Orri áttaði sig á mikilvægi stundarinnar: Gerðu það sem flestir töldu ógerlegt Aron Guðmundsson skrifar 15. desember 2023 08:00 Orri í leik með FC Kaupmannahöfn gegn Manchester United á Old Trafford í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Vísir/Getty Orri Steinn Óskarsson og liðsfélagar hans í FC Kaupmannahöfn skrifuðu söguna fyrir félagið í Meistaradeild Evrópu á dögunum í aðstæðum sem voru fyrir fram taldar ógerlegar fyrir liðið að skara fram úr í. Úrslit á borð við 4-3 heimasigur gegn Manchester United sáu til þess að danska liðið eygði möguleika á sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fyrir lokaleik sinn í riðlakeppninni heima gegn Galatasaray. FC Kaupmannahöfn vann þann leik með einu marki gegn engu. Sæti í sextán liða úrslitum var tryggt. Skilaboðin frá þjálfara Orra Steins hjá FCK við leikmenn sína að sætið í 16-liða úrslitum var tryggt, voru skýr. Þeir hefðu verið að ná sögulegu afrek. It s historical what you did #UCL #fcklive pic.twitter.com/63YlQtIJoQ— F.C. København (@FCKobenhavn) December 13, 2023 Orri segir leikmenn liðsins hafa verið meðvitaða um það fyrir leikinn gegn Galatasaray hvaða þýðingu það myndi hafa að bera sigur úr býtum og trygga sig inn í sextán liða úrslitin. „Já, tók engan tíma að átta sig á því. Við gerðum okkur grein fyrir því hvað þetta gæti þýtt fyrir lokaleikinn gegn Galatasaray. Vissum að þetta væri leikur á risastóru sviði. Að það yrði mjög mikilvægt fyrir félagið sem og fótboltann í Danmörku í heild sinni ef okkur tækist ætlunarverkið. Að vinna þennan leik var því risastórt. Þetta er aðeins í annað skipti sem FC Kaupmannahöfn nær að tryggja sér sæti í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu. Við erum mjög stoltir af því að hafa náð þessu, bæði fyrir hönd liðsins sem og Kaupmannahafnar.“ Markmiðið að spila í Evrópu eftir áramót Það voru fáir sem bjuggust við því að FC Kaupmannahöfn myndi ná að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir að liðið var dregið í riðil með Bayern Munchen, Manchester United og Galatasaray. En eftir því sem leið á riðlakeppnina var ljóst að leikmenn FCK ætluðu sér ekki bara að vera með í Meistaradeildinni. „Þetta er auðvitað gríðarlega sterkur riðill sem við drógumst þarna í á sínum tíma. Þrjú önnur lið sem eru að mínu mati í heimsklassa,“ segir Orri í samtali við Vísi. „Ég myndi líka setja okkur hjá FC Kaupmannahöfn í þann flokk núna. Spilamennska okkar hefur séð til þess. Fyrstu markmiðin hjá okkur í þessari baráttu voru að sjá til þess að við værum enn að spila í Evrópukeppni eftir áramót.“ Og var þá ekki endilega verið að meina í Meistaradeildinni því þriðja sæti riðilsins hefði veitt FC Kaupmannahöfn þátttökurétt í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. „Krafan um annað sæti riðilsins var ekki endilega sú krafa sem við settum á sjálfa okkur. Einbeiting okkar var kannski fyrst á þetta þriðja sæti og að gera betur í riðlakeppninni heldur en á síðasta tímabili þar sem að liðið stóð uppi með núll sigra.“ Eftir því sem leið á keppnina. Eftir því sem FC Kaupmannahöfn sýndi það ítrekað að það gæti staðið í hárinu á þessum stórliðum í riðlinum. Jókst trúin innan liðsins á að sæti í sextán liða úrslitum væri mögulegt. „Því fleiri leiki sem þú spilar á þessu gæðastigi. Því nær sem þú kemst því að venjast tempóinu og hraðanum. Því meiri verður trúin og vonin um að við getum afrekað það sem margir töldu ómögulegt fyrir okkur. Við komum mjög vel út úr flestum leikjum í riðlakeppninni. Spilum góðan varnarleik og sóknarleik inn á milli. Það var lykillinn fyrir okkur í þessum stóru leikjum. Sérstaklega á útivelli.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Danmörk Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Sjá meira
Úrslit á borð við 4-3 heimasigur gegn Manchester United sáu til þess að danska liðið eygði möguleika á sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fyrir lokaleik sinn í riðlakeppninni heima gegn Galatasaray. FC Kaupmannahöfn vann þann leik með einu marki gegn engu. Sæti í sextán liða úrslitum var tryggt. Skilaboðin frá þjálfara Orra Steins hjá FCK við leikmenn sína að sætið í 16-liða úrslitum var tryggt, voru skýr. Þeir hefðu verið að ná sögulegu afrek. It s historical what you did #UCL #fcklive pic.twitter.com/63YlQtIJoQ— F.C. København (@FCKobenhavn) December 13, 2023 Orri segir leikmenn liðsins hafa verið meðvitaða um það fyrir leikinn gegn Galatasaray hvaða þýðingu það myndi hafa að bera sigur úr býtum og trygga sig inn í sextán liða úrslitin. „Já, tók engan tíma að átta sig á því. Við gerðum okkur grein fyrir því hvað þetta gæti þýtt fyrir lokaleikinn gegn Galatasaray. Vissum að þetta væri leikur á risastóru sviði. Að það yrði mjög mikilvægt fyrir félagið sem og fótboltann í Danmörku í heild sinni ef okkur tækist ætlunarverkið. Að vinna þennan leik var því risastórt. Þetta er aðeins í annað skipti sem FC Kaupmannahöfn nær að tryggja sér sæti í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu. Við erum mjög stoltir af því að hafa náð þessu, bæði fyrir hönd liðsins sem og Kaupmannahafnar.“ Markmiðið að spila í Evrópu eftir áramót Það voru fáir sem bjuggust við því að FC Kaupmannahöfn myndi ná að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir að liðið var dregið í riðil með Bayern Munchen, Manchester United og Galatasaray. En eftir því sem leið á riðlakeppnina var ljóst að leikmenn FCK ætluðu sér ekki bara að vera með í Meistaradeildinni. „Þetta er auðvitað gríðarlega sterkur riðill sem við drógumst þarna í á sínum tíma. Þrjú önnur lið sem eru að mínu mati í heimsklassa,“ segir Orri í samtali við Vísi. „Ég myndi líka setja okkur hjá FC Kaupmannahöfn í þann flokk núna. Spilamennska okkar hefur séð til þess. Fyrstu markmiðin hjá okkur í þessari baráttu voru að sjá til þess að við værum enn að spila í Evrópukeppni eftir áramót.“ Og var þá ekki endilega verið að meina í Meistaradeildinni því þriðja sæti riðilsins hefði veitt FC Kaupmannahöfn þátttökurétt í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. „Krafan um annað sæti riðilsins var ekki endilega sú krafa sem við settum á sjálfa okkur. Einbeiting okkar var kannski fyrst á þetta þriðja sæti og að gera betur í riðlakeppninni heldur en á síðasta tímabili þar sem að liðið stóð uppi með núll sigra.“ Eftir því sem leið á keppnina. Eftir því sem FC Kaupmannahöfn sýndi það ítrekað að það gæti staðið í hárinu á þessum stórliðum í riðlinum. Jókst trúin innan liðsins á að sæti í sextán liða úrslitum væri mögulegt. „Því fleiri leiki sem þú spilar á þessu gæðastigi. Því nær sem þú kemst því að venjast tempóinu og hraðanum. Því meiri verður trúin og vonin um að við getum afrekað það sem margir töldu ómögulegt fyrir okkur. Við komum mjög vel út úr flestum leikjum í riðlakeppninni. Spilum góðan varnarleik og sóknarleik inn á milli. Það var lykillinn fyrir okkur í þessum stóru leikjum. Sérstaklega á útivelli.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Danmörk Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Sjá meira