Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Kjartan Kjartansson skrifar 22. nóvember 2024 13:29 Byggingarframkvæmdir eru teknar við af úrgangi sem næststærsta uppspretta gróðurhúsalofttegundalosunar í Reykjavík á eftir samgöngum. Vísir/Vilhelm Losun gróðurhúsalofttegunda dróst saman um tæp tvö og hálft prósent í Reykjavík í fyrra. Meirihluti losunarinnar kemur frá samgöngum og byggingariðnaði. Bílaumferð í Reykjavík einni og sér var uppspretta um tíu prósenta samfélagslosunar á Íslandi. Alls voru losuð 597 þúsund tonn koltvísýringsígilda í Reykjavík í fyrra og dróst losunin aðeins saman frá árinu áður þegar hún nam 612 þúsund tonnum, að því er kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Reykjavík virðist því hafa staðið fyrir um 22 prósent af landslosun í fyrra ef miðað er við bráðabirgðatölur Umhverfisstofnunar sem voru kynntar í haust. Stærstur hluti losunarinnar í borginni kom frá samgöngum í lofti, á láði og legi. Götuumferð var langstærsti hlutinn, um 263.000 koltvísýringsígildi. Bílaumferð í Reykjavík einni og sér nam þannig tæpum tíu prósentum af heildarsamfélagslosun Íslands. Losun frá samgöngum í Reykjavík jókst um eitt prósent á milli ára þrátt fyrir að losun frá götuumferð hefði dregist saman um 2,4 prósent. Borgin segir áfram unnið að því að styðja við vistvæna samgöngumáta, byggja upp gönguvæna borg og efla innviði fyrir heilsueflandi samgöngumáta og orkuskipti til að draga úr þessari losun frekar. Grípa þurfi til aðgerða til þess að takmarka áhrif fyrirhugaðrar uppbyggingar Byggingariðnaðurinn er næststærsta uppspretta losunarinnar í borginni. Gagnaöflun um losun frá honum er þó sögð ný af nálinni og reikna megi með því að aðferðafræðin þróist eftir því sem fram vindur. Í tilkynningu borgarinnar segir að fylgjast verði með losun sem fram undan er vegna áforma um fjölgun íbúða og íbúa til ársins 2030 og grípa til aðgerða svo sá vöxtur verði eins lítið á kostnað loftslagsins og umhverfisins og mögulegt sé. Þá er heildarlosun vegna úrgangs sögð hafa dregist saman um átta prósent í fyrra en hún hefur verið næststærsta uppspretta losunar í borginni í gengum tíðina. Urðun á Álfsnesi árið 2023 er 37% af því hámarki sem var náð árið 2018 og dróst hún saman um 89 prósent á fyrsta ársfjórðungi ársins borið saman við sama tímabil árið 2022. Samantektin á losun í Reykjavík tengist þátttöku borgarinnar í hnattrænu samstarfi borgarstjóra um loftslags- og orkumál og Evrópusamstarfi um 112 kolefnishlutlausar og snjallar borgir árið 2030. Loftslagsmál Reykjavík Byggingariðnaður Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin að sjá bílastæði planað í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Sjá meira
Alls voru losuð 597 þúsund tonn koltvísýringsígilda í Reykjavík í fyrra og dróst losunin aðeins saman frá árinu áður þegar hún nam 612 þúsund tonnum, að því er kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Reykjavík virðist því hafa staðið fyrir um 22 prósent af landslosun í fyrra ef miðað er við bráðabirgðatölur Umhverfisstofnunar sem voru kynntar í haust. Stærstur hluti losunarinnar í borginni kom frá samgöngum í lofti, á láði og legi. Götuumferð var langstærsti hlutinn, um 263.000 koltvísýringsígildi. Bílaumferð í Reykjavík einni og sér nam þannig tæpum tíu prósentum af heildarsamfélagslosun Íslands. Losun frá samgöngum í Reykjavík jókst um eitt prósent á milli ára þrátt fyrir að losun frá götuumferð hefði dregist saman um 2,4 prósent. Borgin segir áfram unnið að því að styðja við vistvæna samgöngumáta, byggja upp gönguvæna borg og efla innviði fyrir heilsueflandi samgöngumáta og orkuskipti til að draga úr þessari losun frekar. Grípa þurfi til aðgerða til þess að takmarka áhrif fyrirhugaðrar uppbyggingar Byggingariðnaðurinn er næststærsta uppspretta losunarinnar í borginni. Gagnaöflun um losun frá honum er þó sögð ný af nálinni og reikna megi með því að aðferðafræðin þróist eftir því sem fram vindur. Í tilkynningu borgarinnar segir að fylgjast verði með losun sem fram undan er vegna áforma um fjölgun íbúða og íbúa til ársins 2030 og grípa til aðgerða svo sá vöxtur verði eins lítið á kostnað loftslagsins og umhverfisins og mögulegt sé. Þá er heildarlosun vegna úrgangs sögð hafa dregist saman um átta prósent í fyrra en hún hefur verið næststærsta uppspretta losunar í borginni í gengum tíðina. Urðun á Álfsnesi árið 2023 er 37% af því hámarki sem var náð árið 2018 og dróst hún saman um 89 prósent á fyrsta ársfjórðungi ársins borið saman við sama tímabil árið 2022. Samantektin á losun í Reykjavík tengist þátttöku borgarinnar í hnattrænu samstarfi borgarstjóra um loftslags- og orkumál og Evrópusamstarfi um 112 kolefnishlutlausar og snjallar borgir árið 2030.
Loftslagsmál Reykjavík Byggingariðnaður Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin að sjá bílastæði planað í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Sjá meira