Alfons þarf að sætta sig við Evrópudeildina eftir svekkjandi tap í Zagreb Alfons Sampsted lék allan leikinn í 4-1 tapi Bodø/Glimt gegn Dinamo Zagreb í umspili um laust sæti í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Leikurinn fór alla leið í framlengingu en samanlögð staða var jöfn eftir venjulegan leiktíma, 2-2. Fótbolti 24. ágúst 2022 21:45
Íslendingalið FCK áfram í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Dönsku meistararnir í FC Kaupmannahöfn verða í pottinum á morgun þegar dregið verður í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir samanlagðan 2-1 sigur á tyrkneska liðinu Trabzonspor í umspili um laust sæti í riðlakeppninni. Fótbolti 24. ágúst 2022 21:15
Þrír íslenskir landsliðsmenn geta tryggt sig í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld Noregsmeistarar Bodø/Glimt og Danmerkurmeistarar FC Kaupmannahöfn geta tryggt sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld með góðum úrslitum. Bæði lið eru yfir í einvígum sínum en eiga fyrir höndum einkar erfiða leiki á útivelli í kvöld. Fótbolti 24. ágúst 2022 13:30
Maðurinn sem lífgaði við Christian Eriksen bjargaði öðru lífi á Parken 24 ára stuðningsmaður FC Kaupmannahafnar fór í hjartastopp á Evrópuleik liðsins á móti tyrkneska félaginu Trabzonspor í síðustu viku en sá hinn sami getur þakkað líf sitt manni sem gerir það að vana sínum að bjarga mannslífum á stærsta fótboltaleikvangi Dana. Fótbolti 23. ágúst 2022 08:31
Stuðningsfólk FCK lét danskan landsliðsmann fá það óþvegið: „Ert og verður alltaf Bröndby svín“ Íslendingaliðið FC Kaupmannahöfn tók á móti Trabzonspor á Parken í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. Einn leikmaður gestanna fékk sérstaklega að kenna á því hjá stuðningsfólki heimaliðsins. Fótbolti 17. ágúst 2022 15:30
Íslendingaliðin nálgast Meistaradeildina Íslendingaliðin Bodö/Glimt frá Noregi og FCK frá Danmörku unnu bæði sigra í fyrri leikjum liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fótbolti 16. ágúst 2022 20:55
Benzema, Courtois og De Bruyne tilnefndir sem leikmenn ársins hjá UEFA Evrópska knattspyrnusambandið UEFA birti í gær hvaða þrír leikmenn eiga möguleika á því að vera valdir knattspyrnumaður ársins hjá sambandinu. Fótbolti 13. ágúst 2022 08:00
Ancelotti: Ekki í vafa um að skilvirkasti leikmaður heims eigi fá Gullknöttinn í ár Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, er ekki í neinum um vafa um það að Karim Benzema eigið mest skiið að fá Gullknöttinn fyrir árið í ár. Fótbolti 11. ágúst 2022 09:01
Kallar eftir Brexit í Evrópuboltanum Adriano Galliani, fyrrum framkvæmdastjóri AC Milan og núverandi framkvæmdastjóri Monza, óskar eftir því að hugmyndir um Ofurdeild Evrópu verði teknar aftur upp en í þetta sinn án ensku félagsliðanna. Fótbolti 11. ágúst 2022 07:00
Real Madrid er besta lið Evrópu Real Madrid er meistari meistaranna í Evrópu en liðið vann sinn fimmta Ofurbikar UEFA í kvöld þegar Real vann þægilegan 2-0 sigur á Eintracht Frankfurt á Ólympíuvellinum í Helsinki. Fótbolti 10. ágúst 2022 21:00
Elías og félagar fara í riðlakeppni Evrópudeildarinnar Elías Rafn Ólafsson og félagar hans í danska liðini Midtjylland eru úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 1-3 tap gegn Benfica í kvöld. Evrópuævintýri liðsins er þó ekki lokið þar sem tapið þýðir að Midtjylland fer beint í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Fótbolti 9. ágúst 2022 19:38
Alfons og félagar skrefi nær riðlakeppni Meistaradeildarinnar Alfons Sampsted og félagar hans í norska meistaraliðinu Bodö/Glimt eru komnir í fjórðu og seinustu umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir að liðið gerði 1-1 jafntefli gegn litháíska liðinu Zalgiris í dag. Fótbolti 9. ágúst 2022 17:52
Alfons og samherjar komnir langleiðina í umspil Bodø/Glimt vann afar öruggan 5-0 sigur þegar liðið fékk litáíska liðið Zalgiris í heimsókn í fyrri leik liðanna í þriðju umferð í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta karla í kvöld. Fótbolti 3. ágúst 2022 18:21
Elías Rafn og félagar í erfiðri stöðu eftir stórt tap Elías Rafn Ólafsson og félagar hans í danska liðinu Midtjylland máttu þola 4-1 tap er liðið heimsótti Benfica í fyrri leik liðanna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fótbolti 2. ágúst 2022 20:51
Ísland endurheimtir fjögur sæti sumarið 2024 Góður árangur íslensku liðanna í Evrópukeppni á þessari leiktíð hefur nú þegar tryggt hérlendum félagsliðum fjögur sæti í Evrópukeppnum keppnistímabilið 2024. Fótbolti 29. júlí 2022 07:01
Stuðningsmenn Malmö krefjast þess að Milos segi af sér Malmö datt afar óvænt úr leik í Meistaradeild Evrópu gegn litháíska liðinu Zalgiris, eftir 0-2 tap á heimavelli. Er þetta fyrsta tap Malmö á Eleda vellinum í forkeppni í Evrópu en völlurinn var vígður árið 2009. Fótbolti 27. júlí 2022 20:00
Malmö úr leik í Meistaradeildinni eftir tap á heimavelli Lærisveinar Milos Milojevic í sænska stórliðinu Malmö leika ekki meira í Meistaradeild Evrópu þetta árið eftir tap gegn litháíska liðinu Zalgriris á heimavelli, 0-2. Zalgiris vann fyrri leikinn á sínum heimavellill 1-0 og fer því áfram með samanlögðum 3-0 sigri. Fótbolti 27. júlí 2022 19:30
Alfons skoraði og lagði upp í stórsigri Bodø/Glimt Bodø/Glimt lék síðari leik sinn við Linfield frá Norður-Írlandi í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Bodø/Glimt átti ekki í miklum vandræðum með Linfield og vann leikinn með átta mörkum gegn engu. Fótbolti 27. júlí 2022 18:00
Alfons og félagar þurfa að gera betur í seinni leiknum Alfons Sampsted spilaði allan leikinn í hægri bakvarðarstöðunni fyrir lið sitt Bodø/Glimt þegar liðið laut í lægra haldi fyrir norður-írska liðinu Linfield í kvöld. Fótbolti 19. júlí 2022 20:36
Elías Rafn stóð á milli stanganna í jafntefli Elías Rafn Ólafsson stóð vaktina í mark danska liðsins Midtjylland þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn kýpverska liðinu AEK Larnaca í fyrri leik liðanna í annarri umferð í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta karla í kvöld. Fótbolti 19. júlí 2022 19:47
Víkingsbanar í Litháen og þrjú af fjórum Íslendingaliðum byrja á útivelli Önnur umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu hefst á morgun með sjö leikjum. Alls eru fjögur Íslendingalið sem verða í eldlínunni. Fótbolti 18. júlí 2022 11:01
Áfrýjun Rússlands hafnað CAS, Alþjóðlegi íþróttadómstóllinn í Sviss, hefur hafnað áfrýjunarkröfu frá fjórum rússneskum félagsliðum vegna þátttökubanns UEFA sem meinar liðunum frá því að taka þátt í Evrópukeppnum á næsta leiktímabili. Rússnesku landsliðin mega heldur ekki leika í alþjóðlegum keppnum. Fótbolti 16. júlí 2022 13:31
Mörkin: Karl Friðleifur skoraði tvö er Víkingur skaut Malmö skelk í bringu Karl Friðleifur Gunnarsson skoraði sín fyrstu tvö mörk í sumar er Víkingur og Malmö gerðu 3-3 jafntefli í síðari leik liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Malmö fór áfram með 6-5 sigri samanlegt en Víkingar geta borið höfuðið hátt eftir tvo frábæra leiki. Hér að neðan má sjá mörkin úr leik gærdagsins. Fótbolti 13. júlí 2022 20:00
Færeysku meistararnir skelltu meisturum Noregs | Einu marki frá því að komast áfram Færeyska liðið KÍ Klaksvík vann norska liðið Bodø/Glimt með þremur mörkum gegn einu í seinni viðureign liðanna forkeppni Meistaradeildarinnar í Færeyjum í kvöld. Fótbolti 13. júlí 2022 19:30
Sænsku miðlarnir um leikinn á Víkingsvelli: „Óþarflega spennandi“ Líkt og íslenskir fjölmiðlar fjölluðu þeir sænsku um leik Víkings og Malmö í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær. Leiknum lauk með 3-3 jafntefli og sænsku meistararnir fóru því áfram eftir samanlagðan 6-5 sigur. Fótbolti 13. júlí 2022 16:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur-Malmö 3-3 | Víkingar geta borið höfuðið hátt Víkingar eru úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir ótrúlega tvo leiki gegn Svíþjóðarmeisturum Malmö heima og að heiman. Víkingar fara nú í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu og geta borið höfuðið hátt eftir frábærar frammistöður gegn jafn sterkum mótherja og raun bar vitni. Fótbolti 12. júlí 2022 22:30
„Ég bað um frammistöðu sem yrði okkur til sóma og ég fékk hana“ „Er í fyrsta lagi stoltur af mínum drengjum,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings eftir ótrúlegt 3-3 jafntefli við Malmö í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Malmö fer áfram með 6-5 sigri samanlagt en Íslands- og bikarmeistarar Víkings gáfu sænsku meisturunum heldur betur leik, og einvígi. Fótbolti 12. júlí 2022 21:51
Liverpool býður börnum sem mættu á úrslitaleikinn í París frítt á völlinn Enska úrvalsdeildarfélgaið Liverpool mun bjóða börnum, og forráðamönnum þeirra, sem mættu á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu að koma frítt á völlinn er liðið tekur á móti Strasbourg í vináttuleik á Anfield. Fótbolti 12. júlí 2022 17:01
Víkingar allra landsmanna eiga erfitt verkefni fyrir höndum Víkingur mætir Malmö í síðari leik liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Víkingar eiga á brattan að sækja eftir fyrri leikinn gegn Svíþjóðarmeisturunum en einvígið er vel á lífi þökk sé marki ofur-varamannsins Helga Guðjónssonar undir lok leiks ytra. Íslenski boltinn 12. júlí 2022 12:00
Sagði að Malmö þyrfti að einbeita sér að litlu atriðunum og að Ísland væri hans annað heimili Miloš Milojević, þjálfari Malmö, var mættur á sinn gamla heimavöll er hann ræddi við fjölmiðla á blaðamannafundi fyrir leik Víkings og Malmö í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Fótbolti 11. júlí 2022 20:30