Gamli FH-ingurinn búinn að koma FCK í sextán liða úrslit: „Mjög klókur þjálfari“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. desember 2023 15:00 Jacob Neestrup fagnar eftir sigur FC Kaupmannahafnar á Galatasaray. getty/Lars Ronbog Ólafur Kristjánsson hefur mikið álit á þjálfara FC Kaupmannahafnar sem er komið í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Hann segir að handbragð hans sjáist greinilega á liðinu. FCK tryggði sér farseðilinn í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar með 1-0 sigri á Galatasaray á Parken í gær. Lukas Lerager skoraði eina mark leiksins á 58. mínútu. FCK skildi ekki bara Galatasaray eftir í A-riðli heldur einnig Manchester United sem endaði í fjórða og neðsta sæti riðilsins. Þjálfari FCK er Jacob Neestrup. Hann lék með FH sumarið 2010 en þurfti að hætta ungur vegna meiðsla og sneri sér þá að þjálfun. „Jacob Neestrup er mjög klókur þjálfari. Hann var hjá FCK, fór svo aðeins og þjálfaði hjá Viborg. Hann var svo aðstoðarþjálfari hjá FCK og er núna kominn með taumhaldið,“ sagði Ólafur í Meistaradeildarmörkunum í gær. „Hann hefur náð að skapa allavega úrslit og lið sem hefur mörg einkennum þess sem voru einkenni FCK þegar Ståle Solbakken var með liðið, án þess þó að herma eftir. Hans bragur er á liðinu. Þú sérð á FCK-liðinu hvað þeir vilja gera, hvernig þeir vilja spila og virðingu þeirra fyrir öllum þáttum leiksins. Þeir vita hvað þeir geta og hvað þeir geta ekki og hafa spilað þessa riðlakeppni feykilega vel. Það er gríðarlega sterkt fyrir ungan þjálfara eins og Neestrup, í erfiðu starfi, að koma liðinu áfram í sextán liða úrslit.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um FCK Jóhannes Karl Guðjónsson tók undir með Ólafi og hrósaði Neestrup og strákunum hans í hástert. „Þetta er virkilega vel skipulagt lið á allan hátt, í sókn, vörn og skyndisóknum. Þetta er rosalega skemmtilegt lið að fylgjast með. Auðvitað var Galatasaray fullt með boltann og fullt inni á síðasta þriðjungnum. En menn voru vel staðsettir inn í vítateignum þegar boltarnir komu fyrir. Þetta er engin tilviljun. Þeir eru með fullt af góðum leikmönnum en skipulagið hjá Neestrup er virkilega flott,“ sagði Jóhannes Karl. „Ég vil líka hrósa Viktori Claesson fyrir þessa frammistöðu. Hann birtist einu sinni á nærsvæðinu og hreinsar boltann í burtu og svo allt í einu er hann orðinn fremsti maður. Hann spilar sem svona fölsk nía í þessu liði og átti líka virkilega góðan dag.“ Umræðuna um Jacob Neestrup og FCK má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Sjá meira
FCK tryggði sér farseðilinn í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar með 1-0 sigri á Galatasaray á Parken í gær. Lukas Lerager skoraði eina mark leiksins á 58. mínútu. FCK skildi ekki bara Galatasaray eftir í A-riðli heldur einnig Manchester United sem endaði í fjórða og neðsta sæti riðilsins. Þjálfari FCK er Jacob Neestrup. Hann lék með FH sumarið 2010 en þurfti að hætta ungur vegna meiðsla og sneri sér þá að þjálfun. „Jacob Neestrup er mjög klókur þjálfari. Hann var hjá FCK, fór svo aðeins og þjálfaði hjá Viborg. Hann var svo aðstoðarþjálfari hjá FCK og er núna kominn með taumhaldið,“ sagði Ólafur í Meistaradeildarmörkunum í gær. „Hann hefur náð að skapa allavega úrslit og lið sem hefur mörg einkennum þess sem voru einkenni FCK þegar Ståle Solbakken var með liðið, án þess þó að herma eftir. Hans bragur er á liðinu. Þú sérð á FCK-liðinu hvað þeir vilja gera, hvernig þeir vilja spila og virðingu þeirra fyrir öllum þáttum leiksins. Þeir vita hvað þeir geta og hvað þeir geta ekki og hafa spilað þessa riðlakeppni feykilega vel. Það er gríðarlega sterkt fyrir ungan þjálfara eins og Neestrup, í erfiðu starfi, að koma liðinu áfram í sextán liða úrslit.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um FCK Jóhannes Karl Guðjónsson tók undir með Ólafi og hrósaði Neestrup og strákunum hans í hástert. „Þetta er virkilega vel skipulagt lið á allan hátt, í sókn, vörn og skyndisóknum. Þetta er rosalega skemmtilegt lið að fylgjast með. Auðvitað var Galatasaray fullt með boltann og fullt inni á síðasta þriðjungnum. En menn voru vel staðsettir inn í vítateignum þegar boltarnir komu fyrir. Þetta er engin tilviljun. Þeir eru með fullt af góðum leikmönnum en skipulagið hjá Neestrup er virkilega flott,“ sagði Jóhannes Karl. „Ég vil líka hrósa Viktori Claesson fyrir þessa frammistöðu. Hann birtist einu sinni á nærsvæðinu og hreinsar boltann í burtu og svo allt í einu er hann orðinn fremsti maður. Hann spilar sem svona fölsk nía í þessu liði og átti líka virkilega góðan dag.“ Umræðuna um Jacob Neestrup og FCK má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Sjá meira