Jafnt á Nývangi í hálfleik Nú er kominn hálfleikur í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Rangers er á leið út úr keppninni eins og staðan er í hálfleik því liðið er 1-0 undir á heimavelli gegn Lyon frá Frakklandi. Fótbolti 12. desember 2007 20:35
Eiður byrjar gegn Stuttgart Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona sem tekur á móti Stuttgart í lokaleik sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Barcelona hefur þegar tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. Fótbolti 12. desember 2007 19:37
Þrír stuðningsmenn United stungnir í Róm Þrír af stuðningsmönnum Manchester United voru stungnir í átökum fyrir leikinn við Roma í Meistaradeildinni í Róm í kvöld. BBC greinir frá þessu nú rétt í þessu. Síðast þegar liðin mættust enduðu 11 stuðningsmenn á sjúkrahúsi eftir átök. Fótbolti 12. desember 2007 19:23
Eiður Smári í hópnum Eiður Smári Guðjohnsen er að venju í leikmannahópi Barcelona en liðið mætir Stuttgart í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Fótbolti 12. desember 2007 11:59
Sigurganga Real óslitin í riðlakeppninni Real Madrid tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og varð þar með fyrsta liðið til að komast þangað í 12 sinn í sögu félagsins. Liðið hefur alltaf komist upp úr riðli sínum í Meistaradeildinni og það er einstakur árangur. Fótbolti 11. desember 2007 23:36
Endurkoma Liverpool í sögubækurnar Liverpool varð í kvöld aðeins sjöunda liðið í sögu Meistaradeildarinnar til að komast í 16-liða úrslit keppninnar eftir að hafa fengið aðeins eitt stig út úr fyrstu þremur leikjum sínum í riðlinum. Fótbolti 11. desember 2007 23:20
Robinho og Nistelrooy atkvæðamestir í riðlakeppninni Þeir Ruud Van Nistelrooy og Robinho hjá Real Madrid áttu stóran þátt í 3-1 sigri liðsins á Lazio í lokaleik liðsins í C-riðli Meistaradeildarinnar. Fótbolti 11. desember 2007 23:11
Cole: Þetta var fín æfing fyrir okkur Leikmenn Chelsea gleymdu skotskónum heima í kvöld þegar þeir gerðu markalaust jafntefli við heillum horfið lið Valencia í lokaleik sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Fótbolti 11. desember 2007 23:00
Nú einbeitum við okkur að United Rafa Benitez hrósaði liði sínu í hástert eftir sigurinn á Marseille í Meistaradeildinni í kvöld en vildi lítið tjá sig um þau skilaboð sem sigurinn sendi forráðamönnum félagsins. Fótbolti 11. desember 2007 22:52
Gerrard: Þetta var úrslitaleikur "Við spiluðum þennan leik eins og um sannan úrslitaleik væri að ráða eins og stjórinn vildi og það gekk eftir frá markverði til fremsta manns," sagði Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool eftir 4-0 sigurinn á Marseille í Meistaradeildinni í kvöld. Fótbolti 11. desember 2007 22:34
Liverpool í 16-liða úrslitin Liverpool tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu með auðveldum 4-0 útisigri á Marseille í Frakklandi. Liðið hafnaði því í öðru sæti A-riðils á eftir Porto sem lagði Besiktas 2-0. Fótbolti 11. desember 2007 21:33
Liverpool í vænlegri stöðu Liverpool er í vænlegri stöðu þegar flautað hefur verið til hálfleiks í leikjum kvöldsins í Meistaradeildinni. Liðið hefur yfir 2-0 gegn slöku liði Marseille á útivelli eftir að Steven Gerrard og Fernando Torres skoruðu mörkin á fyrstu 11 mínútum leiksins. Fótbolti 11. desember 2007 20:30
2-0 fyrir Liverpool Liverpool er komið í ansi vænlega stöðu gegn Marseille í lokaleik sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Spánverjinn Fernando Torres bætti við laglegu marki á 11. mínútu - skömmu eftir að Gerrard braut ísinn úr víti. Fótbolti 11. desember 2007 20:01
Dramatík frá fyrstu mínútu Leikur Liverpool og Marseille í Meistaradeildinni fer æsilega af stað og það tók enska liðið ekki nema innan við fimm mínútur að ná forystunni. Steven Gerrard fiskaði vítaspyrnu sem hann lét verja frá sér en skoraði úr frákastinu. Fótbolti 11. desember 2007 19:49
Rooney verður fyrirliði United á morgun Wayne Rooney verður fyrirliði Manchester United sem mætir Rómverjum í Meistaradeild Evrópu á morgun. Fótbolti 11. desember 2007 10:17
Leikmaður Lyon stöðvaður á flugvellinum í Glasgow Kader Keita, leikmanni Lyon, var meinuð innganga í Skotland á flugvellinum í Glasgow er leikmenn og starfsmenn liðsins komu þangað í gær. Fótbolti 11. desember 2007 09:52
Seedorf sjötti maðurinn í 100 leiki Hollenski miðjumaðurinn Clarence Seedorf varð í gærkvöld sjötti maðurinn til að spila sinn 100. leik í Meistaradeild Evrópu þegar hann spilaði með AC Milan í 1-0 sigri á Celtic. Fótbolti 5. desember 2007 12:36
Inzaghi setti markamet Filippo Inzaghi setti nýtt met þegar hann skoraði eina markið í leik AC Milan og Celtic í kvöld. Þetta var 63. mark hans í Evrópukeppnum og náði þessi mikli markahrókur þar með að bæta met Gerd Muller. Fótbolti 4. desember 2007 22:13
Celtic áfram þrátt fyrir tap Skoska liðið Glasgow Celtic er komið í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þrátt fyrir að hafa tapað fyrir AC Milan á Ítalíu í kvöld. Fótbolti 4. desember 2007 21:30
Þurfum að stoppa Kaka Í kvöld fara fram lokaleikirnir tveir í D-riðli Meistaradeildar Evrópu. Leikur AC Milan og Glasgow Celtic verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Fótbolti 4. desember 2007 18:00
Tveir leikir í Meistaradeildinni í kvöld Keppni í D-riðli Meistaradeildar Evrópu lýkur í kvöld með tveimur leikjum, en þeim var flýtt vegna þátttöku AC Milan á HM félagsliða í Japan. Fótbolti 4. desember 2007 11:56
Kann ekki að spila upp á jafntefli Gordon Strachan, knattspyrnustjóri Glasgow Celtic, segir að stefnan sé sett á sigur gegn AC Milan á morgun. Þá fara fram síðustu leikirnir í D-riðli Meistaradeildar Evrópu og þarf Celtic að ná jafntefli gegn AC Milan á útivelli til að vera öruggt áfram. Fótbolti 3. desember 2007 17:28
Breytingar á Evrópukeppnunum í knattspyrnu Úrslitaleikurinn í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu fer fram á laugardegi frá og með árinu 2010 þar sem Wembley verður einn þeirra leikstaða sem kemur til greina. Fótbolti 30. nóvember 2007 19:27
Breytinga að vænta á fyrirkomulagi Meistaradeildarinnar Knattspyrnusambandið hefur lagt til að breyta fyrirkomulagi Meistaradeildar Evrópu. Samkvæmt tillögunni komast þrjú lið úr ensku úrvalsdeildinni beint í riðlakeppnina. Fótbolti 30. nóvember 2007 11:46
Benfica rauf 500 marka múrinn Portúgalska liðið Benfica varð í gærkvöld sjöunda liðið til að skora 500 mörk í Evrópukeppninni í knattspyrnu þegar Maximiliano Pereira skoraði í 1-1 jafntefli liðsins við AC Milan. Fótbolti 29. nóvember 2007 19:34
Wenger og Rijkaard fá eins leiks bann Arsene Wenger, stjóri Arsenal, og Frank Rijkaard hjá Barcelona munu báðir fá sjálfkrafa eins leiks bann fyrir brottvísanir sínar í Meistaradeildinni í vikunni. Fótbolti 29. nóvember 2007 12:40
Þessi var fyrir stuðningsmennina Rafa Benitez, stjóri Liverpool, tileinkaði stuðningsmönnum liðsins 4-1 sigurinn á Porto í Meistaradeildinni í kvöld. Fótbolti 28. nóvember 2007 23:04
Góður endasprettur tryggði Liverpool sigur Liverpool heldur enn í vonina um að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 4-1 sigur á Porto í kvöld þar sem góður endasprettur enska liðsins gerði útslagið. Fótbolti 28. nóvember 2007 21:30
1-1 á Anfield í hálfleik Nú er kominn hálfleikur í leikjunum sem standa yfir í Meistaradeild Evrópu. Liverpool og Porto standa jöfn 1-1 í hálfleik þar sem Torres kom heimamönnum yfir á 19. mínútu en eftir það hresstust gestirnir og Lopez jafnaði með laglegum skalla eftir 33 mínútur. Fótbolti 28. nóvember 2007 20:30
Stuðningsmenn Liverpool styðja Benitez Stuðningsmenn Liverpool munu í kvöld marsera til stuðnings Rafa Benitez knattspyrnustjóra fyrir leik liðsins gegn Porto í A-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld. Fótbolti 28. nóvember 2007 19:14
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti