Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna mis­skilnings

Sérkennilegur misskilningur virðist vera að eiga sér stað í Hollywood nú í aðdraganda Óskarsverðlaunanna. Að minnsta kosti tveir meðlimir Akademíunnar, sem er sá hópur sem kýs um það hver hlýtur Óskarsverðlaunin, virðast ekki með á hreinu hverjir hafa hneppt hnossið áður, og mun það hafa haft áhrif á atkvæði þeirra.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Stein­hissa en verður Dumbledore

Bandaríski leikarinn John Lithgow mun fara með hlutverk Albus Dumbledore í nýjum Harry Potter þáttum sem nú eru í bígerð. Hann segist hafa orðið steinhissa þegar framleiðendur þáttanna heyrðu í honum vegna hlutverksins.

Lífið
Fréttamynd

Segir hlut­verkið hafa bjargað lífi sínu

Stórstjarnan Pamela Anderson hefur sjaldan skinið skærar en nú og sést það langar leiðir. Hún gaf út heimildarmyndina Pamela á Netflix, fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni The Last Showgirl og hefur setið fyrir í ýmsum hátískuherferðum ásamt því að sitja í fremstu röð á heitustu tískusýningunum.

Lífið
Fréttamynd

Svona skiptust at­kvæðin í Söngva­keppninni í heild sinni

Lagið Róa bar sigur úr býtum á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar 2025 sem fram fór í beinni útsendingu á RÚV síðasta laugardagskvöld. Lagið var hlutskarpast í símakosningu almennings bæði í undankeppninni og lokakeppninni. Þá voru erlendu dómararnir líka ánægðastir með lagið. 

Lífið
Fréttamynd

Ekkert gefið eftir í elegansinum

Stærstu sjónvarps-og kvikmyndastjörnur heims geisluðu á rauða dreglinum í gærkvöldi þegar SAG verðlaunin fóru fram í 31. skipti í Los Angeles. Hátíðin heiðrar það sjónvarpsefni og þær kvikmyndir sem stóðu upp úr á síðastliðnu ári og glæsileikinn var svo sannarlega í fyrirrúmi. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Minnast Árna Grétars á maraþon-minningar­tón­leikum

Mikill fjöldi raftónlistarmanna kemur fram á morgun, þriðjudag, á minningartónleikum um Árna Grétar Jóhannesson sem lést þann 4. janúar. Árni Grétar var tónlistarmaður sem margir þekktu sem Futuregrapher. Hann var 41 árs þegar hann lést og lætur eftir sig tvo drengi. Allur ágóði af miðasölu rennur til þeirra. 

Lífið
Fréttamynd

Setja markið á 29. sætið

Sigurvegarar Söngvakeppni sjónvarpsins eru alsælir með sigur laugardagskvöldsins, og eru enn að átta sig á því að þeir verði fulltrúar Íslands í Eurovision. Aðalmarkmið þeirra er að gleðja þjóðina og gera hana stolta.

Lífið
Fréttamynd

VÆB keppa fyrir hönd Ís­lands í Euro­vision

VÆB eru sigurvegarar Söngvakeppninnar og munu flytja lagið „Róa“ sem framlag Íslands í Eurovision árið 2025. Þeir hlutu flest atkvæði hjá bæði íslensku þjóðinni og alþjóðlegri dómnefnd.

Lífið
Fréttamynd

Bryan Adams seldi upp á hálf­tíma

Miðasala á tónleika bresk-kanadísku stórstjörnunnar Bryan Adams hófst klukkan ellefu í morgun. Hálftíma síðar barst tilkynning frá Senu Live þess efnis að uppselt væri á tónleikana.

Lífið
Fréttamynd

Lauf­ey ein af konum ársins hjá Time

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir var valin ein af konum ársins hjá bandaríska tímaritinu Time. Athygli er vakin á því hvernig hún hefur náð að vekja áhuga yngri kynslóða á jazz og klassískri tónlist með því að blanda tónlistarstefnum við nútímapopp og setja í nýstárlegan búning.

Lífið
Fréttamynd

Bezos bolar Broccoli burt frá Bond

Fjölskyldan sem stýrt hefur sögunum um James Bond, ofurnjósnarann heimsfræga, hefur stigið til hliðar. Amazon MGM Studios munu nú hafa fulla stjórn á njósnaranum en Barbara Broccoli og Michael G. Wilson, höfðu staðið í vegi fyrirtækisins varðandi nýjar kvikmyndir og þætti úr söguheimi Bonds.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Draumurinn rættist að syngja með Bubba

Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór situr ekki auðum höndum þessi misserin en á miðnætti kom út nýtt lag með kappanum þar sem hann fær engan annan Bubba Morthens í lið með sér. 

Tónlist
Fréttamynd

Tveggja barna mið­aldra móðir sem er sjúk í strákinn

Bridget Jones er snúin aftur í enn eitt skiptið, nú miðaldra tveggja barna móðir. Þó Bridget sé alltaf jafn klaufsk og ógeðslega fyndin þá kveður við fullorðinslegri (og ögn væmnari) tón en áður. Fólk sem þyrstir í góða rómantíska gamanmynd með klassískum ástarþríhyrning verður ekki svikið.

Gagnrýni
Fréttamynd

Ævar vísinda­maður í miðaldrakrísu

Áður en Ævar Þór Benediktsson varð landsþekktur sem Ævar vísindamaður útskrifaðist hann sem leikari úr Listaháskóla Íslands. Ævar var meira að segja nokkuð góður leikari þrátt fyrir að frægðarsól hans hafi ekki risið hæst á þeim vettvangi. Nei, Ævar er frægastur hjá börnum og foreldrum landsins fyrir fjölmargar bækur og þætti um vísindi og gagn þeirra í samfélaginu.

Gagnrýni
Fréttamynd

Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló

Verzlunarskóla Íslands er þekktur fyrir að setja upp mjög svo metnaðarfullar sýningar og í ár stýra fyrrum Verslingarnir Tómas Arnar Þorláksson og Mikael Emil Kaaber Stjarnanna borg sem er byggt á þekktri dans og söngvamynd frá árinu 2016.

Lífið
Fréttamynd

Elín Hall í Vogue

Leik- og söngkonan Elín Hall skín heldur betur skært þessa dagana. Hún var stödd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín á dögunum þar sem hún rokkaði hvítan klassískan kjól frá Chanel og var í þokkabót í viðtali hjá Vogue.

Tíska og hönnun