Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Villa-Boas: Ensku liðin eiga erfitt í Meistaradeildinni

    Pressan á Andre Villa-Boas, þjálfara Chelsea, er orðinn enn meiri eftir 2-1 tap á móti Bayer Leverkusen í Þýskalandi í kvöld en Chelsea-liðið hefur þar með tapað fjórum af síðustu sex leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni:

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Michael Ballack: Chelsea á enn góða möguleika

    Michael Ballack fagnaði sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld ásamt félögum sínum í Bayer Leverkusen eftir dramatískan 2-1 sigur á gömlu félögum hans í Chelsea. Sigurmarkið kom í uppbótartíma leiksins en Chelsea komst yfir í byrjun seinni hálfleiks.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Alex Song: Ég vona að Van Persie meiðist ekki

    Alex Song og félagar í Arsenal tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar og sigur í sínum riðli með því að vinna 2-1 sigur á Borussia Dortmund í kvöld. Song lagði upp fyrra mark Robin van Persie en hollenski framherjinn skoraði bæði mörkin.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Nani: Við óttumst ekki stóru liðin

    Jafnteflið gegn Benfica í gær gerir það að verkum að Man. Utd er ekki öruggt um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Það sem meira er þá mun liðið væntanlega enda í öðru sæti riðilsins ef það á annað borð kemst áfram.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Spilla þýsku liðin fyrir Lundúnaliðunum?

    Mest spennandi leikur kvöldsins í Meistaradeildinni verður ekki í Mílanó þar sem stórliðin AC Milan og Barcelona mætast heldur í Leverkusen þar sem Chelsea og Bayer Leverkusen geta bæði tryggt sér sæti í 16 liða úrslitunum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Mancini: Við áttum ekki skilið að tapa í kvöld

    Roberto Mancini, stjóri Manchester City, sá sína menn tapa 2-1 á móti Napoli í Meistaradeildinni í kvöld og gera með því nánast út um möguleika sína á því að komast áfram í sextán liða úrslit keppninnar. Napoli er nú með stigi meira en enska liðið og nægir sigur á botnliði Villarreal í lokaumferðinni til þess að komast áfram á kostnað Mancini og félaga.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ferguson: Fengum á okkur furðuleg mörk

    Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var ánægður með spilamennsku sinna manna þrátt fyrir 2-2 jafntefli á móti Benfica á Old Trafford í Meistaradeildinni í kvöld. Jafnteflið nægði Benfica til að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum en United þarf að fara til Sviss og mæta Basel í hreinum úrslitaleik um sæti í sextán liða úrslitunum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Sigurmark United kom ekki þrátt fyrir stórsókn - Benfica komið áfram

    Manchester United tókst ekki að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar þrátt fyrir stórskotahríð að marki Benfica á Old Trafford í kvöld. Liðin gerðu 2-2 jafntefli og stigið nægði Benfica til að tryggja sér sæti í 16 liða úrslitunum. Basel tekur á móti United í lokaumferðinni í úrslitaleik um sæti í sextán liða úrslitunum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Bayern, Benfica og Inter komin áfram í 16 liða úrslitin

    Bayern München, Benfica og Inter Milan tryggðu sér í kvöld sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar og Ajax er komið með níu tær í útsláttarkeppnina. Ensku liðunum Manchester United og Manchester City tókst ekki að tryggja sér áfram upp úr sínum riðlunum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Villas-Boas: Verðum að komast aftur á sigurbraut

    Chelsea mætir Bayer Leverkusen í Meistaradeildinni á morgun og stjórinn, Andre Villas-Boas, segir að leikurinn sé gríðarlega mikilvægur fyrir Chelsea enda þurfi liðið sárlega að rétta úr kútnum eftir dapurt gengi upp á síðkastið.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ferguson ánægður með strákana sína

    Þó svo Man. Utd hafi ekki verið að spila neinn sambabolta á síðustu vikum hefur liðið verið að klára sína leiki og stjórinn, Sir Alex Ferguson, er ánægður með það hvernig liðið hefur brugðist við skellinum gegn Man. City fyrir nokkrum vikum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Manchester-liðin mega ekki tapa í kvöld

    Manchester City og Manchester United hafa verið í nokkrum sérflokki í ensku úrvalsdeildinni í vetur en það hefur ekki gengið eins vel hjá liðunum í Meistaradeildinni. Bæði lið eiga það nú sameiginlegt að mega ekki tapa leikjum sínum í næstsíðustu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Manchester United tekur þá á móti Benfica á Old Trafford en Manchester City heimsækir ítalska liðið Napoli. Liðin eru bæði í öruggu sæti eins og er en það gæti breyst snögglega í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Pato verður í liði Milan gegn Barcelona

    Brasilíumaðurinn Pato snéri aftur í lið AC Milan um helgina eftir tvo mánuði utan vallar vegna meiðsla. Pato snéri aftur með látum og verður væntanlega í liði Milan gegn Barcelona í Meistaradeildinni á kostnað landa síns, Robinho.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Rooney spilar líklega á morgun

    Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, er bjartsýnn á að Wayne Rooney geti spilað Meistaradeildarleikinn mikilvæga gegn Benfica á morgun. Rooney gat ekki æft með liðinu í morgun.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Rooney ekki með á æfingu í morgun

    Wayne Rooney æfði ekki með félögum sínum í Man. Utd í morgun og það vekur upp spurningar um hvort hann verði í standi til þess að spila gegn Benfica í Meistaradeildinni á morgun.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Benzema: Jose Mourinho er búinn að breyta mér í stríðsmann

    Karim Benzema, franski framherjinn hjá Real Madrid, hrósar þjálfaranum Jose Mourinho í nýlegu viðtali við RTL og segir portúgalska þjálfarann hafi hjálpað sér að verða betri leikmaður á því eina og hálfa ári sem Mourinho hefur setið í þjálfarastólnum á Santiago Bernabéu.

    Fótbolti