Knattspyrnusamband Evrópu ætlar að taka til rannsóknar atvik sem átti sér stað í leik Liverpool og Marseille í gærkvöld þar sem Steven Gerrard virtist verða fyrir aðskotahlut sem kom fljúgandi inn á völlinn.
Talið er að það hafi verið kveikjari sem kastað var í fyrirliðann þegar hannv ar að taka hornspyrnu í fyrri hálfleik.
Gerrard tryggði Liverpool sigur í leiknum með skallamarki sem var hans þrítugasta í Evrópukeppni fyrir þá rauðu.