Loftslagsmál

Loftslagsmál

Fréttamynd

Ætla að þvinga rigningu úr skýjum í von um að bjarga upp­skerum

Yfirvöld í Kína hyggjast framkalla rigningu með því að sá efnum í ský til að vernda kornuppskeru landsins. Sumarið í ár er það heitasta og þurrasta frá því mælingar hófust í Kína fyrir 61 ári. Vegna þess hafa uppskerur visnað og uppistöðulón eru helmingi vatnsminni en venjulega.

Erlent
Fréttamynd

Hafa aldrei mælt meiri hita utan eyðimerkur

Ekki hefur rignt minna í Kína að sumri til í um sextíu ár. verksmiðjum víða um landið hefur verið gert að loka dyrum sínum samhliða því að mikið vatn vantar í vatnsból orkuvera og Kínverjar kveikja á loftkælingum sínum í massavís.

Erlent
Fréttamynd

Verkk­víði ríkis­stjórnar í lofts­lags­málum

Það blasir alltaf skýrar við að aðgerðir í loftslagsmálum eru stærsta hagsmunamál komandi kynslóða. Í allt sumar hefur Evrópa glímt við mikla þurrka sem nú stefna í að verða þeir mestu í 500 ár. Þeir hafa valdið uppskerubresti, fiskidauða og truflunum á vöruflutningum. Vatnskortur sem einu sinn þótti óhugsandi er nú yfirvofandi og afleiðingarnar leyna sér ekki.

Skoðun
Fréttamynd

Björk sakar Katrínu um svik á ögur­stundu

Söngkonan Björk Guðmundsdóttir segir að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi á ögurstundu svikið samkomulag sem hún á að hafa gert við Björk og sænska loftslagsaðgerðasinnann Gretu Thunberg. Björk segir að Katrín hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið.

Innlent
Fréttamynd

Sam­staða á tímum lofts­lags­breytinga

Eins og þið hafið eflaust oft heyrt erum við stödd á tíma mikilla loftslagsbreytinga. Þetta eru loftslagsbreytingar sem eru nú þegar byrjaðar að hafa mikil áhrif á líf fólks og munu halda áfram að gera. Til þess að koma í veg fyrir meiri skaða og takast á við verðandi afleiðingar loftslagsbreytinga er mikilvægt að við stöndum saman.

Skoðun
Fréttamynd

Í dag > Í gær

Ég fæddist inn í þennan heim þegar mánaðarlegur meðalstyrkur koltvísýrings í andrúmsloftinu á Mauna Loa mælingastöðinni á Hawaii var rúmlega 357 milljónahlutar (ppm). Ég vill nýta tækifærið og þakka Charles David Keeling fyrir að sýna mikla þrautseigju við upphaf mælinga á the Keeling Curve.

Skoðun
Fréttamynd

Lífríki í ám og sjó ógnað

Loftslagbreytingar, mengun og innrásartegundir í dýraríkinu valda því að dýraríkið í vötnum og sjó hefur tekið miklum breytingum á Spáni á síðustu árum.

Erlent
Fréttamynd

Carbfix vinnur að byltingarkenndri lausn í kolefnisbindingu

Carbfix mun á næstunni hefja tilraunir með að nota sjó til að steinrenna koltvísýringi í berglögum neðanjarðar. Mikil tækifæri felast í tilraunum Carbfix fyrir lönd og landsvæði sem hafa takmarkað aðgengi að ferskvatni en eru nálægt sjó.

Innlent
Fréttamynd

Mestu þurrkar Evrópu í fimm hundruð ár

Lítið sem ekkert hefur rignt í Vestur-, Suður- og Mið-Evrópu í tæpa tvo mánuði. Veðurfræðingar búast ekki við rigningu á næstunni og hefur þurrkunum verið lýst sem þeim verstu í heimsálfunni í fimm hundruð ár.

Erlent
Fréttamynd

Ég skora á þig að verða vegan!

Í amstri dagsins er auðvelt að gleyma sér í hversdagsleikanum. Við hugsum um vinnuna eða skólann, og hvað verði í kvöldmatinn. Við heyrum talað um loftslagsvána í fréttunum og hversu stórt vandamál hún er. Við fáum hnút í magann og skiptum um rás.

Skoðun
Fréttamynd

Segir þol­marka­dag jarðar skugga­lega framar­lega á árinu

Jarðarbúar eru komnir að þolmörkum á nýtingu auðlinda jarðar. Það þýðir að frá og með deginum í dag göngum við hraðar á auðlindir jarðar en þær ná að endurnýja sig. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir að dagurinn sé skuggalega framarlega á almanaksárinu og ítrekar að aðgerða sé þörf.

Innlent
Fréttamynd

Land­græðsla hag­kvæmasta lofts­lags­að­gerðin

Í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar segir að landgræðsla og skógrækt séu tvær hagkvæmustu loftslagsaðgerðir sem íslensk stjórnvöld hafa ráðist í. Á hinn bóginn sé stuðningur við kaup á rafbílum langóhagkvæmasta aðgerðin.

Innlent
Fréttamynd

Fyrir­tækin sýna á­byrgð í lofts­lags­málum

Í viðtali á Stöð 2 sem endurbirt er á Vísi segir svokallaður loftslagssérfræðingur ASÍ að fyrirtækin í landinu geri lítið til að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum og takist því ekki á við loftslagsvandann. Þetta er fjarri öllum sannleika.

Skoðun
Fréttamynd

Ber ekki saman um hvort stytting leiða sé jákvæð fyrir umhverfið

Jákvæð umhverfisáhrif, sem fylgja styttingu leiða, eru meðal þess þjóðhagslega ávinnings sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra telur upp sem röksemdir fyrir arðsömum flýtiframkvæmdum í samgöngum. Ein af undirstofnunum hans, Skipulagsstofnun, sem áður heyrði undir umhverfisráðuneytið, hafnaði sömu röksemdum Vegagerðarinnar í áliti fyrir tveimur árum og taldi þvert á móti að samgöngubætur með styttingu leiða myndu fjölga ferðum og þar með leiða til aukins útblásturs.

Innlent
Fréttamynd

„Heitasti tími dagsins enn eftir“

Hitamet Bretlands var slegið í morgun þegar hitinn mældist 40,2 gráður en síðar í dag er spáð um og yfir 40 stiga hita. Hitamet hafa sömuleiðis verið slegin annars staðar í Evrópu og geisa skógareldar víða. Veðurfræðingur telur ljóst að met muni halda áfram að falla hratt.

Erlent
Fréttamynd

Hitamet slegið og von á enn meiri hækkun

Svo virðist sem að hitamet hafi verið slegið í Bretlandi í morgun og er útlit fyrir að metið gæti verið slegið um allt að þrjár gráður. Hitamælar í Charlwood í Surrey sýndu í morgun 39,1 gráðu hita og verði sú mæling staðfest er það hæsta hitastig sem mælst hefur á Bretlandseyjum frá því mælingar hófust.

Erlent
Fréttamynd

Hitinn gæti farið yfir 40 gráður í fyrsta sinn: „Þetta er eitthvað sem menn verða bara að búa sig undir“

Appelsínugul viðvörun hefur tekið gildi víðs vegar í Bretlandi vegna ofsahita og á morgun eða þriðjudag gæti farið yfir 40 gráður í fyrsta sinn. Veðurfræðingur segir þetta óvanalegt og ljóst að mikilli hættu stafi af. Búast megi við tíðari hitabylgjum á komandi árum og Norðurlandabúar gætu jafnvel þurft að undirbúa sig sérstaklega.

Erlent