Knattspyrnudómarinn Kristinn Jakobsson mun í fyrsta sinn dæma leik í fimmtu umferð Meistaradeildar Evrópu síðar í þessum mánuði. Þetta kom fram í íþróttaþættinum Skjálfanda á X-inu 977 í hádeginu.
Kristinn hefur áður dæmt í Evrópukeppni félagsliða og í sumar var hann fjórði dómari á leik í Evrópukeppni landsliða.
Fimmta umferð Meistaradeildarinnar fer fram dagana 25. og 26. nóvember, en það ræðst væntanlega helgina áður á hvaða leik Kristinn verður settur.