Handtekin í tvígang fyrir að mótmæla í Haag Loftslagsbaráttukonan Greta Thunberg var tvisvar sinnum handtekin af lögreglu á mótmælum sem hún stóð fyrir í Haag í Hollandi í dag. Erlent 6. apríl 2024 23:56
Kallað eftir Carbfix tækninni á alþjóðavísu Hlýnun jarðar er óumdeilanleg og hraði loftslagsbreytinga er fordæmalaus, hvort sem litið er til síðustu áratuga eða árþúsunda. Lofthjúpurinn hefur hlýnað, jöklar hafa hopað og jafnvel horfið, sjávarborð hefur hækkað og sjávarhiti hækkað, og öfgar í veðurfari aukist samhliða því að styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum hefur aukist. Skoðun 4. apríl 2024 16:01
Rekja meirihluta heimslosunar til 57 framleiðenda Innan við sextíu framleiðendur jarðefnaeldsneytis og steinsteypu eru sagðir bera ábyrgð á meginþorra losunar gróðurhúsalofttegunda í heiminum frá 2016. Ríkisrekin jarðefnaeldsneytisfyrirtæki eru þau umsvifamestu samkvæmt nýrri greiningu. Viðskipti erlent 4. apríl 2024 11:56
Ísland meðal örfárra ríkja sem standast viðmið WHO um loftgæði Ísland er eitt aðeins sjö ríkja sem standast viðmið Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar þegar kemur að loftgæðum. Hin ríkin eru Ástralía, Eistland, Finnland, Grenada, Máritíus og Nýja Sjáland. Erlent 19. mars 2024 06:36
Loftslagsstefna Íslands er í ógöngum Það hefur skort umræðu um hvaða áhrif og afleiðingar það hefur fyrir loftslagsstefnuna að Ísland er á allt öðrum stað en langflest önnur ríki hvað varðar hlutfall endurnýjanlegrar orku í orkubúskapnum. Á Íslandi er hlutfallið með því hæsta sem þekkist í heiminum. Loftslagsstefnan kostar íslenskt samfélag – einstaklinga, ríkissjóð og fyrirtæki – þegar háar fjárhæðir, svo nemur mörgum milljörðum á ári. Kostnaðurinn á að óbreyttu eftir að hækka mikið. Umræðan 18. mars 2024 08:50
Febrúar heitasti febrúarmánuður sögunnar Febrúar síðastliðinn var heitasti febrúar mánuður sögunnar og níundi mánuðurinn í röð þar sem fyrra hitamet fellur. Þá hefur yfirborð sjávar aldrei mælst heitara en það mældist í síðasta mánuði. Erlent 7. mars 2024 07:22
Landsvirkjun vonast til að hefja smíði tveggja virkjana á árinu Hagnaður af grunnrekstri Landsvirkjunar á síðasta ári nam 52 milljörðum króna og reyndist þetta besta rekstrarár fyrirtækisins frá stofnun þess árið 1965. Stjórn Landsvirkjunar leggur til að 20 milljarða króna arður verði greiddur til ríkisins. Viðskipti innlent 29. febrúar 2024 22:33
Þingeyingar sprengdu áður stíflu en vilja núna virkja Sú óvenjulega staða er komin upp í Þingeyjarsveit að mikill meirihluti íbúa í nærsamfélaginu vill fá svokallaða Einbúavirkjun í Skjálfandafljóti inn á aðalskipulag, virkjun sem sveitarstjórnin hafði hafnað. Innlent 27. febrúar 2024 22:22
Færeyingar fá núna raforku með virkjun sjávarstrauma Færeyingar eru byrjaðir að virkja sjávarföllin í samstarfi við sænskt þróunarfélag. Túrbína upp á 1,2 megavött er þegar komin í sjó og þykir reynslan það góð að farið er að undirbúa 200 megavatta raforkuframleiðslu úr sjávarstraumum við Færeyjar. Erlent 26. febrúar 2024 21:00
Salome til Transition Labs Salome Hallfreðsdóttir hefur gengið til liðs við loftslagsfyrirtækið Transition Labs og verður framkvæmdastjóri nýstofnaðs dótturfélags þess sem nefnist Röst sjávarrannsóknasetur ehf. Viðskipti innlent 26. febrúar 2024 09:55
Stökkpallur fyrir íslenskar lausnir Tvíhliða samstarf Bandaríkjanna og Íslands á sviði orku- og loftslagsmála markar nýjan kafla í útflutningi íslenskra loftslagslausna og áframhaldandi nýsköpun hér á landi. Það eru tíðindi þegar orkumálaráðherra Bandaríkjanna lýsir því yfir að þær loftslagslausnir, þekking og reynsla sem Íslendingar búa yfir sé mikilvæg fyrir orkuskipti Bandaríkjanna og þá gríðarstóru grænu umbreytingu sem þörf er á í heiminum. Skoðun 21. febrúar 2024 09:00
Þúsundir tonna af metangasi láku út í andrúmsloftið á sex mánuðum Áætlað er að um 127 þúsund tonn af metangasi hafi sloppið út í andrúmsloftið eftir að eldur kviknaði í kjölfar sprengingar í borholu í Kasakstan. Eldurinn geisaði í sex mánuði og áhrif losunarinnar sögð jafngilda árslosun 717 þúsund bensínbifreiða. Erlent 16. febrúar 2024 12:21
Fögnuðu bolludeginum með vistkjöti úr frumum japanskrar akurhænu ORF Líftækni og ástralska nýsköpunarfyrirtækið Vow héldu fyrstu opinberu smökkun á vistkjöti í Evrópu í gær. Boðið var upp á tvo rétti þar sem vistkjöt, ræktað úr frumum úr japanskri kornhænu, var í aðalhlutverki. Lífið 13. febrúar 2024 19:00
Neyðarástand í plastmálum Plast er allstaðar. Plast er í matarpakkningum, í fötunum sem þú klæðist, í leikföngum barna þinna og ótal öðrum hlutum sem við notum öll daglega. Um 350.000 tonn af plasti eru framleidd á hverju ári á heimsvísu og talið er að framleiðslan eigi einungis eftir að aukast Skoðun 13. febrúar 2024 12:30
Parísarbyggingar á Íslandi - er það hægt? Nýlega var sagt frá því í fréttum að hafið væri niðurrif á Íslandsbankahúsinu á Kirkjusandi og skammt er síðan veglegt hús Íslandsbanka við Lækjargötu var rifið. Það var sorglegt að horfa upp á það, en því niðurrifi voru gerð afar góð skil í kvikmyndinni og bókinni Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur, arkitekt. Skoðun 8. febrúar 2024 23:36
Neyðarástand vegna skógarelda í Síle Í það minnsta 51 er látið í skógareldum í Valparaíso héraði í Síle. 45 fundust látin en sex létust vegna brunasára á spítala. Forseti landsins, Gabriel Boric, hefur lýst yfir neyðarástandi og sagðist ætla að nýta öll þau úrræði sem honum standa til boða til að takast á við ástandið. Erlent 4. febrúar 2024 10:00
Loftlagsráðstefnan í Eyðimörkinni - COP28 Ég fór til Arabíu á dögunum, nánar tiltekið til Dubai í Sameinuðu arabísku Furstadæmunum. Ástæða ferðar minnar var loflagsráðastefna sameinuðu þjóðanna, eða COP28. Skoðun 1. febrúar 2024 13:31
Það er íþyngjandi að þurfa að vaska upp eftir partý Nú hefur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra látið vinna skýrslu um svokallaða gullhúðun í innleiðingum á EES tilskipunum með tilvísan í lög nr. 55/1991. Lögin kveða á um að sérstaklega skuli tekið fram ef gengið er lengra en lágmarkskröfur gera ráð fyrir. Í skýrslunni er skoðað hvenær gengið hefur verið lengra og hvenær hefði þurft að rökstyðja það betur. Skoðun 30. janúar 2024 10:30
Færeyingar vonast eftir hlutdeild í olíuvinnslu Færeyingar sjá tækifæri til að fá hlutdeild í gríðarmiklum umsvifum sem fylgja munu fyrirhugaðri olíu- og gasvinnslu á breska Rosebank-svæðinu. Svæðið er um 130 kílómetra norðvestur af Hjaltlandseyjum en aðeins fimmtán kílómetra austan við lögsögumörk Færeyja. Mun styttra er á svæðið frá Færeyjum heldur en frá Aberdeen, helstu olíuþjónustumiðstöð Bretlandseyja. Viðskipti erlent 28. janúar 2024 07:07
Gullhúðun skapi ýmislegt óæskilegt fyrir Íslendinga Of oft hefur órökstudd gullhúðun átt sér stað við innleiðingu EES-reglugerða í íslensk lög. Búið er að skipa starfshóp gegn gullhúðun en umhverfisráðherra vill ráðast í afhúðun. Innlent 25. janúar 2024 19:03
„Mitt hlutverk að gera fyrirtækin mannréttindasinnaðri“ Róbert Spanó, lögmaður og fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, segir ábyrgð fyrirtækja á einkamarkaði hafa breyst mikið síðastliðin ár. Kröfur neytenda séu meiri og háværari um til dæmis sjálfbærni. Hugtakið um sjálfbærni hafi svo einnig víkkað og taki nú einnig til mannréttinda. Viðskipti innlent 24. janúar 2024 07:41
Jákvæð þróun: Hnattræn losun í hámarki „Við fylgjumst eðilega mest með fréttum um það sem er að gerast hverju sinni. Núna erum við með augun á hamförunum í Grindavík og reglulega sjáum við fréttir á forsíðum um skógarelda erlendis og fleira. Fyrir vikið falla í skuggann upplýsingar um ýmislegt sem þó er að sýna okkur jákvæða þróun,“ segir Halldór Björnsson fagstjóri veðurs og loftlags hjá Veðurstofunni. Atvinnulíf 24. janúar 2024 07:01
Norsk stjórnvöld veita 62 ný leyfi til olíuleitar Olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Terje Aasland, hefur tilkynnt um útgáfu 62 nýrra sérleyfa til olíuleitar á norska landgrunninu. Þetta er mesti fjöldi leyfa í fjögur ár og sá fimmti mesti í olíusögu Norðmanna. Í fyrra var 47 leyfum úthlutað. Viðskipti erlent 23. janúar 2024 15:17
Flýttu markmiði um að hætta olíunotkun eftir „rangar upplýsingar“ Orkustofnunar Ákvörðun við gerð stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar haustið 2021 um að flýta áður yfirlýstu markmiði hvenær Ísland yrði óháð jarðefnaeldsneyti um tíu ár – núna á það að nást ekki síðar en 2040 – var byggð á grunni „rangra upplýsinga“ sem bárust frá Orkustofnun á þeim tíma, að sögn framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Hann furðar sig hvernig á því standi að stofnunin virðist ekki geta sinnt hlutverki sínu um að hafa yfirsýn og eftirlit með sölufyrirtækjum raforku og ástandið hvað það varðar minni sumpart á stöðuna á fjármálamarkaði á árunum fyrir fall bankanna. Innherji 23. janúar 2024 11:47
LIVE fórnar ekki ávöxtun í sjóði sem starfar eftir heimsmarkmiðum SÞ Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LIVE) fjárfesti í fyrsta skipti í áhrifafjárfestingasjóði (e. impact fund) sem vinnur að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Sérfræðingur hjá lífeyrissjóðnum segir að sjóðurinn starfi eftir sömu markmiðum um ávöxtun og hefðbundnir framtakssjóðir. Það sé því ekki verið að gera minni kröfu um ávöxtun heldur hafi verið um áhugavert tækifæri að ræða. Sjóðurinn horfi til þess að fjárfesta vaxtarfyrirtækjum í meira mæli en hefðbundnir framtakssjóðir. Innherji 19. janúar 2024 13:53
Viðbrögð sem gæta meðalhófs Hvernig má bregðast gegn sjötta skeiði fjöldaútrýmingar og gæta meðalhófs? Hvernig má bregðast gegn loftslagsvánni og þeirri staðreynd að við erum að fara yfir 1.5 gráður, og gæta meðalhófs? Skoðun 18. janúar 2024 17:01
Davíð nældi í Karen úr ráðuneyti Katrínar Karen Björk Eyþórsdóttir hefur verið ráðin sem verkefnastjóri til Transition Labs, loftlagsfyrirtækis í eigu Davíðs Helgasonar og Kjartans Ólafssonar. Viðskipti innlent 18. janúar 2024 09:46
Stígur til hliðar og hyggst hjálpa Biden að ná aftur kjöri Bandaríski stjórnmálamaðurinn John Kerry segist ætla að stíga til hliðar sem sérstakur loftslagsráðgjafi ríkisstjórnar Bandaríkjanna seinna á árinu til þess að aðstoða Joe Biden Bandaríkjaforseta og frambjóðanda með kosningaherferð sína. Erlent 13. janúar 2024 20:45
„Við erum áhyggjufull yfir stöðu mála“ Árið 2023 var hlýjasta ár frá upphafi mælinga. Hitastigið var að meðaltali 1,48 gráðum yfir meðalhitanum fyrir iðnbyltingu og því afar nærri 1,5 mörkunum sem kveðið er á um í Parísarsáttmálanum. Formaður Landverndar kveðst áhyggjufull af stöðunni og segir aðalatriðið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Innlent 9. janúar 2024 19:35
Árið 2023 það hlýjasta í sögunni Árið 2023 var hlýjasta árið síðan mælingar hófust. Það var 1,48 gráðu hlýrra en að meðaltali miðað við hitastig frá því fyrir iðnbyltingu, að því er fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins. Erlent 9. janúar 2024 14:00