Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar 9. desember 2024 11:02 Mikið var rætt um þörfina fyrir aukna græna orkuöflun í aðdraganda alþingiskosninga. Það virðist vera samhljómur hjá flestum flokkum og hjá atvinnulífi um þörfina og það er ekki að ástæðulausu. Grænu umskiptin munu stórauka eftirspurn eftir endurnýjanlegri orku og innviðum í takt við þróun nýrra tæknilausna. Í þessu samhengi standa orkumál Íslands, sem og heimsins alls, á mikilvægum tímamótum. Á Loftslagsþingi Sameinuðuþjóðanna, COP28, sem haldið var á síðasta ári ályktuðu 130 ríki að þrefalda þyrfti endurnýjanlega orkuframleiðslu í heiminum og tvöfalda orkunýtni. Endurnýjanleg orka er ein af grunnforsendum þess að hægt sé að uppfylla Parísarsáttmálann og ná fullum orkuskiptum, það er að segja, skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir sjálfbæra orku. Loftslagsaðgerðir eiga þannig mikið undir að aukin græn orkuöflun og hröð uppbygging orkuinnviða nái fram að ganga. Ísland er ekki í fyrsta sæti í orkuframleiðslu á mann af þeim af þeim 157 ríkjum heims sem eru með yfir 100.000 íbúa, heldur í 22. sæti. Við getum hins vegar verið stolt af því að vera fremst í flokki þegar kemur að endurnýjanlegri orkuframleiðslu á mann. Það er einstök staða sem aðrar þjóðir heims horfa nú til og stefna að. Ísland getur orðið fyrsta landið í heiminum til að nota eingöngu endurnýjanlega orku. Samkvæmt nýlega uppfærðum vef orkuskipti.is notum við yfir milljón tonn af olíu á ári og borgum fyrir það um 160 milljarða króna. Það jafngildir næstum helming alls þess gjaldeyris sem sjávarútvegurinn aflar á hverju ári. Ef olíunni yrði skipt út fyrir innlenda endurnýjanlega orkugjafa stuðlum við ekki eingöngu að því að Ísland nái loftslagsmarkmiðum sínum heldur aukum einnig orkuöryggi og orkusjálfstæði Íslands. Stjórnvöld birtu fyrr á þessu ári þriðju uppfærslu aðgerðaáætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum. Sé horft til samfélagslosunar Íslands og skuldbindinga okkar gagnvart alþjóðasamfélaginu eru gríðarstór verkefni fram undan m.a. í samgöngum á landi, landbúnaði og orkuskiptum á hafi. Ef við tökum eitt dæmi þá nam heildarlosun gróðurhúsaloftegunda í vegasamgöngum þriðjungi af samfélagslegri losun Íslands eða um 936 þúsund tonn árið 2022. Hér er því um að ræða eitt stærsta tækifæri Íslands til að taka stór framfaraskref á allra næstu árum. Tæknilausnir fyrir orkuskipti á landi eru að þróast hratt í heiminum. Með áframhaldandi metnaðarfullum aðgerðum í þessum málaflokki getur Ísland áfram skipað sér fremst meðal þjóða í rafbílavæðingu og þróun vistvænna samgangna. Í þessu samhengi má ekki gleyma að það felst ávinningur í eflingu almenningssamgangna og virkra ferðamáta. Það þarf eftir sem áður að skipta út, fyrir hreina orkugjafa öllu, því jarðefnaeldsneyti sem notað er til samgangna á landi. Samkvæmt spá Landsnets 2024-2050 þarf 2,5 TWh til að mæta væntri eftirspurn eftir orku til landsamgangna. Til samanburðar var raforkunotkun heimila á Íslandi 2021, samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun, innan við helmingur af þessari þörf er sýnir glöggt hversu stórt þetta eina viðfangsefnið er með tilliti til aukinnar orkueftirspurnar. Sé horft til þróunar á heildareftirspurn eftir orku á Íslandi bendir nýjasta spá Orkustofnunar til þess að aukið framboð raforku muni ekki mæta aukinni eftirspurn fyrr en mögulega árið 2027. Þessari áskorun er brýnt að bregðast við enda keppikefli Íslands að halda áfram að vinna að markmiðum sínum í loftslagsmálum og kolefnishlutlausu Íslandi 2040. Hér berum við mikla ábyrgð sem þjóð og verðum að vanda til verka. Græn og ábyrg orkuframleiðsla er mikilvæg grunnstoð sjálfbærrar framtíðar. Með samtali og samstilltu átaki geta stjórnvöld, atvinnulíf og samfélag unnið saman að grænum lausnum Íslands með fólk og náttúru að leiðarljósi. Við erum fyrirmynd annarra þjóða. Ef Ísland getur það, getur heimurinn allur. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Grænvangurer samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Orkumál Nótt Thorberg Mest lesið Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Sjá meira
Mikið var rætt um þörfina fyrir aukna græna orkuöflun í aðdraganda alþingiskosninga. Það virðist vera samhljómur hjá flestum flokkum og hjá atvinnulífi um þörfina og það er ekki að ástæðulausu. Grænu umskiptin munu stórauka eftirspurn eftir endurnýjanlegri orku og innviðum í takt við þróun nýrra tæknilausna. Í þessu samhengi standa orkumál Íslands, sem og heimsins alls, á mikilvægum tímamótum. Á Loftslagsþingi Sameinuðuþjóðanna, COP28, sem haldið var á síðasta ári ályktuðu 130 ríki að þrefalda þyrfti endurnýjanlega orkuframleiðslu í heiminum og tvöfalda orkunýtni. Endurnýjanleg orka er ein af grunnforsendum þess að hægt sé að uppfylla Parísarsáttmálann og ná fullum orkuskiptum, það er að segja, skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir sjálfbæra orku. Loftslagsaðgerðir eiga þannig mikið undir að aukin græn orkuöflun og hröð uppbygging orkuinnviða nái fram að ganga. Ísland er ekki í fyrsta sæti í orkuframleiðslu á mann af þeim af þeim 157 ríkjum heims sem eru með yfir 100.000 íbúa, heldur í 22. sæti. Við getum hins vegar verið stolt af því að vera fremst í flokki þegar kemur að endurnýjanlegri orkuframleiðslu á mann. Það er einstök staða sem aðrar þjóðir heims horfa nú til og stefna að. Ísland getur orðið fyrsta landið í heiminum til að nota eingöngu endurnýjanlega orku. Samkvæmt nýlega uppfærðum vef orkuskipti.is notum við yfir milljón tonn af olíu á ári og borgum fyrir það um 160 milljarða króna. Það jafngildir næstum helming alls þess gjaldeyris sem sjávarútvegurinn aflar á hverju ári. Ef olíunni yrði skipt út fyrir innlenda endurnýjanlega orkugjafa stuðlum við ekki eingöngu að því að Ísland nái loftslagsmarkmiðum sínum heldur aukum einnig orkuöryggi og orkusjálfstæði Íslands. Stjórnvöld birtu fyrr á þessu ári þriðju uppfærslu aðgerðaáætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum. Sé horft til samfélagslosunar Íslands og skuldbindinga okkar gagnvart alþjóðasamfélaginu eru gríðarstór verkefni fram undan m.a. í samgöngum á landi, landbúnaði og orkuskiptum á hafi. Ef við tökum eitt dæmi þá nam heildarlosun gróðurhúsaloftegunda í vegasamgöngum þriðjungi af samfélagslegri losun Íslands eða um 936 þúsund tonn árið 2022. Hér er því um að ræða eitt stærsta tækifæri Íslands til að taka stór framfaraskref á allra næstu árum. Tæknilausnir fyrir orkuskipti á landi eru að þróast hratt í heiminum. Með áframhaldandi metnaðarfullum aðgerðum í þessum málaflokki getur Ísland áfram skipað sér fremst meðal þjóða í rafbílavæðingu og þróun vistvænna samgangna. Í þessu samhengi má ekki gleyma að það felst ávinningur í eflingu almenningssamgangna og virkra ferðamáta. Það þarf eftir sem áður að skipta út, fyrir hreina orkugjafa öllu, því jarðefnaeldsneyti sem notað er til samgangna á landi. Samkvæmt spá Landsnets 2024-2050 þarf 2,5 TWh til að mæta væntri eftirspurn eftir orku til landsamgangna. Til samanburðar var raforkunotkun heimila á Íslandi 2021, samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun, innan við helmingur af þessari þörf er sýnir glöggt hversu stórt þetta eina viðfangsefnið er með tilliti til aukinnar orkueftirspurnar. Sé horft til þróunar á heildareftirspurn eftir orku á Íslandi bendir nýjasta spá Orkustofnunar til þess að aukið framboð raforku muni ekki mæta aukinni eftirspurn fyrr en mögulega árið 2027. Þessari áskorun er brýnt að bregðast við enda keppikefli Íslands að halda áfram að vinna að markmiðum sínum í loftslagsmálum og kolefnishlutlausu Íslandi 2040. Hér berum við mikla ábyrgð sem þjóð og verðum að vanda til verka. Græn og ábyrg orkuframleiðsla er mikilvæg grunnstoð sjálfbærrar framtíðar. Með samtali og samstilltu átaki geta stjórnvöld, atvinnulíf og samfélag unnið saman að grænum lausnum Íslands með fólk og náttúru að leiðarljósi. Við erum fyrirmynd annarra þjóða. Ef Ísland getur það, getur heimurinn allur. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Grænvangurer samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun