Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar 9. desember 2024 11:02 Mikið var rætt um þörfina fyrir aukna græna orkuöflun í aðdraganda alþingiskosninga. Það virðist vera samhljómur hjá flestum flokkum og hjá atvinnulífi um þörfina og það er ekki að ástæðulausu. Grænu umskiptin munu stórauka eftirspurn eftir endurnýjanlegri orku og innviðum í takt við þróun nýrra tæknilausna. Í þessu samhengi standa orkumál Íslands, sem og heimsins alls, á mikilvægum tímamótum. Á Loftslagsþingi Sameinuðuþjóðanna, COP28, sem haldið var á síðasta ári ályktuðu 130 ríki að þrefalda þyrfti endurnýjanlega orkuframleiðslu í heiminum og tvöfalda orkunýtni. Endurnýjanleg orka er ein af grunnforsendum þess að hægt sé að uppfylla Parísarsáttmálann og ná fullum orkuskiptum, það er að segja, skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir sjálfbæra orku. Loftslagsaðgerðir eiga þannig mikið undir að aukin græn orkuöflun og hröð uppbygging orkuinnviða nái fram að ganga. Ísland er ekki í fyrsta sæti í orkuframleiðslu á mann af þeim af þeim 157 ríkjum heims sem eru með yfir 100.000 íbúa, heldur í 22. sæti. Við getum hins vegar verið stolt af því að vera fremst í flokki þegar kemur að endurnýjanlegri orkuframleiðslu á mann. Það er einstök staða sem aðrar þjóðir heims horfa nú til og stefna að. Ísland getur orðið fyrsta landið í heiminum til að nota eingöngu endurnýjanlega orku. Samkvæmt nýlega uppfærðum vef orkuskipti.is notum við yfir milljón tonn af olíu á ári og borgum fyrir það um 160 milljarða króna. Það jafngildir næstum helming alls þess gjaldeyris sem sjávarútvegurinn aflar á hverju ári. Ef olíunni yrði skipt út fyrir innlenda endurnýjanlega orkugjafa stuðlum við ekki eingöngu að því að Ísland nái loftslagsmarkmiðum sínum heldur aukum einnig orkuöryggi og orkusjálfstæði Íslands. Stjórnvöld birtu fyrr á þessu ári þriðju uppfærslu aðgerðaáætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum. Sé horft til samfélagslosunar Íslands og skuldbindinga okkar gagnvart alþjóðasamfélaginu eru gríðarstór verkefni fram undan m.a. í samgöngum á landi, landbúnaði og orkuskiptum á hafi. Ef við tökum eitt dæmi þá nam heildarlosun gróðurhúsaloftegunda í vegasamgöngum þriðjungi af samfélagslegri losun Íslands eða um 936 þúsund tonn árið 2022. Hér er því um að ræða eitt stærsta tækifæri Íslands til að taka stór framfaraskref á allra næstu árum. Tæknilausnir fyrir orkuskipti á landi eru að þróast hratt í heiminum. Með áframhaldandi metnaðarfullum aðgerðum í þessum málaflokki getur Ísland áfram skipað sér fremst meðal þjóða í rafbílavæðingu og þróun vistvænna samgangna. Í þessu samhengi má ekki gleyma að það felst ávinningur í eflingu almenningssamgangna og virkra ferðamáta. Það þarf eftir sem áður að skipta út, fyrir hreina orkugjafa öllu, því jarðefnaeldsneyti sem notað er til samgangna á landi. Samkvæmt spá Landsnets 2024-2050 þarf 2,5 TWh til að mæta væntri eftirspurn eftir orku til landsamgangna. Til samanburðar var raforkunotkun heimila á Íslandi 2021, samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun, innan við helmingur af þessari þörf er sýnir glöggt hversu stórt þetta eina viðfangsefnið er með tilliti til aukinnar orkueftirspurnar. Sé horft til þróunar á heildareftirspurn eftir orku á Íslandi bendir nýjasta spá Orkustofnunar til þess að aukið framboð raforku muni ekki mæta aukinni eftirspurn fyrr en mögulega árið 2027. Þessari áskorun er brýnt að bregðast við enda keppikefli Íslands að halda áfram að vinna að markmiðum sínum í loftslagsmálum og kolefnishlutlausu Íslandi 2040. Hér berum við mikla ábyrgð sem þjóð og verðum að vanda til verka. Græn og ábyrg orkuframleiðsla er mikilvæg grunnstoð sjálfbærrar framtíðar. Með samtali og samstilltu átaki geta stjórnvöld, atvinnulíf og samfélag unnið saman að grænum lausnum Íslands með fólk og náttúru að leiðarljósi. Við erum fyrirmynd annarra þjóða. Ef Ísland getur það, getur heimurinn allur. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Grænvangurer samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Orkumál Nótt Thorberg Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Mikið var rætt um þörfina fyrir aukna græna orkuöflun í aðdraganda alþingiskosninga. Það virðist vera samhljómur hjá flestum flokkum og hjá atvinnulífi um þörfina og það er ekki að ástæðulausu. Grænu umskiptin munu stórauka eftirspurn eftir endurnýjanlegri orku og innviðum í takt við þróun nýrra tæknilausna. Í þessu samhengi standa orkumál Íslands, sem og heimsins alls, á mikilvægum tímamótum. Á Loftslagsþingi Sameinuðuþjóðanna, COP28, sem haldið var á síðasta ári ályktuðu 130 ríki að þrefalda þyrfti endurnýjanlega orkuframleiðslu í heiminum og tvöfalda orkunýtni. Endurnýjanleg orka er ein af grunnforsendum þess að hægt sé að uppfylla Parísarsáttmálann og ná fullum orkuskiptum, það er að segja, skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir sjálfbæra orku. Loftslagsaðgerðir eiga þannig mikið undir að aukin græn orkuöflun og hröð uppbygging orkuinnviða nái fram að ganga. Ísland er ekki í fyrsta sæti í orkuframleiðslu á mann af þeim af þeim 157 ríkjum heims sem eru með yfir 100.000 íbúa, heldur í 22. sæti. Við getum hins vegar verið stolt af því að vera fremst í flokki þegar kemur að endurnýjanlegri orkuframleiðslu á mann. Það er einstök staða sem aðrar þjóðir heims horfa nú til og stefna að. Ísland getur orðið fyrsta landið í heiminum til að nota eingöngu endurnýjanlega orku. Samkvæmt nýlega uppfærðum vef orkuskipti.is notum við yfir milljón tonn af olíu á ári og borgum fyrir það um 160 milljarða króna. Það jafngildir næstum helming alls þess gjaldeyris sem sjávarútvegurinn aflar á hverju ári. Ef olíunni yrði skipt út fyrir innlenda endurnýjanlega orkugjafa stuðlum við ekki eingöngu að því að Ísland nái loftslagsmarkmiðum sínum heldur aukum einnig orkuöryggi og orkusjálfstæði Íslands. Stjórnvöld birtu fyrr á þessu ári þriðju uppfærslu aðgerðaáætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum. Sé horft til samfélagslosunar Íslands og skuldbindinga okkar gagnvart alþjóðasamfélaginu eru gríðarstór verkefni fram undan m.a. í samgöngum á landi, landbúnaði og orkuskiptum á hafi. Ef við tökum eitt dæmi þá nam heildarlosun gróðurhúsaloftegunda í vegasamgöngum þriðjungi af samfélagslegri losun Íslands eða um 936 þúsund tonn árið 2022. Hér er því um að ræða eitt stærsta tækifæri Íslands til að taka stór framfaraskref á allra næstu árum. Tæknilausnir fyrir orkuskipti á landi eru að þróast hratt í heiminum. Með áframhaldandi metnaðarfullum aðgerðum í þessum málaflokki getur Ísland áfram skipað sér fremst meðal þjóða í rafbílavæðingu og þróun vistvænna samgangna. Í þessu samhengi má ekki gleyma að það felst ávinningur í eflingu almenningssamgangna og virkra ferðamáta. Það þarf eftir sem áður að skipta út, fyrir hreina orkugjafa öllu, því jarðefnaeldsneyti sem notað er til samgangna á landi. Samkvæmt spá Landsnets 2024-2050 þarf 2,5 TWh til að mæta væntri eftirspurn eftir orku til landsamgangna. Til samanburðar var raforkunotkun heimila á Íslandi 2021, samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun, innan við helmingur af þessari þörf er sýnir glöggt hversu stórt þetta eina viðfangsefnið er með tilliti til aukinnar orkueftirspurnar. Sé horft til þróunar á heildareftirspurn eftir orku á Íslandi bendir nýjasta spá Orkustofnunar til þess að aukið framboð raforku muni ekki mæta aukinni eftirspurn fyrr en mögulega árið 2027. Þessari áskorun er brýnt að bregðast við enda keppikefli Íslands að halda áfram að vinna að markmiðum sínum í loftslagsmálum og kolefnishlutlausu Íslandi 2040. Hér berum við mikla ábyrgð sem þjóð og verðum að vanda til verka. Græn og ábyrg orkuframleiðsla er mikilvæg grunnstoð sjálfbærrar framtíðar. Með samtali og samstilltu átaki geta stjórnvöld, atvinnulíf og samfélag unnið saman að grænum lausnum Íslands með fólk og náttúru að leiðarljósi. Við erum fyrirmynd annarra þjóða. Ef Ísland getur það, getur heimurinn allur. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Grænvangurer samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun