Man. Utd nældi í jafntefli í Madrid 13. febrúar 2013 13:47 Welbeck kemur hér Man. Utd yfir í leiknum. Man. Utd er í fínni stöðu í rimmu sinni gegn Real Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir 1-1 jafntefli í Madrid í kvöld. United á síðari leikinn á heimavelli. Heimamenn byrjuðu leikinn betur og sóttu nokkuð fast að marki Man. Utd. Coentrao komst næst því að skora en De Gea varði stórkostlega frá honum. Man. Utd átti sínar sóknir og Welbeck kom þeim yfir með skallamarki á 20. mínútu. Hann framlengdi þá hornspyrnu Rooney í netið. Sergio Ramos fær engin verðlaun fyrir varnarleik í horninu. Real lagði ekki árar í bát og snillingurinn Ronaldo skoraði tíu mínútum síðar. Fékk þá sendingu í teiginn frá Di Maria. Hann er nokkuð frá markinu en skallinn er fastur og hnitmiðaður. Evra í dekkningunni en hann rennur í teignum og nær ekki að snerta Portúgalann. Real vildi fá víti síðar er Phil Jones stjakaði við Di Maria í teignum. Ekkert dæmt. Heimamenn sterkari og voru ekki fjarri því að bæta við fyrir hlé. Allt kom þó fyrir ekki og staðan í leikhléi 1-1. Raphael Varane, varnarmaður Real Madrid, átti líklega að fá rautt spjald snemma í síðari hálfleik er hann virtist brjóta á Patrice Evra sem var að sleppa í gegn. Dómarinn dæmdi ekkert. Afar umdeilt atvik. Tæpum 20 mínútum fyrir leikslok átti Van Persie að koma United yfir. Hann átti fyrst skot í slána. Nokkrum sekúndum síðar var hann einn á auðum sjó í teignum en hitti boltann illa og Xabi bjargaði rétt áður en boltinn fór inn fyrir línuna. Eftir sem áður stýrði Real Madrid umferðinni. Liðið skapaði sér nokkuð af færum en de Gea var vandanum vaxinn í markinu. Lokatölur 1-1 sem hljóta að vera vonbrigði fyrir heimamenn sem áttu aragrúa færa í leiknum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Fleiri fréttir Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Sjá meira
Man. Utd er í fínni stöðu í rimmu sinni gegn Real Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir 1-1 jafntefli í Madrid í kvöld. United á síðari leikinn á heimavelli. Heimamenn byrjuðu leikinn betur og sóttu nokkuð fast að marki Man. Utd. Coentrao komst næst því að skora en De Gea varði stórkostlega frá honum. Man. Utd átti sínar sóknir og Welbeck kom þeim yfir með skallamarki á 20. mínútu. Hann framlengdi þá hornspyrnu Rooney í netið. Sergio Ramos fær engin verðlaun fyrir varnarleik í horninu. Real lagði ekki árar í bát og snillingurinn Ronaldo skoraði tíu mínútum síðar. Fékk þá sendingu í teiginn frá Di Maria. Hann er nokkuð frá markinu en skallinn er fastur og hnitmiðaður. Evra í dekkningunni en hann rennur í teignum og nær ekki að snerta Portúgalann. Real vildi fá víti síðar er Phil Jones stjakaði við Di Maria í teignum. Ekkert dæmt. Heimamenn sterkari og voru ekki fjarri því að bæta við fyrir hlé. Allt kom þó fyrir ekki og staðan í leikhléi 1-1. Raphael Varane, varnarmaður Real Madrid, átti líklega að fá rautt spjald snemma í síðari hálfleik er hann virtist brjóta á Patrice Evra sem var að sleppa í gegn. Dómarinn dæmdi ekkert. Afar umdeilt atvik. Tæpum 20 mínútum fyrir leikslok átti Van Persie að koma United yfir. Hann átti fyrst skot í slána. Nokkrum sekúndum síðar var hann einn á auðum sjó í teignum en hitti boltann illa og Xabi bjargaði rétt áður en boltinn fór inn fyrir línuna. Eftir sem áður stýrði Real Madrid umferðinni. Liðið skapaði sér nokkuð af færum en de Gea var vandanum vaxinn í markinu. Lokatölur 1-1 sem hljóta að vera vonbrigði fyrir heimamenn sem áttu aragrúa færa í leiknum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Fleiri fréttir Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Sjá meira