Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Kjartan Kjartansson skrifar 6. janúar 2025 11:43 Starfsmaður Running Tide að störfum. Öllu starfsfólki var sagt upp síðasta sumar og félaginu var slitið í desember. Running Tide Hluthafar nýsköpunarfyrirtækisins Running Tide samþykktu að slíta félaginu í síðasta mánuði. Rannsóknartæki félagsins enduðu meðal annars hjá Háskóla Íslands og Hafrannsóknastofnun, að sögn fyrrverandi framkvæmdastjóra. Markmið Running Tide var að rækta stórþörunga á sérhönnuðum baujum til þess að binda kolefni í hafi og selja kolefnisbindingareiningar út á ræktunina. Ætlunin var að rækta þörugana á alþjóðlegu hafsvæði suður af Íslandi og samdi fyrirtækið um uppbyggingu starfsemi sinnar á Akranesi. Erfiðlega gekk þó að fjármagna nýsköpunarstarfsemi Running Tide og var ákveðið að hefja undirbúning að slitum félagsins í maí í fyrra. Öllu starfsfólki var sagt upp þá um mánaðamótin. Kristinn Árni L. Hróbjartsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Running Tide á Íslandi, segir félagið ekki hafa orðið gjaldþrota. Það hafi borgað allar skuldir, greitt starfsfólki laun, skilað leigulóðum og selt eignir eða komið þeim í not áður en félaginu var slitið. Running Tide hafi þannig gefið Háskóla Íslands rannsóknartæki og selt Hafrannsóknarstofnun búnað á undirverði. Þá hafi nýsköpunarfyrirtæki í þörungaræktun keypt ýmis rannsóknartæki. Marty Odlin, bandarískur stofnandi Running Tide, keypti hugverk sem urðu til tengd mælingum og aðferðum fyrirtækisins. Neikvæð umfjöllun hafði engin áhrif Líkt og fleiri kolefnisbindingarverkefni á Íslandi var Running Tide viðfangsefni neikvæðrar fjölmiðlaumfjöllunar í fyrra. Gagnrýni kom fram á aðferðir fyrirtækisins og eftirlit stjórnvalda með starfsemi fyrirtækja á þessu sviði. Kristinn segir að umfjöllunin hafi ekki haft nein áhrif á ákvörðunina um að hætta starfseminni á Íslandi eða að ekki hafi fengist fjármagn til þess að halda henni áfram. Grunnhugmyndin að baki Running Tide um að sökkva lífmassa á hafsbotn og binda þannig kolefni sé ekki flókin og mýmörg fyrirtæki og rannsóknarverkefni snúist um hana. „Grunnvísindalega hugmyndin á bak við þetta að sökkva kolefni í lífmassa lifir fínu lífi og það er fullt af fólki að pæla í henni um allan heim,“ segir Kristinn. Nýsköpun Loftslagsmál Hafið Tengdar fréttir Running Tide semur um uppbyggingu á Akranesi Bandaríska loftslagsfyrirtækið Running Tide hefur undirritað samning við Breið - þróunarfélag og Brim hf. um leigu húsnæðis á Akranesi undir aðstöðu fyrir rannsóknir og framleiðslu á þörungum til kolefnisbindingar í hafi. 9. júní 2022 15:08 Þörungaræktandi telur Ísland geta orðið miðstöð kolefnisbindingar Tugir manna gætu fengið vinnu hér á landi við verksmiðju bandarísks nýsköpunarfyrirtækis sem ætlar sér að binda kolefni með þörungarækt í Atlantshafi á næstu árum. Stofnandi fyrirtækisins segir Ísland geta orðið miðstöð kolefnisbindingar í heiminum. 26. maí 2022 07:30 Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Markmið Running Tide var að rækta stórþörunga á sérhönnuðum baujum til þess að binda kolefni í hafi og selja kolefnisbindingareiningar út á ræktunina. Ætlunin var að rækta þörugana á alþjóðlegu hafsvæði suður af Íslandi og samdi fyrirtækið um uppbyggingu starfsemi sinnar á Akranesi. Erfiðlega gekk þó að fjármagna nýsköpunarstarfsemi Running Tide og var ákveðið að hefja undirbúning að slitum félagsins í maí í fyrra. Öllu starfsfólki var sagt upp þá um mánaðamótin. Kristinn Árni L. Hróbjartsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Running Tide á Íslandi, segir félagið ekki hafa orðið gjaldþrota. Það hafi borgað allar skuldir, greitt starfsfólki laun, skilað leigulóðum og selt eignir eða komið þeim í not áður en félaginu var slitið. Running Tide hafi þannig gefið Háskóla Íslands rannsóknartæki og selt Hafrannsóknarstofnun búnað á undirverði. Þá hafi nýsköpunarfyrirtæki í þörungaræktun keypt ýmis rannsóknartæki. Marty Odlin, bandarískur stofnandi Running Tide, keypti hugverk sem urðu til tengd mælingum og aðferðum fyrirtækisins. Neikvæð umfjöllun hafði engin áhrif Líkt og fleiri kolefnisbindingarverkefni á Íslandi var Running Tide viðfangsefni neikvæðrar fjölmiðlaumfjöllunar í fyrra. Gagnrýni kom fram á aðferðir fyrirtækisins og eftirlit stjórnvalda með starfsemi fyrirtækja á þessu sviði. Kristinn segir að umfjöllunin hafi ekki haft nein áhrif á ákvörðunina um að hætta starfseminni á Íslandi eða að ekki hafi fengist fjármagn til þess að halda henni áfram. Grunnhugmyndin að baki Running Tide um að sökkva lífmassa á hafsbotn og binda þannig kolefni sé ekki flókin og mýmörg fyrirtæki og rannsóknarverkefni snúist um hana. „Grunnvísindalega hugmyndin á bak við þetta að sökkva kolefni í lífmassa lifir fínu lífi og það er fullt af fólki að pæla í henni um allan heim,“ segir Kristinn.
Nýsköpun Loftslagsmál Hafið Tengdar fréttir Running Tide semur um uppbyggingu á Akranesi Bandaríska loftslagsfyrirtækið Running Tide hefur undirritað samning við Breið - þróunarfélag og Brim hf. um leigu húsnæðis á Akranesi undir aðstöðu fyrir rannsóknir og framleiðslu á þörungum til kolefnisbindingar í hafi. 9. júní 2022 15:08 Þörungaræktandi telur Ísland geta orðið miðstöð kolefnisbindingar Tugir manna gætu fengið vinnu hér á landi við verksmiðju bandarísks nýsköpunarfyrirtækis sem ætlar sér að binda kolefni með þörungarækt í Atlantshafi á næstu árum. Stofnandi fyrirtækisins segir Ísland geta orðið miðstöð kolefnisbindingar í heiminum. 26. maí 2022 07:30 Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Running Tide semur um uppbyggingu á Akranesi Bandaríska loftslagsfyrirtækið Running Tide hefur undirritað samning við Breið - þróunarfélag og Brim hf. um leigu húsnæðis á Akranesi undir aðstöðu fyrir rannsóknir og framleiðslu á þörungum til kolefnisbindingar í hafi. 9. júní 2022 15:08
Þörungaræktandi telur Ísland geta orðið miðstöð kolefnisbindingar Tugir manna gætu fengið vinnu hér á landi við verksmiðju bandarísks nýsköpunarfyrirtækis sem ætlar sér að binda kolefni með þörungarækt í Atlantshafi á næstu árum. Stofnandi fyrirtækisins segir Ísland geta orðið miðstöð kolefnisbindingar í heiminum. 26. maí 2022 07:30