Thunberg ákærð fyrir að óhlýðnast lögreglu Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2023 14:30 Greta Thunberg borin burt af lögreglumönnum við mótmæli við höfnina í Malmö 19. júní. Vísir/EPA Sænskur saksóknari ákærði Gretu Thunberg, einn þekktasta loftslagsaðgerðasinna heims, fyrir að óhlýðnast lögreglu við mótmæli í Malmö í síðasta mánuði. Hún á að koma fyrir dómara í júlí en málum af þessu tagi er yfirleitt sagt ljúka með sekt. Thunberg var í hópi loftslagsaðgerðasinna sem stöðvuðu umferð olíuflutningabíla á hafnarsvæði í Malmö 19. júní. Hún er sögð hafa neitað að færa sig þegar lögreglumenn skipuðu henni og öðrum að gera það. Hún og fleiri voru þá dregin í burtu. Fréttasíðan Sydsvenskan hefur eftir lögreglu að Thunberg og félagar hafi heft för um þrjátíu flutningabíla. Mótmælendurnir hafi verið beðnir um að færa sig þegar umferðarröskunin hafi verið talin of mikil. „Þú hefur rétt til að mótmæla en þú mátt ekki mótmæla þannig að það valdi öðrum truflunum,“ segir Charlotte Ottosen, saksóknarinn sem ákærði Thunberg. Thunberg sjálf sagði að hún og félagar hennar hafi ákveðið að standa ekki þögul hjá heldur grípa til aðgerða gegn jarðefnaeldsneytisinnviðum. „Við erum að endurheimta framtíðina,“ sagði Thunberg í færslu á Instagram á sínum tíma. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Thunberg komst í kast við lögin á þessu ári. Hún var handtekin við loftslagsmótmæli við kolanámu í Þýskalandi í janúar. Mótmælin beindust að áformum yfirvalda um að jafna þorp við jörðu til þess að rýma til fyrir stækkun kolanámunnar. Thunberg öðlaðist heimsfrægð fyrir vikuleg loftslagsmótmæli sín sem hún kallaði skólaverkföll. Þau urðu ungmennum um allan heim fyrirmynd að sambærilegum aðgerðum. Hún hefur nú sagt skilið við þau mótmæli þar sem hún er orðin tvítug og útskrifuð úr skóla. Svíþjóð Loftslagsmál Bensín og olía Tengdar fréttir Greta Thunberg útskrifast og hættir skólaverkfalli sínu Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg stendur fyrir sínu síðasta skólaverkfalli í Stokkhólmi í Svíþjóð í dag. Hún hefur mótmælt á hverjum föstudegi frá árinu 2018, alls 251 vikur í röð. 9. júní 2023 09:39 Thunberg fær að stefna sænska ríkinu fyrir seinagang Héraðsdómstóll í Svíþjóð gaf Gretu Thunberg og hundruð umhverfissinnum grænt ljós á að stefna sænska ríkinu vegna þess sem þau telja ófullnægjandi loftslagsaðgerðir þess. Krafa þeirra er að Svíar dragi saman losun sína um milljónir tonna. 21. mars 2023 14:34 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Thunberg var í hópi loftslagsaðgerðasinna sem stöðvuðu umferð olíuflutningabíla á hafnarsvæði í Malmö 19. júní. Hún er sögð hafa neitað að færa sig þegar lögreglumenn skipuðu henni og öðrum að gera það. Hún og fleiri voru þá dregin í burtu. Fréttasíðan Sydsvenskan hefur eftir lögreglu að Thunberg og félagar hafi heft för um þrjátíu flutningabíla. Mótmælendurnir hafi verið beðnir um að færa sig þegar umferðarröskunin hafi verið talin of mikil. „Þú hefur rétt til að mótmæla en þú mátt ekki mótmæla þannig að það valdi öðrum truflunum,“ segir Charlotte Ottosen, saksóknarinn sem ákærði Thunberg. Thunberg sjálf sagði að hún og félagar hennar hafi ákveðið að standa ekki þögul hjá heldur grípa til aðgerða gegn jarðefnaeldsneytisinnviðum. „Við erum að endurheimta framtíðina,“ sagði Thunberg í færslu á Instagram á sínum tíma. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Thunberg komst í kast við lögin á þessu ári. Hún var handtekin við loftslagsmótmæli við kolanámu í Þýskalandi í janúar. Mótmælin beindust að áformum yfirvalda um að jafna þorp við jörðu til þess að rýma til fyrir stækkun kolanámunnar. Thunberg öðlaðist heimsfrægð fyrir vikuleg loftslagsmótmæli sín sem hún kallaði skólaverkföll. Þau urðu ungmennum um allan heim fyrirmynd að sambærilegum aðgerðum. Hún hefur nú sagt skilið við þau mótmæli þar sem hún er orðin tvítug og útskrifuð úr skóla.
Svíþjóð Loftslagsmál Bensín og olía Tengdar fréttir Greta Thunberg útskrifast og hættir skólaverkfalli sínu Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg stendur fyrir sínu síðasta skólaverkfalli í Stokkhólmi í Svíþjóð í dag. Hún hefur mótmælt á hverjum föstudegi frá árinu 2018, alls 251 vikur í röð. 9. júní 2023 09:39 Thunberg fær að stefna sænska ríkinu fyrir seinagang Héraðsdómstóll í Svíþjóð gaf Gretu Thunberg og hundruð umhverfissinnum grænt ljós á að stefna sænska ríkinu vegna þess sem þau telja ófullnægjandi loftslagsaðgerðir þess. Krafa þeirra er að Svíar dragi saman losun sína um milljónir tonna. 21. mars 2023 14:34 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Greta Thunberg útskrifast og hættir skólaverkfalli sínu Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg stendur fyrir sínu síðasta skólaverkfalli í Stokkhólmi í Svíþjóð í dag. Hún hefur mótmælt á hverjum föstudegi frá árinu 2018, alls 251 vikur í röð. 9. júní 2023 09:39
Thunberg fær að stefna sænska ríkinu fyrir seinagang Héraðsdómstóll í Svíþjóð gaf Gretu Thunberg og hundruð umhverfissinnum grænt ljós á að stefna sænska ríkinu vegna þess sem þau telja ófullnægjandi loftslagsaðgerðir þess. Krafa þeirra er að Svíar dragi saman losun sína um milljónir tonna. 21. mars 2023 14:34