Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 25. nóvember 2024 15:13 Einföldun regluverks og skilvirkari stjórnsýsla hefur verið leiðarljós í mínum störfum frá því ég tók við embætti umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Um áramótin koma að fullu til framkvæmda umtalsverðar einfaldanir á stofnanakerfi ráðuneytisins en nú tek ég næsta skref með framlagningu frumvarps sem miðar að því að einfalda, samræma og stytta afgreiðslutíma leyfisumsókna í umhverfis- og orkumálum. Frumvarpið er afrakstur átaksverkefnis sem ég setti af stað í kjölfar sameininga stofnana á málefnasviði ráðuneytisins. Markmiðið er skýrt: Að tryggja skilvirkari afgreiðslu leyfisveitinga í umhverfis- og orkumálum án þess að slá af kröfum um gæði og gagnsæi. Aukinni skilvirkni verður náð með endurhönnun ferla, stafrænum lausnum og breyttum vinnubrögðum og þá í nánu samstarfi við nýja Umhverfis- og orkustofnun. Ein mikilvægasta breytingin sem lögð er til í frumvarpinu er að ný Umhverfis- og orkustofnun verði eini viðkomustaður fyrir leyfisveitingar, í stað þess að umsækjendur þurfi að leita til margra stjórnvalda. Breytingin kemur til með að einfalda ferli leyfisveitinga verulega þar sem viðkomandi leyfisbeiðnir verða afgreiddar á einum stað. Í ljósi þeirra markmiða sem við höfum sett okkur um orkuskipti er mikilvægt að hraða grænum umbreytingum. Því er lagt til að Umhverfis- og orkustofnun fái heimild til að forgangsraða málum í þágu markmiða um orkuskipti og kolefnishlutleysi. Þetta er mikilvægt skref til að tryggja að regluverk stjórnsýslunnar haldi ekki aftur af okkur í þeim samfélagslega mikilvægu verkefnum sem aukin orkuöflun er. Frumvarpið felur einnig í sér mikilvægar einfaldanir á ýmsum sviðum. Þar má nefna víðtækari heimildir til að gera tiltekna starfsemi skráningarskylda fremur en starfsleyfisskylda, sem mun létta verulega á stjórnsýslunni. Þá er lagt til að einfalda ferli vegna breytinga á vatnshlotum með því að tengja það beint við umhverfismat framkvæmda. Tafir á afgreiðslu leyfa geta seinkað mikilvægum framkvæmdum í marga mánuði eða jafnvel ár. Með því að einfalda og straumlínulaga leyfisveitingarferlið erum við að ryðja úr vegi hindrunum sem hafa staðið í vegi fyrir nauðsynlegum orkuskiptum, án þess þó að slá af nauðsynlegum umhverfiskröfum. Við höfum nú þegar stigið mikilvægt skref með sameiningu Umhverfisstofnunar og Orkustofnunar. Með markvissri kortlagningu og endurhönnun ferla, stafvæðingu þjónustu og einföldun regluverks munum við stytta málsmeðferðartíma verulega. Lykilatriði er að umsækjendur geti nú sótt alla þjónustu á einum stað. Þannig tryggjum við ekki aðeins skilvirkari stjórnsýslu heldur líka vandaðri og gagnsærri málsmeðferð sem er forsenda fyrir orkuskiptum og orkuöryggi í landinu. Á kjörtímabilinu höfum við stigið mörg mikilvæg skref til einföldunar. Sem dæmi má nefna að aflaukningafrumvarpið sem samþykkt var á Alþingi leyfði stækkun virkjana í rekstri án þess að fyrst þyrfti að fara í gegnum ferli rammaáætlunar. Varmadælufrumvarpið var einnig samþykkt sem hefur í för með sér einfaldari og skilvirkari leið til að fara betur með orku og hefur þessi breyting þegar skilað miklum árangri. Um er að ræða mestu einföldunaraðgerð sem gerð hefur verið í þágu grænnar orkuöflunar og eru nú um 260 MW í pípunum vegna breytingarinnar. Við einfölduðum regluverk sem snýr að atvinnulífinu með því að innleiða skráningarskyldu í stað leyfisskyldu en reglugerðin varðar 47 atvinnugreinar. Dæmi um starfsemi sem fellur hér undir eru bifreiða- og vélaverkstæði, bón- og bílaþvottastöðvar, hársnyrtistofur, hestahald, meindýravarnir, nuddstofur, sólbaðsstofur, steypueiningaverksmiðjur, niðurrif mannvirkja og efnalaugar. Þá hefur stofnunum á sviði umhverfis-, orku- og loftslagsmála verið fækkað úr 10 í 5. Reynsla síðustu ára sýnir svart á hvítu að við getum gert betur við að þjónusta almenning og fyrirtæki í landinu. Flókið regluverk og margþætt stjórnsýsla hafa of lengi lagt stein í götu orkuöflunar og ég lít á það sem skyldu mína sem lýðræðislega kjörinn fulltrúa að bregðast við réttmætu ákalli almennings um aukna skilvirkni í þessum málum. Þessar breytingar eru fyrsti áfangi í heildarendurskoðun regluverksins. Markmiðið er að byggja upp skilvirkt, vandað og gagnsætt regluverk sem styður við þá grænu umbreytingu sem fram undan er í íslensku samfélagi. Ég hvet alla hagsmunaaðila til að kynna sér frumvarpið vel og senda inn umsagnir í samráðsgátt stjórnvalda fyrir 20. desember. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og oddviti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Umhverfismál Orkumál Loftslagsmál Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Einföldun regluverks og skilvirkari stjórnsýsla hefur verið leiðarljós í mínum störfum frá því ég tók við embætti umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Um áramótin koma að fullu til framkvæmda umtalsverðar einfaldanir á stofnanakerfi ráðuneytisins en nú tek ég næsta skref með framlagningu frumvarps sem miðar að því að einfalda, samræma og stytta afgreiðslutíma leyfisumsókna í umhverfis- og orkumálum. Frumvarpið er afrakstur átaksverkefnis sem ég setti af stað í kjölfar sameininga stofnana á málefnasviði ráðuneytisins. Markmiðið er skýrt: Að tryggja skilvirkari afgreiðslu leyfisveitinga í umhverfis- og orkumálum án þess að slá af kröfum um gæði og gagnsæi. Aukinni skilvirkni verður náð með endurhönnun ferla, stafrænum lausnum og breyttum vinnubrögðum og þá í nánu samstarfi við nýja Umhverfis- og orkustofnun. Ein mikilvægasta breytingin sem lögð er til í frumvarpinu er að ný Umhverfis- og orkustofnun verði eini viðkomustaður fyrir leyfisveitingar, í stað þess að umsækjendur þurfi að leita til margra stjórnvalda. Breytingin kemur til með að einfalda ferli leyfisveitinga verulega þar sem viðkomandi leyfisbeiðnir verða afgreiddar á einum stað. Í ljósi þeirra markmiða sem við höfum sett okkur um orkuskipti er mikilvægt að hraða grænum umbreytingum. Því er lagt til að Umhverfis- og orkustofnun fái heimild til að forgangsraða málum í þágu markmiða um orkuskipti og kolefnishlutleysi. Þetta er mikilvægt skref til að tryggja að regluverk stjórnsýslunnar haldi ekki aftur af okkur í þeim samfélagslega mikilvægu verkefnum sem aukin orkuöflun er. Frumvarpið felur einnig í sér mikilvægar einfaldanir á ýmsum sviðum. Þar má nefna víðtækari heimildir til að gera tiltekna starfsemi skráningarskylda fremur en starfsleyfisskylda, sem mun létta verulega á stjórnsýslunni. Þá er lagt til að einfalda ferli vegna breytinga á vatnshlotum með því að tengja það beint við umhverfismat framkvæmda. Tafir á afgreiðslu leyfa geta seinkað mikilvægum framkvæmdum í marga mánuði eða jafnvel ár. Með því að einfalda og straumlínulaga leyfisveitingarferlið erum við að ryðja úr vegi hindrunum sem hafa staðið í vegi fyrir nauðsynlegum orkuskiptum, án þess þó að slá af nauðsynlegum umhverfiskröfum. Við höfum nú þegar stigið mikilvægt skref með sameiningu Umhverfisstofnunar og Orkustofnunar. Með markvissri kortlagningu og endurhönnun ferla, stafvæðingu þjónustu og einföldun regluverks munum við stytta málsmeðferðartíma verulega. Lykilatriði er að umsækjendur geti nú sótt alla þjónustu á einum stað. Þannig tryggjum við ekki aðeins skilvirkari stjórnsýslu heldur líka vandaðri og gagnsærri málsmeðferð sem er forsenda fyrir orkuskiptum og orkuöryggi í landinu. Á kjörtímabilinu höfum við stigið mörg mikilvæg skref til einföldunar. Sem dæmi má nefna að aflaukningafrumvarpið sem samþykkt var á Alþingi leyfði stækkun virkjana í rekstri án þess að fyrst þyrfti að fara í gegnum ferli rammaáætlunar. Varmadælufrumvarpið var einnig samþykkt sem hefur í för með sér einfaldari og skilvirkari leið til að fara betur með orku og hefur þessi breyting þegar skilað miklum árangri. Um er að ræða mestu einföldunaraðgerð sem gerð hefur verið í þágu grænnar orkuöflunar og eru nú um 260 MW í pípunum vegna breytingarinnar. Við einfölduðum regluverk sem snýr að atvinnulífinu með því að innleiða skráningarskyldu í stað leyfisskyldu en reglugerðin varðar 47 atvinnugreinar. Dæmi um starfsemi sem fellur hér undir eru bifreiða- og vélaverkstæði, bón- og bílaþvottastöðvar, hársnyrtistofur, hestahald, meindýravarnir, nuddstofur, sólbaðsstofur, steypueiningaverksmiðjur, niðurrif mannvirkja og efnalaugar. Þá hefur stofnunum á sviði umhverfis-, orku- og loftslagsmála verið fækkað úr 10 í 5. Reynsla síðustu ára sýnir svart á hvítu að við getum gert betur við að þjónusta almenning og fyrirtæki í landinu. Flókið regluverk og margþætt stjórnsýsla hafa of lengi lagt stein í götu orkuöflunar og ég lít á það sem skyldu mína sem lýðræðislega kjörinn fulltrúa að bregðast við réttmætu ákalli almennings um aukna skilvirkni í þessum málum. Þessar breytingar eru fyrsti áfangi í heildarendurskoðun regluverksins. Markmiðið er að byggja upp skilvirkt, vandað og gagnsætt regluverk sem styður við þá grænu umbreytingu sem fram undan er í íslensku samfélagi. Ég hvet alla hagsmunaaðila til að kynna sér frumvarpið vel og senda inn umsagnir í samráðsgátt stjórnvalda fyrir 20. desember. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og oddviti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun