„Ég hlakka til að sjá þetta aðeins betur,“ sagði Albert Ingason.
„Hann tekur þarna eitthvað úr buxunum og kastar því út af vellinum,“ sagði Kjartan og sýndi atvikið.
„Er þetta ekki bara týpísk ‚stunt' eftir hana Gerði í Blush? Markaðsdrottningin á Íslandi. Er hann ekki bara með einhverja múffu úr Blush,“ spurði Aron Jóhannsson í léttum tón.
„Ég þekki nú múffuna ágætlega og þær skoppa ekki svona,“ skaut Albert inn í.
„Þess vegna var ég að varpa þessu fram af því að ég veit að þú ert mikil múffumaður,“ sagði Aron léttur.
Það má horfa á þessa óvenjulegu umræðu hér fyrir neðan og sjá þá myndbandið af Kieran Trippier taka eitthvað úr buxunum.