Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var spurður út í það á blaðamannafundi í gær hvað honum finnst um skrif spænsku blaðanna sem hafa líkt Wayne Rooney við boltabullu og hent því fram að leikmaðurinn passaði vel inn í hóp æstustu stuðningsmanna United.
Real Madrid tekur á móti Manchester United í kvöld í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það verða öll augu á Bernabeu enda risaleikur á ferðinni.
Blaðamaður Marca lýsti Rooney meðal annars sem freknóttum púka sem sé byggður eins og tunna full af púðri og mættur til Madridar til þess að sprengja upp Bernabeu-völlinn.
Ferguson kippti sér þó ekki mikið upp við þetta. „Rooney kann ekki spænsku svo að þetta verður í lagi," sagði skoski stjórinn spakur.
Sir Alex: Rooney kann ekki spænsku svo að þetta verður í lagi
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Manchester er heima“
Enski boltinn


„Verð aldrei trúður“
Fótbolti


Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn


De Bruyne kvaddur með stæl
Enski boltinn


