Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Kjartan Kjartansson skrifar 22. nóvember 2024 13:29 Byggingarframkvæmdir eru teknar við af úrgangi sem næststærsta uppspretta gróðurhúsalofttegundalosunar í Reykjavík á eftir samgöngum. Vísir/Vilhelm Losun gróðurhúsalofttegunda dróst saman um tæp tvö og hálft prósent í Reykjavík í fyrra. Meirihluti losunarinnar kemur frá samgöngum og byggingariðnaði. Bílaumferð í Reykjavík einni og sér var uppspretta um tíu prósenta samfélagslosunar á Íslandi. Alls voru losuð 597 þúsund tonn koltvísýringsígilda í Reykjavík í fyrra og dróst losunin aðeins saman frá árinu áður þegar hún nam 612 þúsund tonnum, að því er kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Reykjavík virðist því hafa staðið fyrir um 22 prósent af landslosun í fyrra ef miðað er við bráðabirgðatölur Umhverfisstofnunar sem voru kynntar í haust. Stærstur hluti losunarinnar í borginni kom frá samgöngum í lofti, á láði og legi. Götuumferð var langstærsti hlutinn, um 263.000 koltvísýringsígildi. Bílaumferð í Reykjavík einni og sér nam þannig tæpum tíu prósentum af heildarsamfélagslosun Íslands. Losun frá samgöngum í Reykjavík jókst um eitt prósent á milli ára þrátt fyrir að losun frá götuumferð hefði dregist saman um 2,4 prósent. Borgin segir áfram unnið að því að styðja við vistvæna samgöngumáta, byggja upp gönguvæna borg og efla innviði fyrir heilsueflandi samgöngumáta og orkuskipti til að draga úr þessari losun frekar. Grípa þurfi til aðgerða til þess að takmarka áhrif fyrirhugaðrar uppbyggingar Byggingariðnaðurinn er næststærsta uppspretta losunarinnar í borginni. Gagnaöflun um losun frá honum er þó sögð ný af nálinni og reikna megi með því að aðferðafræðin þróist eftir því sem fram vindur. Í tilkynningu borgarinnar segir að fylgjast verði með losun sem fram undan er vegna áforma um fjölgun íbúða og íbúa til ársins 2030 og grípa til aðgerða svo sá vöxtur verði eins lítið á kostnað loftslagsins og umhverfisins og mögulegt sé. Þá er heildarlosun vegna úrgangs sögð hafa dregist saman um átta prósent í fyrra en hún hefur verið næststærsta uppspretta losunar í borginni í gengum tíðina. Urðun á Álfsnesi árið 2023 er 37% af því hámarki sem var náð árið 2018 og dróst hún saman um 89 prósent á fyrsta ársfjórðungi ársins borið saman við sama tímabil árið 2022. Samantektin á losun í Reykjavík tengist þátttöku borgarinnar í hnattrænu samstarfi borgarstjóra um loftslags- og orkumál og Evrópusamstarfi um 112 kolefnishlutlausar og snjallar borgir árið 2030. Loftslagsmál Reykjavík Byggingariðnaður Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
Alls voru losuð 597 þúsund tonn koltvísýringsígilda í Reykjavík í fyrra og dróst losunin aðeins saman frá árinu áður þegar hún nam 612 þúsund tonnum, að því er kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Reykjavík virðist því hafa staðið fyrir um 22 prósent af landslosun í fyrra ef miðað er við bráðabirgðatölur Umhverfisstofnunar sem voru kynntar í haust. Stærstur hluti losunarinnar í borginni kom frá samgöngum í lofti, á láði og legi. Götuumferð var langstærsti hlutinn, um 263.000 koltvísýringsígildi. Bílaumferð í Reykjavík einni og sér nam þannig tæpum tíu prósentum af heildarsamfélagslosun Íslands. Losun frá samgöngum í Reykjavík jókst um eitt prósent á milli ára þrátt fyrir að losun frá götuumferð hefði dregist saman um 2,4 prósent. Borgin segir áfram unnið að því að styðja við vistvæna samgöngumáta, byggja upp gönguvæna borg og efla innviði fyrir heilsueflandi samgöngumáta og orkuskipti til að draga úr þessari losun frekar. Grípa þurfi til aðgerða til þess að takmarka áhrif fyrirhugaðrar uppbyggingar Byggingariðnaðurinn er næststærsta uppspretta losunarinnar í borginni. Gagnaöflun um losun frá honum er þó sögð ný af nálinni og reikna megi með því að aðferðafræðin þróist eftir því sem fram vindur. Í tilkynningu borgarinnar segir að fylgjast verði með losun sem fram undan er vegna áforma um fjölgun íbúða og íbúa til ársins 2030 og grípa til aðgerða svo sá vöxtur verði eins lítið á kostnað loftslagsins og umhverfisins og mögulegt sé. Þá er heildarlosun vegna úrgangs sögð hafa dregist saman um átta prósent í fyrra en hún hefur verið næststærsta uppspretta losunar í borginni í gengum tíðina. Urðun á Álfsnesi árið 2023 er 37% af því hámarki sem var náð árið 2018 og dróst hún saman um 89 prósent á fyrsta ársfjórðungi ársins borið saman við sama tímabil árið 2022. Samantektin á losun í Reykjavík tengist þátttöku borgarinnar í hnattrænu samstarfi borgarstjóra um loftslags- og orkumál og Evrópusamstarfi um 112 kolefnishlutlausar og snjallar borgir árið 2030.
Loftslagsmál Reykjavík Byggingariðnaður Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira