Totti vill vinna United 7-0 Francesco Totti, fyrirliði Roma, vill koma fram hefndum á morgun þegar liðið mætir Manchester United. Flestum er enn í fersku minni 7-1 sigur United á Roma á síðustu leiktíð. Fótbolti 1. október 2007 23:15
Eiður og Ronaldinho til Stuttgart Eiður Smári Guðjohnsen og Ronaldinho eru í leikmannahópi Barcelona sem mætir Stuttgart annað kvöld í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti 1. október 2007 15:07
Við erum klárlega með betra lið en Chelsea Spænski landsliðsmaðurinn David Villa hjá Valencia fer ekki leynt með skoðanir sínar á Avram Grant og liði hans Chelsea fyrir viðureign liðanna í Meistaradeildinni á miðvikudaginn. Fótbolti 30. september 2007 13:43
Uefa ætlar ekki að banna Grant Talsmaður Knattspyrnusambands Evrópu segir að ekki standi til að banna Avram Grant að stýra liði Chelsea í Meistaradeildinni. Grant er ekki með opinbert atvinnuleyfi til að þjálfa og er á undanþágu, en Uefa segir málið ekki í sínum höndum. Fótbolti 27. september 2007 12:53
Roma leitar hefnda Önnur umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu fer fram í næstu viku þar sem nokkrir stórleikir verða á dagskrá. Einn af athygliverðari leikjunum verður án efa slagur Manchester United og Roma, en þar eiga Rómverjar sannarlega harma að hefna eftir útreiðina á síðustu leiktíð. Fótbolti 27. september 2007 11:32
Cesar: Mancini var reiður Markvörðurinn Julio Cesar var besti maður Inter Milan í kvöld þegar liðið tapaði nokkuð óvænt 1-0 fyrir tyrkneska liðinu Fenerbahce á útivelli í Meistaradeildinni. Það sem kom meira á óvart í leiknum voru yfirburðir heimamanna, sem gerðu harða atlögu að ítölsku meisturunum. Fótbolti 19. september 2007 23:13
Meistaradeildin er erfiðari Juande Ramos, þjálfari Sevilla, sagði tap sinna manna gegn Arsenal á Emirates í kvöld vera talandi dæmi um það hvað Meistaradeild Evrópu sé erfið deild. Hann vill þó ekki meina að hans menn hafi verið lélegir í kvöld. Fótbolti 19. september 2007 22:36
Messi: Þetta var ágæt sýning Lionel Messi átti góðan leik í kvöld þegar Barcelona lagði Lyon 3-0 í E-riðli Meistaradeildinni. Hann var ánægður með leik sinna manna og sagði þá hafa gert allt sem lögðu upp með fyrir leikinn. Fótbolti 19. september 2007 22:02
Van Persie: Við erum að spila ótrúlega Robin van Persie sagði Arsenal vera að spila hágæða knattspyrnu í kvöld þegar liðið lagði Sevilla örugglega 3-0 á Emirates. Félagi hans Cesc Fabregas segir Arsenal vera lið framtíðarinnar. Fótbolti 19. september 2007 21:28
Blendnar tilfinningar fyrir Ronaldo Portúgalski vængmaðurinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United upplifði blendnar tilfinningar í kvöld þegar hann tryggði enska liðinu sigur á fyrrum félögum sínum í Sporting í Lissabon. Fótbolti 19. september 2007 21:22
Ferguson: Mikilvægt að byrja á sigri Sir Alex Ferguson var að vonum ánægður með sigur sinna manna á Sporting í Lissabon í kvöld. Hann var ánægður með frammistöðu Wayne Rooney sem sneri aftur úr meiðslum og á von á að hann verði klár á ný gegn Chelsea á sunnudaginn. Fótbolti 19. september 2007 21:13
Wenger vill meiri stöðugleika Arsene Wenger var nokkuð sáttur við sína menn eftir 3-0 sigurinn á Sevilla í kvöld en vill þó meina að hans menn eigi mikið inni. Hann leitar fyrst og fremst eftir stöðugleika hjá sínum mönnum. Fótbolti 19. september 2007 21:02
Auðvelt hjá Arsenal Manchester United og Arsenal unnu góða sigra í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar 8 leikir fóru fram í riðlakeppninni. United vann sanngjarnan 1-0 útisigur á Sporting í Lissabon. Arsenal lagði Sevilla 3-0 en Inter tapaði nokkuð óvænt 1-0 fyrir Fenerbahce í Tyrklandi. Fótbolti 19. september 2007 20:35
Arsenal leiðir í hálfleik Arsenal hefur yfir 1-0 gegn Sevilla þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í Meistaradeildinni. Barcelona hefur yfir 1-0 gegn Lyon og markalaust er hjá Sporting og Manchester United í Portúgal. Fótbolti 19. september 2007 19:31
Crawford kominn með starfsleyfi á ný NBA-dómarinn Joey Crawford hefur fengið grænt ljós á að byrja að dæma í deildinni á ný í haust, en hann var settur í bann á síðasta tímabili eftir að hafa farið gróflega yfir strikið í leik San Antonio og Dallas. Körfubolti 19. september 2007 18:23
Eiður aftarlega í goggunarröðinni Eiður Smári Guðjohnsen var ekki valinn í leikmannahóp Barcelona sem mætir Lyon á Camp Nou í kvöld. Fótbolti 19. september 2007 10:33
Ferguson líst ekkert á dómara kvöldsins Sir Alex Ferguson gróf andlit sitt í hendur sínar þegar hann var spurður hvað honum þættist um dómara leiks Sporting Lissabon og Manchester United í kvöld. Fótbolti 19. september 2007 09:37
Benítez: Vonandi lærir Pennant af þessu Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, segist hafa verið að íhuga að taka Jermaine Pennant af leikvelli rétt áður en hann fékk rauða spjaldið gegn Porto í kvöld. Fótbolti 18. september 2007 22:35
Mourinho: Við nýttum ekki færin Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, var að vonum allt annað en sáttur við úrslit kvöldsins. Enska liðið náði aðeins stigi á heimavelli gegn Rosenborg í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 18. september 2007 21:48
Ancelotti í skýjunum Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan, er hæstánægður með sína menn eftir 2-1 sigur á Benfica í Meistaradeildinni í kvöld. Hann hrósaði Andrea Pirlo sérstaklega fyrir hans spilamennsku. Fótbolti 18. september 2007 21:29
Rosenborg náði jafntefli gegn Chelsea Jafntefli var niðurstaðan í leikjum Chelsea og Liverpool í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Norsku meistararnir í Rosenborg náðu óvæntum úrslitum á Stamford Bridge. Þeir tóku forystuna en Shevchenko jafnaði snemma í seinni hálfleik og úrslitin 1-1. Fótbolti 18. september 2007 20:45
Gattuso: Góður mórall er lykilatriði Gennaro Ivan Gattuso, miðjumaður AC Milan, segir að ef liðið ætli sér langt í Evrópukeppninni þurfi mórallinn í búningsklefanum að vera fyrsta flokks. AC Milan er ríkjandi Evrópumeistari en liðið mætir Benfica annað kvöld. Fótbolti 17. september 2007 18:30
Liverpool án þriggja manna til Portúgal John Arne Riise, Mohamed Sissoko og Harry Kewell munu allir verða eftir á Englandi þegar Liverpool ferðast til Portúgal þar sem liðið mætir Porto í A-riðli Meistaradeildarinnar á morgun. Fótbolti 17. september 2007 14:43
Schuster: AC Milan sigurstranglegast Bernd Schuster, þjálfari Real Madrid, segir að ítalska liðið AC Milan sé sigurstranglegast í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð. „Ég sá þá vinna Sevilla og tel þá sigurstranglegasta," sagði Schuster. Fótbolti 4. september 2007 18:40
Öruggur sigur Sevilla Spænska liðið Sevilla er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 4-1 sigur á AEK Aþenu í kvöld. Sevilla réði lögum og lofum í leiknum eins og úrslitin bera með sér en þetta var síðari leikur þessara liða í forkeppni Meistaradeildarinnar. Sevilla vann samtals úr báðum leikjum 6-1. Fótbolti 3. september 2007 22:04
AC Milan meistarar meistaranna AC Milan sigraði í kvöld Sevilla í viðureign Evrópumeistara meistaraliða og Evrópumeistara félagsliða með þremur mörkum gegn einu. Þetta er í fimmta sinn sem að AC Milan vinnur þennan titil. Fótbolti 31. ágúst 2007 20:42
Barcelona dróst í riðil með Lyon og Stuttgart Dregið var í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í Frakklandi í dag. Dregið var í átta riðla með fjórum liðum í hverjum riðli. Einnig voru veitt verðlaun fyrir besta markvörðinn, varnarmanninn, miðjumanninn og sóknarmanninn sem að þjálfarar liðanna völdu. Drátturinn var í beinni útsendingu á Vísi.is. Fótbolti 30. ágúst 2007 17:04
Arsenal í riðlakeppnina - Ajax dottið út Þriðja umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu kláraðist í kvöld ef að frá er talinn leikur AEK Aþenu og Sevilla sem var frestað vegna andláts Antonio Puerta, leikmanns Sevilla. Arsenal komst auðveldlega áfram eftir öruggan sigur á Sparta Prag en athygli vekur að Ajax datt út á móti Slavia Prag. Fótbolti 29. ágúst 2007 21:27
Rafmagnslaust í Þrándheimi Leikur Rosenborg og Tampere í forkeppni meistaradeildarinnar er ekki hafinn í Þrándheimi. Ástæðan er sú að rafmagnslaust er í stórum hluta Þrándheims. Svo gæti farið að leiknum verði frestað til morguns. Rosenborg vann fyrri leikinn 3-0 í Finnlandi og því nær öruggt með að komast í meistaradeildina. Fótbolti 29. ágúst 2007 19:39
Dynamo Kiev og Shaktar Donetsk í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Dynamo Kiev og Shaktar Donetsk tryggðu sér í dag þátttökurétt í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Dynamo Kiev lagði Sarajevo á heimavelli með þremur mörkum gegn engu, samtals 4-0. Shaktar Donetsk sigraði Salzburg 3-1 á heimavelli í dag og því samanlagt 3-2. Fótbolti 29. ágúst 2007 18:16
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti