Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar 9. desember 2024 11:02 Mikið var rætt um þörfina fyrir aukna græna orkuöflun í aðdraganda alþingiskosninga. Það virðist vera samhljómur hjá flestum flokkum og hjá atvinnulífi um þörfina og það er ekki að ástæðulausu. Grænu umskiptin munu stórauka eftirspurn eftir endurnýjanlegri orku og innviðum í takt við þróun nýrra tæknilausna. Í þessu samhengi standa orkumál Íslands, sem og heimsins alls, á mikilvægum tímamótum. Á Loftslagsþingi Sameinuðuþjóðanna, COP28, sem haldið var á síðasta ári ályktuðu 130 ríki að þrefalda þyrfti endurnýjanlega orkuframleiðslu í heiminum og tvöfalda orkunýtni. Endurnýjanleg orka er ein af grunnforsendum þess að hægt sé að uppfylla Parísarsáttmálann og ná fullum orkuskiptum, það er að segja, skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir sjálfbæra orku. Loftslagsaðgerðir eiga þannig mikið undir að aukin græn orkuöflun og hröð uppbygging orkuinnviða nái fram að ganga. Ísland er ekki í fyrsta sæti í orkuframleiðslu á mann af þeim af þeim 157 ríkjum heims sem eru með yfir 100.000 íbúa, heldur í 22. sæti. Við getum hins vegar verið stolt af því að vera fremst í flokki þegar kemur að endurnýjanlegri orkuframleiðslu á mann. Það er einstök staða sem aðrar þjóðir heims horfa nú til og stefna að. Ísland getur orðið fyrsta landið í heiminum til að nota eingöngu endurnýjanlega orku. Samkvæmt nýlega uppfærðum vef orkuskipti.is notum við yfir milljón tonn af olíu á ári og borgum fyrir það um 160 milljarða króna. Það jafngildir næstum helming alls þess gjaldeyris sem sjávarútvegurinn aflar á hverju ári. Ef olíunni yrði skipt út fyrir innlenda endurnýjanlega orkugjafa stuðlum við ekki eingöngu að því að Ísland nái loftslagsmarkmiðum sínum heldur aukum einnig orkuöryggi og orkusjálfstæði Íslands. Stjórnvöld birtu fyrr á þessu ári þriðju uppfærslu aðgerðaáætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum. Sé horft til samfélagslosunar Íslands og skuldbindinga okkar gagnvart alþjóðasamfélaginu eru gríðarstór verkefni fram undan m.a. í samgöngum á landi, landbúnaði og orkuskiptum á hafi. Ef við tökum eitt dæmi þá nam heildarlosun gróðurhúsaloftegunda í vegasamgöngum þriðjungi af samfélagslegri losun Íslands eða um 936 þúsund tonn árið 2022. Hér er því um að ræða eitt stærsta tækifæri Íslands til að taka stór framfaraskref á allra næstu árum. Tæknilausnir fyrir orkuskipti á landi eru að þróast hratt í heiminum. Með áframhaldandi metnaðarfullum aðgerðum í þessum málaflokki getur Ísland áfram skipað sér fremst meðal þjóða í rafbílavæðingu og þróun vistvænna samgangna. Í þessu samhengi má ekki gleyma að það felst ávinningur í eflingu almenningssamgangna og virkra ferðamáta. Það þarf eftir sem áður að skipta út, fyrir hreina orkugjafa öllu, því jarðefnaeldsneyti sem notað er til samgangna á landi. Samkvæmt spá Landsnets 2024-2050 þarf 2,5 TWh til að mæta væntri eftirspurn eftir orku til landsamgangna. Til samanburðar var raforkunotkun heimila á Íslandi 2021, samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun, innan við helmingur af þessari þörf er sýnir glöggt hversu stórt þetta eina viðfangsefnið er með tilliti til aukinnar orkueftirspurnar. Sé horft til þróunar á heildareftirspurn eftir orku á Íslandi bendir nýjasta spá Orkustofnunar til þess að aukið framboð raforku muni ekki mæta aukinni eftirspurn fyrr en mögulega árið 2027. Þessari áskorun er brýnt að bregðast við enda keppikefli Íslands að halda áfram að vinna að markmiðum sínum í loftslagsmálum og kolefnishlutlausu Íslandi 2040. Hér berum við mikla ábyrgð sem þjóð og verðum að vanda til verka. Græn og ábyrg orkuframleiðsla er mikilvæg grunnstoð sjálfbærrar framtíðar. Með samtali og samstilltu átaki geta stjórnvöld, atvinnulíf og samfélag unnið saman að grænum lausnum Íslands með fólk og náttúru að leiðarljósi. Við erum fyrirmynd annarra þjóða. Ef Ísland getur það, getur heimurinn allur. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Grænvangurer samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Orkumál Nótt Thorberg Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið var rætt um þörfina fyrir aukna græna orkuöflun í aðdraganda alþingiskosninga. Það virðist vera samhljómur hjá flestum flokkum og hjá atvinnulífi um þörfina og það er ekki að ástæðulausu. Grænu umskiptin munu stórauka eftirspurn eftir endurnýjanlegri orku og innviðum í takt við þróun nýrra tæknilausna. Í þessu samhengi standa orkumál Íslands, sem og heimsins alls, á mikilvægum tímamótum. Á Loftslagsþingi Sameinuðuþjóðanna, COP28, sem haldið var á síðasta ári ályktuðu 130 ríki að þrefalda þyrfti endurnýjanlega orkuframleiðslu í heiminum og tvöfalda orkunýtni. Endurnýjanleg orka er ein af grunnforsendum þess að hægt sé að uppfylla Parísarsáttmálann og ná fullum orkuskiptum, það er að segja, skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir sjálfbæra orku. Loftslagsaðgerðir eiga þannig mikið undir að aukin græn orkuöflun og hröð uppbygging orkuinnviða nái fram að ganga. Ísland er ekki í fyrsta sæti í orkuframleiðslu á mann af þeim af þeim 157 ríkjum heims sem eru með yfir 100.000 íbúa, heldur í 22. sæti. Við getum hins vegar verið stolt af því að vera fremst í flokki þegar kemur að endurnýjanlegri orkuframleiðslu á mann. Það er einstök staða sem aðrar þjóðir heims horfa nú til og stefna að. Ísland getur orðið fyrsta landið í heiminum til að nota eingöngu endurnýjanlega orku. Samkvæmt nýlega uppfærðum vef orkuskipti.is notum við yfir milljón tonn af olíu á ári og borgum fyrir það um 160 milljarða króna. Það jafngildir næstum helming alls þess gjaldeyris sem sjávarútvegurinn aflar á hverju ári. Ef olíunni yrði skipt út fyrir innlenda endurnýjanlega orkugjafa stuðlum við ekki eingöngu að því að Ísland nái loftslagsmarkmiðum sínum heldur aukum einnig orkuöryggi og orkusjálfstæði Íslands. Stjórnvöld birtu fyrr á þessu ári þriðju uppfærslu aðgerðaáætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum. Sé horft til samfélagslosunar Íslands og skuldbindinga okkar gagnvart alþjóðasamfélaginu eru gríðarstór verkefni fram undan m.a. í samgöngum á landi, landbúnaði og orkuskiptum á hafi. Ef við tökum eitt dæmi þá nam heildarlosun gróðurhúsaloftegunda í vegasamgöngum þriðjungi af samfélagslegri losun Íslands eða um 936 þúsund tonn árið 2022. Hér er því um að ræða eitt stærsta tækifæri Íslands til að taka stór framfaraskref á allra næstu árum. Tæknilausnir fyrir orkuskipti á landi eru að þróast hratt í heiminum. Með áframhaldandi metnaðarfullum aðgerðum í þessum málaflokki getur Ísland áfram skipað sér fremst meðal þjóða í rafbílavæðingu og þróun vistvænna samgangna. Í þessu samhengi má ekki gleyma að það felst ávinningur í eflingu almenningssamgangna og virkra ferðamáta. Það þarf eftir sem áður að skipta út, fyrir hreina orkugjafa öllu, því jarðefnaeldsneyti sem notað er til samgangna á landi. Samkvæmt spá Landsnets 2024-2050 þarf 2,5 TWh til að mæta væntri eftirspurn eftir orku til landsamgangna. Til samanburðar var raforkunotkun heimila á Íslandi 2021, samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun, innan við helmingur af þessari þörf er sýnir glöggt hversu stórt þetta eina viðfangsefnið er með tilliti til aukinnar orkueftirspurnar. Sé horft til þróunar á heildareftirspurn eftir orku á Íslandi bendir nýjasta spá Orkustofnunar til þess að aukið framboð raforku muni ekki mæta aukinni eftirspurn fyrr en mögulega árið 2027. Þessari áskorun er brýnt að bregðast við enda keppikefli Íslands að halda áfram að vinna að markmiðum sínum í loftslagsmálum og kolefnishlutlausu Íslandi 2040. Hér berum við mikla ábyrgð sem þjóð og verðum að vanda til verka. Græn og ábyrg orkuframleiðsla er mikilvæg grunnstoð sjálfbærrar framtíðar. Með samtali og samstilltu átaki geta stjórnvöld, atvinnulíf og samfélag unnið saman að grænum lausnum Íslands með fólk og náttúru að leiðarljósi. Við erum fyrirmynd annarra þjóða. Ef Ísland getur það, getur heimurinn allur. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Grænvangurer samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar