilega fyrirfram. Hann spyr hvort vitneskjan um ferlið hafi áhrif á skoðanir fólks.

Menning
Fréttamynd

Á­hersla á hæg­læti á Sequences

Listahátíðin Sequences hefst á föstudag og stendur í tíu daga. Hátíðin er haldin annað hvert ár og er eina myndlistarhátíð landsins þar sem fjallað er um nútímalist. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er „Pása“.  Daría Sól Andrews er sýningarstjóri hátíðarinnar. 

Menning
Fréttamynd

Saman á rauða dreglinum

Jennifer Lopez og Ben Affleck voru saman á rauða dreglinum í New York í gær vegna frumsýningar á nýrri söngleikjamynd. Var þetta í fyrsta skiptið sem hjónin fyrrverandi sjást opinberlega saman síðan þau ákváðu að skilja í fyrra.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Frið­rik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það!

Ég þekkti Vilhjálm Vilhjálmsson söngvara og textahöfund ágætlega í gegnum Þóru Guðmundsdóttur eiginkonu hans. Hún var vinkona systur minnar. Ég var þá nýorðinn táningur og Villi kom oft í heimsókn. Hann var einstaklega skemmtilegur og svo mikill húmoristi að það varð allt ákaflega gaman í kringum hann.

Gagnrýni
Fréttamynd

Kossaflens á klúbbnum

Það var brjálað fjör á næturklúbbnum Auto á dögunum þegar rapparinn Birnir stóð fyrir eftirpartýi eftir stórtónleika sína í Laugardalshöll. Ofurskvísur, áhrifavaldar, stjörnmálafólk og aðrar stjörnur komu saman og stigu trylltan dans.

Lífið