Fótbolti

Vonarglæta hjá Valencia | Zlatan fékk rautt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
PSG virtist hafa komið sér í góða stöðu fyrir síðari leikinn gegn Valencia í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en fór illa að ráði sínu á lokamínútunum.

PSG vann á endanum 2-1 sigur en rautt spjald Zlatan Ibrahimovic í uppbótartíma varpaði skugga á hann.

PSG átti fínan fyrri hálfleik á Spáni og komst tveimur mörkum yfir með mörkum þeirra Ezequiel Lavezzi og Javier Pastore.

Staðan breyttist ekki lengi vel í síðari hálfleik en gestirnir voru nær því að bæta við ef eitthvað var.

Adil Rami náði svo að minnka muninn fyrir Valencia er hann stýrði aukaspyrnu Tino í netið á 90. mínútu leiksins.

Útlitið dökknaði svo enn þegar að Svíinn Ibrahimovic fékk að líta beint rautt spjald fyrir brot í uppbótartíma og verður hann því í banni í síðari leiknum sem fer fram í París.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×